Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR VITRIJ
- — SÖGÐU:
Tímabundið og hverfult er verk
bókmenntagagnrýnandans. Eftir
skamma stund heyrir það til liðins
tírna og er varla kunnugt öðrum en
fróðleiksmönnum. En hið mikla lista-
verk varðveitist og lifir. Ódysseifur
stendur af sér öll siðaskipti. Hamlet
prins lifir af allar byltingar. Á Don
Quixote bítur ekki, þó að heimsveldi
hrynji í rústir. Jafnvel lítið kvæði
getur varðveitzt og lifað, þrátt fyrir
breytingar tímanna, eins og kvæðið,
sem Hóraz orti fyrir tveimur þúsund-
um ára um úlfinn, sem flýði hann
vopnlausan: „Vammlausum hal og
vítalausum fleina / vant er ei, boglist
þarf hann ei að reyna“ .... Og eins
er víst, að Njálssaga lifir, meðan
nokkur maður skilur íslenzka tungu.
— Einar Ól. Sveinsson.
Eldrauðir byltingamenn óttast að-
eins eina byltingu, nefnilega þá, sem
hlýtur að dynja yfir þá sjálfa og velta
þeim úr valdasessi. Hins vegar skilst
þeim sjaldan, að þeir sjálfir séu
raunverulega ein af meslu plágum,
sem vesalt mannkyn býr við. — X.
Ekkert land stendur betur að vígi
en Island í því að koma sér upp tíma-
bornum (byggingar)stíl, er sé til
fyrirmyndar. Hér eru fá hús yfir
aldarfjórðungs-gömul, svo að ekki
þarf nein hefð hér að vera til trafala,
sem annars staðar grúfir yfir bygg-
ingameisturunum með þúsund
ára þunga. Varla nokkurs staðar
í heiminum eru byggingameistarar
jafnóbundnir af fortíðinni. — Hjör-
varður Árnason.
Nýjar bækur
L. C. Douglas: The Robe. Skáldsaga. Bók
þessi var fyrst prentuð í okt. 1942, en
síðan hvað eftir annað, og er þetta 21.
prentun i ágúst 1943. 556 bls. Verð kr.
27.50 íb.
R. Llewellyn: None but the lonely Heart.
Skáldsaga. 440 bls. Verð kr. 27.50 íb.
Pearl S. Buck: The Promise. Skáldsaga.
248 bls. Verð 25 kr. íb.
Daphne duMaurier: Hungry Hill. Skáld-
saga. 402 bls. Verð 27.50 ib.
Hervey Allen: The Forest and the Fort.
Skáldsaga. 344 bls. Verð 25 kr. íb.
Marcia Davenport: The Valley of Deci-
sion. Skáldsaga. 790 bls. Verð 30 kr. íb.
Philip Gibbs: Tlie Interpreter. Skáldsaga.
296 bls. Verð 25 kr. íb.
Lín Yutang: Between Tears and Laugli-
ter. Ádeila á stjórnmál Evrópu. 216 bls.
Verð 25 kr. íb.
Sholem Asch: The Apostle. Ævi Páls post-
ula í skáldsöguformi. 804 bls. Verð 30
kr. íb.
Thomas Craven: Modern Art. Saga nú-
tima listar með 32 heilsíðumyndum af
listaverkum. Um 400 bls. Verð 20 kr. ib.
Gordon S. Seagrave: Burma Surgeon.
Höf. segir frá læknisstarfi sínu i Aust-
urlöndum fyrir stríð og meðan á stríð-
inu stendur. Margar myndir eru í bók-
inni. 295 bls. Verð 30 kr. ib.
Höfum fengið fjölbreytt úrval bóka frá
Ameríku, öllu þvi helzta, sem kom á
bókamarkaðinn þar siðastl. ár, einnig
mikið af eldri bókum hinna þekktustu
skáldsagnahöfunda.
Sent gegn póstkröfu hvert á land
sem er.
BÓKABÚÐ
MÁLS OG MENNINGAR
Laugavegi 19, Reykjavík.
Sími 5055. Pósthólf 392.