Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 70
58 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. að lokum, 6. mannþvaga, 8. hald, 9. borg, 11. ung, 12. flandur, 14. húrra, 16. fisk, 17. tilvist, 18. tæki, 20. gyltu, 21. formóðir. LÓÐRÉTT 1. nauðsyn, 3. pot, 4. glettnislegur, 5. móðuþykkni, 7. blóm, 10. meiðsli, 13. óvild, 15. óviljugur, 16. svif, 19. 950. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. ös, 8. tak, 9. róm, 11. ný, 12. flakk, 14. bravó, 16. ál, 17. líf, 18. tól, 20. sú, 21. amma. LÓÐRÉTT: 1. þörf, 3. ot, 4. kankvís, 5. ský, 7. sólblóm, 10. mar, 13. kal, 15. ófús, 16. áta, 19. lm. Ari Eldjárn Aldur: 28 ára. Starf: Textasmiður og uppistandari. Stjörnumerki: Meyja. Fjölskylda: Á kærustu sem heitir Linda Guðrún Karlsdóttir. Búseta: Bý í Vesturbænum. Ari gaf út plötuna Grín skrín á dögunum og er meðlimur í uppistandshópnum Mið-Ísland. „Við vorum með nokkrar evrur til að koma okkur á hótelið og það kemur einhver arabi með gulltönn. Hann segir okkur að fara inn í bílinn.“ Svona hefst ferðasaga Sigurðar Ásgeirs Ásgeirssonar, söngvara Ultra Mega Techno- bandsins Stefáns, sem kom fram í Amster- dam á dögunum. Lestarkerfið var stopp vegna mikillar snjókomu og Sigurður og félagar stigu því upp í leigubíl sem reynd- ist vera vafasamur. „Við förum inn, bílstjór- inn læsir bílnum og segir að við þurfum að bíða eftir kollega hans,“ segir Sigurður. „Þá segi ég við Arnar: „Það kemur einhver gæi inn og ef hann setur mælinn ekki í gang, þá erum við bara dauðir.“ Svo kemur einhver leðurjakkaklæddur durtur og sest við hlið- ina á bílstjóranum. Hann var svona þreföld útgáfa af hinum.“ Bíllinn fer af stað og strákarnir í hljóm- sveitinni sitja skjálfandi af hræðslu aftur í. Bílstjórinn og risinn spjalla saman á óskilj- anlegu tungumáli og strákarnir velta fyrir sér hvort þeirra hinsta stund sé runnin upp. „Við veltum fyrir okkur hvort við ættum að hoppa út úr bílnum og héldum að við værum að fara að deyja þarna, í skítugum leigubíl í Amsterdam,“ segir Sigurður. Þeim var svo skutlað á hótelið og rukkaðir um 80 evrur á mann. Evrurnar áttu þeir ekki þannig að glæpamennirnir tóku það litla sem þeir áttu og reyndu að fá þá til að taka meira út úr hraðbanka. „Við náðum einhvern veginn að sannfæra þá um að við værum þrír mestu fávitar jarðkringlunnar og ættum engan pening,“ segir Sigurður. „Við flúðum svo inn á hótel og þeir létu sig hverfa.“ Ekki tók svo skárra við, en þegar strák- arnir fóru út af hótelinu og ætluðu að skoða borgina hópaðist fólk saman og grýtti í þá snjóboltum. „Þeir kölluðu okkur helvítis túrista og sögðu okkur að fara heim,“ segir Sigurður. - afb Rændir og grýttir í Amsterdam DARRAÐARDANS Í AMSTERDAM Meðlimir Ultra Mega Technobandsins Stefáns voru rændir í Amsterdam. Tanja Sif Árnadóttir hannar skyrtuskraut fyrir herra og konur undir heitinu tANJA fOREVER. Skrautið er fáanlegt í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar. „Ég byrjaði á þessu fyrir ekki svo löngu síðan. Ég var í hönnun- arhópi og við ætluðum upphaflega að hanna barnaföt en ákváðum fyrst að byrja á því að hanna aðra hluti til að fjármagna framleiðslu barnafatanna. Hinar stelpurnar fóru að hanna skart og ég skyrtuskrautið,“ segir Tanja Sif, sem er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt. Skyrtuskrautið fæst í einni stærð sem passar á flestar skyrtur og tekur Tanja Sif fram að skrautið passi einnig á sumar barnaskyrt- ur. „Það er svolítil kreppuhugsun á bak við þetta. Skrautið passar á hvaða skyrtu sem er og þess vegna er hægt að taka venjulega skyrtu og dressa hana upp.“ Aðspurð segist Tanja Sif hafa mikinn áhuga á hönnun á herra- fatnaði og segist sjálf gjarnan klæðast skyrtum með bindi. Skyrtuskrautið seldist upp stuttu fyrir jól en ný sending af skyrtuskrauti var væntanleg í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar þegar blaðamaður náði tali af Tönju Sif. „Ég á enn eftir að ná jafnvægi í framleiðslu og eft- irspurn. Saumastofan sem ég hef notast við annar þessu ekki því það er svo mikið að gera hjá henni. Mig vantar eiginlega saumakonu sem er tilbúin til að taka þetta að sér, tilboð óskast,“ segir Tanja Sif og hlær. Í framtíðinni hyggst hún koma með fleiri vörur, bæði flík- ur og fylgihluti, á markaðinn og nýja skyrtuskrautið verði líflegra og litaglaðara. - sm Hannaði skyrtuskraut sem kreppulausn SKRAUTLEGT Tanja Sif Árnadóttir hannar skemmtilegt skyrtuskraut bæði fyrir herra og konur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MYND Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 182 milljónir króna. 