Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 52

Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 52
40 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Gunnarsson á að fara að skipta Spaugstofukröft- unum út og hleypa nýrri og ferskari höfundum að. Skaupið er hreint rev- íuform: liðnir atburðir skoðaðir og eins langt gengið í eftirhermu á ímynd opinberra ein- staklinga og mögulegt er: Það er hið merki- lega við bæði Skaup og Spaugstofu að þar ríkir handbragð og listfengi Rögnu Fossberg sem ár eftir ár býr til hermig- ervi af lifandi fólki sem gefa svo leikurum tækifæri að bæta í og fylla persónuna: Sigmundur Davíð verður eltur af Hannesi Óla meðan sá fyrrnefndi er í pólitík, rétt eins og Örn Árnason hefur fylgt Davíð og gerði raunar betur nú í Össuri og Sigurjóni bankastjóra. Hvert Skaup er upp á sín býtti, þó form- gerðir þeirra haldi oftast í hendur frá ári til árs: upphafið að þessu sinni var stæling á atriði úr amer- ísku bíómyndinni Hangover, raun- ar eitt atriði innan úr Skaupinu líka. Í lagi þó ekki sé það frumlegt. Meginþungi var á ástand okkar í fjármálum og pólitík, þó það væri nú flest léttvægt. Þó stóðu upp úr afgreiðslur á nokkrum einstakl- ingum: Sigmundi Erni, Margréti Tryggvadóttur, Bjarna Ármanns- syni svo dæmi séu nefnd. Skets- ar lögðust í nokkrar raðir: Sandra Sól og hennar unga afgreiðslufólk var ein slík og vel heppn- uð. Og í þessum atriðum mátti sjá fáséð snilld- arbrögð í leik: Bjarni Haukur, Steinn Ármann, Þorsteinn Bachmann, Víkingur, þessi augna- blik er mörg sýna snerpu í leikstjórn á hugmynd sem er góð, þar sem brandarinn liggur bæði í grunnhugmynd, texta- útfærslu og loks fram- kvæmd. Gunnar getur því verið ánægður með sinn hlut. Svo er annað sem gekk miður: langt lokadansatriði með Páli Hjálmtýssyni, var of langt, ekki vel dansað í rými sem var of þröngt og hvatningaróðurinn sem fylgdi var prýðilega saminn en átti einhvern veginn ekki við. En það var líka botn til að ljúka upphafs- atriðinu úr Hangover. Skaupið verður sent út aftur í dag, kl. 19.40. Það ætti að koma út á DVD með aukaefni strax eftir áramót og raunar ætti sá réttur að vera aðskilinn hinni árlegu sjón- varpssýningu. Var Skaupið betra nú en áður: það er fáránlegasta umræða sem til er. Því er ætlað margt erindið og það er erfitt að gera öllum til hæfis. Bara ekki hægt. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Skemmtilegt Skaup, víða beitt með mörgum fínum augnablik- um. ath. kl. 17.30 á mánudag Fyrsti viðburður á Bókasafni Sel- tjarnarness á þessu nýja ári eru tónleikar í röðinni Te og tónlist. Þeir verða á mánudaginn kl. 17.30. Á tónleikunum er boðið upp á samleik Sólrúnar Gunnarsdóttur á fiðlu og Sólveigar Thoroddsen á hörpu. > Ekki missa af sannkallaðri tónlistarveislu í Kvosinni. Tilefnið er Duplex- samkoma á tónleikastöðun- um Sódómu og Batteríinu, Þar sem vinabarinn Bakkus stendur á milli í alfaraleið á milli staðanna. Fram koma: Dikta, Kimono, Sin Fang Bous, Hudson Wayne, Rökkurró, For a Minor Reflection, Foreign Monkeys og Sunday Parlours. Dagskráin hefst kl. 21.30. Í lok þessa mánaðar lýkur sýningum á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu, það eru fimm sýningar efir á sýning- arskrá Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi. Þegar þeim er lokið verða sýningar á verkinu orðnar 86 en það var frumsýnt í byrjun maí og voru þegar þrjátíu sýningar seldar upp í rjáfur þegar tjald- ið var dregið frá á frumsýn- ingu. Er sviðsetning Þórhalls Sigurðssonar nú orðin ein aðsóknarmesta sýning í Borg- arleikhúsi frá opnun þess 1989 og áhorfendur nú um 42.000. Fyrri sviðsetningar á verkinu hér á landi nutu einnig mikilla vinsælda, bæði hjá Þjóðleikhús- inu og hjá Litla leikklúbbnum á Akureyri. Má það þakka sígildum söng- perlum sem skrýða verkið og svo merkilega skýru hlutverki Maríu sem Valgerður Guðna- dóttir leikur. Þá er þátttaka barna í veigamiklum hlut- verkum þakklát viðbót því áhorfendur undrar að sjá vel þjálfuð börn á sviði eins og vinsældir Olivers sýna enn og sanna. Sviðsetningin mun lifa áfram því LR réðist í að láta hljóðrita öll helstu lögin og komu þau á disk í haust sem notið hefur mikilla vinsælda hjá ungum og eldri leikhúsgestum. Næsta sýning er á morgun en vafalítið er orðið fátt um miða á sýningarnar sem þá verða eftir þegar þetta er ritað. Fimm sýningar eru eftir LEIKLIST Valgerður Guðnadóttir syngur hlutverk Maríu. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið hefst 4. Janúar. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org Verð 14.900 kr. Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið Meðgöngujóganámskeið Stakur tími 1.500 kr. • Mánaðarkort 10.900 kr. • 3 mánaðakort 23.900 kr. • 6 mánaðakort 36.000 kr. • 10 tíma klippikort 10.000 kr. Meðgöngujóganámskeið 10.500 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð Leiklist ★★★ Áramótaskaupið Höfundar: Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Gunnar Björn Guð- mundsson, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigur- geirsson. Leikstjóri: Gunnar Björn Guð- mundsson Hin árlega revía Ríkisútvarpsins sjónvarps kallar til sín sögulegt áhorf á vestrænan mælikvarða, hvorki ávörp þjóðarleiðtoga, stór- ir kappleikir eða stærri viðburð- ir ná jafn miklu áhorfi í nokkru samfélagi og Áramótaskaupið. Sú staða er býsna merkileg í menn- ingarsögulegu tilliti og í sögu miðl- unar. Þessi heljartök má líta bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Skörp persónuleg, jafnvel meiðandi satíra, um nafnkunna einstaklinga, er vissulega til marks um frekar opinskáa umræðu, en á hinn bóg- inn er það dálítið kyndugt að einu sinni á ári skuli íslensk sjónvarps- stöð, sem bæði er ríkisstyrkt og getur sótt sér auglýsingatekj- ur – haft bæði belti og axlabönd, halda úti einu svo stóru dæmi. Þá spretta menn upp og segja Spaug- stofan, Spaugstofan. Jú, en er sá margbreytilegi höfunda- og lista- mannahópur sem kom að skaupinu í fyrra og árin þar á undan ekki einmitt sönnun þess að Þórhallur Ríkisrevían síðasta árið SKAUP Erling sem Jón Ásgeir. MYND SJÓNVARPIÐ Valnefnd á vegum Leik- listarsambands Íslands hefur valið íslenskt leik- skáld sem tilnefnt verður til leikskáldaverðlauna Norðurlanda 2010. Í valnefndinni sátu Silja Aðalsteinsdóttir útgáfu- stjóri, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfund- ur og tónlistarmaður og Jórunn Sigurðardótt- ir dagskrárgerðarmað- ur. Valnefndin komst að þeirri niðurstöðu að barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdótt- ur skuli hljóta tilnefningu til Nor- rænu leikskálda-verðlaunanna af Íslands hálfu að þessu sinni. Alls bárust 7 tilnefningar um barna- leikverk. Þess má geta að Áslaug hlaut Norrænu barnabókaverð- launin fyrir bókina sem leikritið er gert upp úr. Norrænu leiklistar- samböndin standa að Norrænu leik- skáldaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár í tengslum við Nor- ræna leiklistardaga. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna leikskáld fyrir barnaleikrit þar sem norrænu leiklistardagarnir verða haldnir í tengslum við barnaleikhúshátíðina BIBU í Lundi í Svíþjóð dagana 5.- 8 maí 2010. Í umsögn valnefndar um Gott kvöld segir: Gott kvöld er vel skrif- að leikverk, klassískt í byggingu og skiptast á leikin atriði og sungin. Þetta er frumlegt verk sem leikur sér á einstak- an hátt að tungumálinu í þrívíðu samhengi leik- hússins. Það er hugsað fyrir börn undir skóla- aldri en virkar fyrir fólk á öllum aldri af því hvað það notar ímyndunaraflið og tungumálið á frjóan og skemmtilegan hátt. Per- sónur eru margar en hægt er að velja leiðir til að sýna þær: leika þær, teikna þær eða sýna þær á skuggamyndum á tjaldi. Þar gefur verkið leikhúsinu frjálsar hendur þó að verkið sé að öllu leyti fullunnið. Engar mynd- ir fylgja af hinum óvæntu gestum þannig að hvert tungumál getur skapað þá í sinni mynd. Það léttir verkefni þýðandans. Áslaug lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983 og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984-1985. Áslaug nam við Listiðnaðarskól- ann í Kaupmannahöfn árin 1985- 1989 og lauk lokaprófi frá teikni- og grafíkdeild skólans. Frá því að Áslaug lauk námi hefur hún starf- að sem teiknari, rithöfundur, graf- ískur hönnuður og bókverkakona. Hún hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. - pbb Gott kvöld keppir um verðlaun BÓKMENNTIR Áslaug Jónsdóttir myndlistar- maður og leikskáld. Fyrir skömmu hlaut Hákon Bjarna- son píanóleikari styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara. Þetta er 16. styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum. Hákon Bjarnason er 22 ára gamall og varð fyrir skömmu sigurvegari í flokki háskólastigs í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA, samtaka evrópskra píanókennara, í fjórðu keppninni sem haldin er hér á landi. Vegna styrkveitingarinnar úr Minningarsjóði um Birgi Einars- son kemur Hákon Bjarnason fram á tónleikum í Selinu á Stokkalæk á þrettándanum, 6. janúar 2010 kl. 20. Hann mun leika þar verk eftir Joseph Haydn, Hanns Eisler, Rach- maninoff og Johann Sebastian Bach. Aðgangur er ókeypis. Styrkur veittur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.