Samtíðin - 01.04.1944, Síða 34
30
SAMTÍÐIN
Mdur i\ geymdur m.
Tryggið framtíð yðar og þjóðfélagsins með því að
spara sem mest af tekjum yðar og ávaxta spariféð í
tryggum vaxtabréfum.
Þeim fjölgar stöðugt, sem notfæra sér þau hlunn-
indi, sem fólgin eru í því að ávaxta fé í 1. flokks vaxta-
bréfum. , i .; ,iá*jJ
Bankavaxtabréf Landsbankans liafa nú í meir en 40
ár verið viðurkennd ein bezta og tryggasta eign, sem
völ er á.
Bankavaxtabréf Landsbankans eru tilvalin til tæki-
færisgjafa lianda börnum og ungu fólki, vegna þess að
þau veita gjafarmóttakandanum aukna öryggistilfinn-
ingu og glæða skilning hans á gildi peninga.
Bankavaxtabréf Landsbankans eru fyrirliggjandi í
stærðum allt niður í 100 kr.
Auk bankavaxtabréfa eru oftast fáanleg önnur
trygg vaxtabréf, útgefin af opinberum aðilum.
Kaupþing Landsbanka íslands er stofnað í þeim til-
gangi að greiða fyrir verðbréfaviðskiptum og gera þau
sem öruggust, almenningi til hagsbóta. Látið einhvern
hinna 14 kaupþingsfélaga annast viðskipti yðar á kaup-
þinginu, gegn tilskilinni þóknun, %% af upphæð við-
skiptanna. Látið kaupþingsfélaga leiðbeina vður um
val á vaxtabréfum, sem bezt henta yður.
Verðbréfadeild Landsbanka Islands lætur í té allar
upplýsingar um vaxtabréf og kaup og sölu þeirra á
kaupþmginu.
Landsbanki Islands