2 Djúpa laugin. 3 Reading. „Ég byrjaði nú bara daginn á því að fara í golf. Við fórum fimm félagar á Setbergs-völlinn, sóp- uðum snjónum á undan okkur og spiluðum með appelsínugular kúlur. Við kláruðum fimm holur sem verður að teljast afrek út af fyrir sig,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Ára- mótaskaupsins í ár, sem byrjaði gamlársdag á golfvelli þetta árið. Gunnari virðist hafa tekist vel upp því það voru fáar sprengjur sprengdar í nágrenni við hann á meðan á Skaupinu stóð og almennt virtust sprengjuóðir Íslending- ar hafa verið seinir í gang eftir Skaup. „Já, ég hef heyrt það úr nokkrum áttum, að flugeldaregn- ið hafi byrjað nokkuð seint í þeirra hverfi og mér skilst á mér eldri og reyndari mönnum að það sé besta gagnrýnin.“ Sjálfur horfði Gunnar á Skaupið í faðmi fjölskyldunnar, var heima hjá bróður sínum og var því í nokk- uð öruggu umhverfi, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki hafa fengið nein dularfull sms-skila- boð né farsímahringingar eftir að Skaupinu lauk en margir höfðu orð á því að Áramótaskaupið í ár hefði verið nokkuð sterk ádeila á það sem undan er gengið. Hins vegar vakti það óskipta athygli áhorfenda að Ásdís Rán lék Fjallkonuna og hetjan í lokin, sú sem hreinsar upp eftir góðær- ispartíið á Bessastöðum, var sjálf- ur Páll Óskar Hjálmtýsson. „Hann kom mjög snemma inn í myndina sem hetjan í lokin. Var eiginlega fyrsta nafn á blað þegar við vorum búin að setja niður fyrir okkur söguþráðinn og hvernig Skaupið ætti að líta út,“ segir Gunnar en Páll brá sér í líki Michaels Jack- son og flutti Smooth Criminal með sínu nefi. Af öðrum þekktum sem brá fyrir í Skaupinu þetta árið má nefna Magna Ásgeirsson sem mætti í mótmælin fyrir utan Hótel Borg með mótmælaspjald merkt nafni hljómsveitar hans. Þótt vissulega hafi verið nokkur kunnugleg andlit á borð við Örn Árnason, Pálma Gestson og Ladda í Skaupinu þetta árið þá voru einn- ig fjölmargir nýliðar sem fólk hefur ekki vanist að sjá. Gunnar Björn segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að koma inn með ferskt blóð. „Aðalatriðið var að þekkta fólkið myndi þekkjast og auðvitað hver passaði best við hvert atriði.“ freyrgigja@frettabladid.is GUNNAR BJÖRN: MJÖG FLJÓTT ÁKVEÐIÐ AÐ PALLI VÆRI HETJAN FÁAR SPRENGJUR SPRUNGU YFIR SKAUPINU Í GÓÐUM HÓPI Páll Óskar var hetja dagsins í Áramóta- skaupinu í ár og hann naut dyggrar aðstoðar frá Ásdísi Rán sem lék fjallkonuna. Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins, segir nafn Páls hafa komið snemma inn í umræðuna um hver ætti að vera hetjan í lokin. Aðdáendur íslenskrar tónlistar ættu að halda sér fast því samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru tón- listarmennirnir og slagarahöfundarnir Einar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, og Pétur Bene- diktsson, þekkastur sem Pétur Ben., að vinna saman að nýrri plötu. Þessi dúett, ef satt er, gæti orðið ansi söluvænlegur og liggja þeir víst undir feld með nafn á sig. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur hugmyndin um að kalla sig Einar Ben fengið ágætis undirtektir hjá vinum og vanda- mönnum. Það voru margir sem lögðu leið sína í Engjateiginn á gaml- árskvöld en þar bauð nýjasta parið í lista- heiminum, þau Elsa María Jakobsdóttir, menningar- frömuður Kast- ljóssins, og Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi gestum og gangandi í veislu í tilefni af nýja árinu. Margt var um manninn í veislunni enda vinamörg bæði. Edda Heiðrún Backman þurfti heldur betur að sinna útvarps- stöðvunum á gamlársdag því hún var kjörin „maður ársins“ hjá bæði hlustendum Rásar 2 og Bylgjunnar. Edda er að sjálfsögðu vel að þessum verð- launum komin en hún stóð fyrir söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás sem miðaði að því að bæta aðstöðuna hjá endurhæfing- ardeildinni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.