Samtíðin - 01.11.1957, Side 35

Samtíðin - 01.11.1957, Side 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRL rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr: SÖGÐI): ÞORARINN BJÖRNSSON: „Hvern- ig sem heimurinn veltist, þó að þið árið 2000 verðið farin að bregða ykk- ur til annarra hnatta í sumarleyfinu, eða hvaða undur önnur, sem kunna að gerast í mannheimi, verður aldrei af ykkur létt vandanum að lifa. Þær stefnur og þau ríki, sem kunna að láta sér detta í hug að taka af mönn- um þann vanda, gera manninn minni og eru fyrr eða síðar dauðadæmd, af því að þau vinna gegn eðli lífsins. Vandinn er og verður um fram allt einstaklingsins.“ BEWAR: „Hamingja okkar mið- ast við hæfni okkar til að gleyma sjálfum okkur og stuðla að farsæld annarra.“ C. F. KETTERLING: „Haltu áfram göngunni, og þú munt hrasa um eitt- hvað, þegar þú átt þess sízt von. En ég hef aldrei heyrt, að sá, sem alltaf sat í sama farinu, hafi hrasað um neitt.“ BALZAC: „Um allan heim hafa menn konu í ráðum, ef þeir ætla að mynda sér skoðanir á karlmanni.“ D. JERROLD: „Það er svo auðvelt að vera elskulegur, að mig furðar á, að nokkur maður skuli vera öðru- vísi.“ BURTON: „Ef til er kvalastaður á þessari jörð, er hann í hjarta þung- lynds manns.“ SAMUEL BUTLER: „Frá sjónar- miði heimsins er engin yfirsjón jafn syndsamleg og sú að hafa alltaf á réttu að standa.“ INIÝJAR BÆKUR Kristinn Ármannsson: Kennslubók í dönsku. Fjórða útgáfa. Handa skólum og útvarpi. 333 bls., íb. kr. 50.00. Jón Gíslason: Þýzkunámsbók. Önnur út- gáfa. 343 bls., íb. kr. 60.00. Somerset Maugham: Catalina. Skáldsaga. Andrés Björnsson þýddi. 261 bls., íb. kr. 90.00. Alexander Dumas: Kamelíufrúin. Skáld- saga. Björgúlfur Ólafsson þýddi. 227 bls., ób. kr. 85.00, íb. 120.00. Frank G. Slaughter: Læknir á flótta. Skáldsaga. Andrés Kristjánsson þýddi. 215 bls., ib. kr. 115.00. Charles Garvice: Cymbelína hin fagra. Skáldsaga. Guðmundur Guðmundsson þýddi. 370 bls., ib. kr. 100.00. Mika YValtari: Ævintýramaðurinn. Skáld- saga, er gerist á fyrri hluta sextándu aldar. Björn O. Björnsson þýddi. 346 bls , íb. kr. 98.00. Margit Söderholm: Laun dyggðarinnar. Skáldsaga, sem gerist á Helsingjalandi á árunum kringum 1830. Skúli Jensson þýddi. 246 bls., íb. kr. 98.00. Jón Rafnsson: Vor í verum. Af vettvangi stéttabaráttunnar á Islandi. 270 bls., ób. kr. 85.00, ib. 110.00. Indriði Þorsteinsson: Þeir, sem guðirnir elska. Sögur. 124 bls., ób. kr. 80.00, ib. 105.00. Sigurður Heiðdal: Örlög á Litla-Hrauni. Frásagnir af nokkrum íslenzkum af- brotamönnum. 163 bls., ób. kr. 65.00, íb. 90.00. Zóphonías Pétursson: Bridgebókin. Kennslubók. 349 bls., íb. kr. 98.00. Grétar Fells: Heiðin há. Orvalsljóð. 104 bls., ób. kr. 100.00. Jón Sveinsson: Þættir úr endurminning- um. 100 bls., ób. kr. 50.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurn-ar þar, sem úrvalið er mest. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. — BÓKAVERZLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 14527.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.