Fréttablaðið - 02.01.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 02.01.2010, Síða 44
32 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR Strengdir þú áramótaheit? Ef svo, þá hver? Já, að fara reglulega í gufubað og vera þar lengi í hvert sinn Ertu orðin það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði að verða bóndi og rithöfundur, ég er að skrifa en á eftir að koma mér upp geitabúi. Hver er mest framandi staðurinn sem þú hefur komið til? Kíev í Úkraínu var framandi á sínum tíma, rétt eftir fall múrsins og nýja kerfið ekki komið í gang, ég lenti í millibili og ómögulegt að kaupa miða þaðan. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég myndi fara aftur til endurreisnartímans til að kanna hvernig þeir komu saman upplýsingar- kanónunni, athuga hvað það var sem þeir áætluðu að brenna, taka það í skjóðu og koma með það hingað í gegnum eldinn. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Mér finnst oft gott að vinna um nætur en jú, stundum ligg ég andvaka. Þá er ég yfirleitt að reyna að skipu- leggja komandi dag en svo bjarga draumarnir mér. Hvaða bækur eru á náttborðinu? Að morgni var ég alltaf ljón eftir Arnild Lauveng í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur, Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason og ljóðabókin Rennur upp um nótt eftir Ísak Harðarson. Hvaða bók vilt þú sjá sem bíómynd? Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson. Eftirlætislykt? Af brenndum laufblöðum. Hvar er fallegast á Íslandi? Inni á öræfum þar sem sandurinn er svartastur. Ertu með einhverja kæki? Hverja? Til dæmis að syngja sömu línu úr lagi aftur og aftur. Hvað gerist að loknu þessu jarðlífi? Ég held að þá taki við hressandi hreinsunareldur í öllum litum en ekkert helvíti. Hver er leiðin út úr kreppunni? Róttæk virkjun borgarasamfélagsaflsins og þróunarvinna í átt að sjálfbærni með skærgrænum og voguðum lausnum. Hvers væntir þú af nýju ári? Enn meiri ástar og aðeins meira réttlætis í heiminum. Væntir meiri ástar og aðeins meira réttlætis á nýju ári Rithöfundurinn Oddný Eir Ævarsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Heim til míns hjarta sem hefur hlotið lofsamlega dóma. Fréttablaðið fékk hana í þriðju gráðu yfirheyrslu. Á EFTIR AÐ KOMA SÉR UPP GEITABÚI Oddnýju dreymdi um að vera rithöfundur og bóndi þegar hún var lítil, annar draumurinn ef tveimur hefur ræst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir: Styrkir til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála Í boði eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Heildarupphæð styrkja að þessu sinni er allt að 50 m. kr. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.