Fréttablaðið - 02.02.2010, Page 14

Fréttablaðið - 02.02.2010, Page 14
14 2. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Dræm þátttaka í prófkjörum stjórnmálaflokka þessa dag- ana hlýtur að vekja nokkra athygli. Ætla mætti að jafnvel þeir, sem gefa lítið fyrir stjórnmál dagsins og þá sem þar ráða húsum, vildu koma að því að velja til stjórnmála- starfa þá sem þeir treystu öðrum fremur. Sé þá ekki að finna á fram- boðslistum flokkanna, má spyrja sig hvers vegna ekki. Hvers vegna hafa áhugamenn um stjórn lands- ins og farsæld þjóðarinnar ekki leitað uppi þá sem þeir vildu sjá í þessum störfum og aflað þeim stuðnings? Telji menn að stjórn- málamenn á Alþingi eða í sveit- arstjórnum, standi sig ekki sem skyldi, þá er ekki við þá eina að sakast, heldur þá sem kusu þá til áhrifa. Það er galdur lýðræðisins. Kjósandinn er ekki bara áhorf- andi í sal þjóðarleikhússins. Þar sem prófkjör tíðkast velur hann bæði leikarana og leikritahöfund- inn. Með því að sitja hjá eftirlætur hann það öðrum. Stjórnmálaflokkar Við lifum nú undarlega tíma í kjöl- far efnahagslegra náttúruhamfara. Um leið og þrengir að og lausn- ir ekki á borðinu, erum við neydd til að hugsa allt upp á nýtt og í því felast mikil tækifæri. En við erum enn í lausu lofti. Ekki er skortur á almennri umræðu, sem þó er ekki sérlega markviss. Hver og einn að lýsa eigin skoðun eða upplifun og mikið um tilfinningalega fram- setningu. Þetta er náttúrlega bæði gott og heilbrigt meðan við erum að átta okkur á stöðunni. Það er dagljóst að nýtt Ísland er í burðar- liðnum, spurningin er bara hvern- ig Ísland. Það skýrist væntanlega á næstu árum, en miklu skiptir hvernig jarðveg við sköpum fyrir rætur þess nú um stundir. Vantrú á stjórnmálaflokkum hefur verið talsverð, en vandséð hvað á að koma í staðinn fyrir þá. Stjórnmálaflokkur er ekki lokuð Frímúrararegla eða sértrúarsöfn- uður, þar sem enginn afsláttur er gefinn af kennisetningum, þó að slík tilhneiging finnist reyndar í jaðri allra flokka. Skýringu á því er gjarnan að finna í persónu við- komandi einstaklinga fremur en stefnu hreyfingarinnar. Stjórn- málaflokkar byggjast á því að fólk sem greinir á um grundvallarat- riði skipar sér í hóp með þeim sem það á samleið með. Hreint ekki að öllu leyti, en hópurinn heldur saman vegna einhverra grundvall- arskoðana. En tímarnir breytast og vegna tækninnar hafa þeir gjörbreyst. Ungir og aldnir fylgjast með því sem er að gerast annars staðar í heiminum á Netinu og máta sig við það. Áður var þetta nokkuð einfalt og fyrirsjáanlegt. Alþýðubandalag- ið, Alþýðuflokkurinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu hver sitt málgagn. Þótt Morgunblaðið hafi jafnan verið blað allra lands- manna, fór ekkert milli mála fram- an af hvar stuðningur þess lá. Alþýðuflokkurinn var stofn- aður 1916 í þeim tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaga í landinu. Fjörutíu árum síðar stofn- aði róttækur armur flokksins Alþýðubandalagið sem sótti stefnu sína að einhverju leyti til Sovét- ríkjanna þar sem framtíðarland- ið var: „Þegar stéttir og ríkisvald eru horfin úr samfélagsskipuninni og hver og einn leggur af mörkum eftir getu og ber úr býtum eftir þörfum.“ Allir vita hvernig þessu lyktaði. Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðvaki voru einnig afleggj- arar Alþýðuflokksins. Í dag eru fylgismenn þessara hreyfinga og Kvennalistans flestir í Samfylk- ingunni eða Vinstri grænum. Framsóknarflokkurinn var einn- ig stofnaður 1916 sem þingflokk- ur og starfaði þannig til 1930. Í stefnuskrá kynnir hann sig sem frjálslyndan félagshyggjuflokk. Hann var nátengdur Sambandi íslenskra samvinnufélaga fyrir til- stilli Jónasar frá Hriflu, og Fram- sóknarflokkurinn naut stuðnings þess. Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður 1929 með tvö markmið að leiðarljósi: Sjálfstæði landsins og að vinna í innanlandsmálum að þjóðlegri umbótastefnu með hags- muni allra stétta fyrir augum. Flokkurinn hefur lagt áherslu á frelsi einstaklingsins til athafna og haft skilning á því að allir nytu góðs af öflugu viðskiptalífi og af þeim sökum verið valkostur margra athafnamanna. Flokkur- inn hefur frá upphafi stutt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Núna Þetta var þá. Í dag er landslagið allt annað. Engin flokksblöð. SÍS ekki í myndinni. Samfylkingin markaðssinnuð, Framsókn orðin þéttbýlisflokkur, Vinstri græn- ir reyndar sjálfum sér líkir, nema meira grænir, Sjálfstæðisflokk- urinn, sem var með alþjóðasam- starfi við Atlantshafsbandalagið er á móti inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Og í vaxandi mæli horfir almenningur til þess hverj- ir eru í forystu flokkanna, en ekki hver stefna þeirra er. Við þurfum að halda í arfinn og bókmenntirn- ar. Söguna. Allt annað gæti orðið nýtt. Og betra – ef við vöndum okkur, skríðum upp úr skotgröfun- um, og förum að tala saman. Núna. Förum að tala saman JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Lýðræði og stjórnmál UMRÆÐAN Ari Teitsson skrifar um fjárhagsvanda heimilanna Helstu orsakir fjárhagsvanda fjölda heimila eru ófyrirséð hækkun lána og þar með aukin greiðslubyrði samfara minnkandi greiðslugetu. Lán þessi eru mörg hver fasteignaveðlán til langs tíma og þá vextir oft 70–80% mánaðarlegra afborgana. Við þær aðstæður er lækkun vaxta jafn mikilvæg og lækkun höfuðstóls. Séu þannig vextir af þrjátíu ára jafngreiðsluláni lækkaðir úr 6% í 4,5% (KB banki bauð fyrrum 4,15%) lækkar mánaðarleg greiðslu- byrði um 15% (sjá ils.is). Greiðslugeta þjóðarbúsins og heimilanna fer saman og er nú svo skert að þeir svartsýnu nefna mögulegt þjóðargjaldþrot. Við þær aðstæður geta fjármagnseigendur ekki vænst hárra vaxta og gildir það jafnt um lífeyrissjóðina og aðra. Jafnframt verð- ur vaxtamunur lánastofnana að minnka og sá rekstr- arkostnaður þeirra sem ímyndað góðæri leyfði geng- ur nú ekki. Veruleg lækkun vaxta ætti því að vera raunhæfur kostur. Þá er einnig íhugunarefni að traustar fasteignir hafa mun lengri endingartíma en 30 ár (50–100 ár?). Við minnkandi greiðslu- getu þarf því að vera valkostur að hægja á afborgunum vel tryggðra lána enda við núverandi aðstæður mörgum ofviða að eign- ast dýrt húsnæði á skömmum tíma. 31. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sigmund Guðmundsson, Íslending sem búsettur hefur verið í Svíþjóð sl. 25 ár. Hann tók þar húsnæðislán fyrir tólf árum, greið- ir af því markaðsvexti oftast 3–4% en ræður sjálfur hve hratt hann greiðir niður höfuðstól lánsins. Slíkt fyrirkomulag þyrfti að vera valkostur hérlendis. Það er einnig andstætt þjóðarhag að bjóða upp híbýli þess fólks sem nú sýnir vilja til að greiða vexti af sínum lánum en hefur um stund ekki getu til að greiða lánin niður. Því er oft haldið fram að í flóknu þjóðfélagi skorti heildaryfirsýn og því hugsi hver um sína þröngu hagsmuni án tillits til heildarinnar. Sé svo varðandi vanda heimilanna verður því að linna. Höfundur er eftirlaunaþegi, afi og stjórnarformaður fjármálastofnunar. Nýrra lausna er þörf ARI TEITSSON Slagur á Akureyri Forval Vinstri grænna verður haldið um næstu helgi. Búast má við hörðum átökum á Akureyri. Fyrir fjórum árum felldi Baldvin Sigurðsson Valgerði Bjarnadóttur, fyrrverandi jafnréttisstýru og sitjandi bæjar- fulltrúa, í blóðugu forvali. Andrea Hjálmsdóttir fer gegn Baldvin í 1. sætið og Edward Huijbens stefnir einn manna á 2. sætið. Hann er handgenginn Andreu og vegna fléttulistareglna þýðir þetta að ætlunin er að fella Baldvin ekki aðeins úr 1. sæti, heldur koma honum niður fyrir 2. sætið í það minnsta. Það mun hafa fjölgað um 300 í Akureyrarfélaginu og stefnir allt því í hörkuslag á Akureyri um helgina. Mikil vinna fram undan Rannveig Rist hefur tekið við stjórnarformennsku Skipta af Lýði Guðmundssyni, sem hverfur á braut, þar sem „mikil vinna [er] fram undan hjá okkur bræðrum við rekstur Bakkavarar og að ljúka því ferli sem Exista er í“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Skiptum. Þetta er snoturt orðalag yfir stöðu viðskiptaveldis Lýðs og Ágústs í dag. Góðir nefnd- armenn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristján L. Möller, hefur skipað vinnuhóp, sem einu sinni hét bara nefnd, til að fjalla um veggjöld. Tilgangurinn er að fá fram hugmyndir og ábendingar um hvaðeina er tengist fjármögnun sam- gönguframkvæmda til frambúðar. Gera má ráð fyrir að Kristján Möller hlýði á hugmyndir þessa vinnuhóps af mikilli athygli, því hann gerði sér svo lítið fyrir og skipaði sjálfan sig í nefndina. Bíður ráðherra eflaust spenntur eftir að heyra hvaða tillögur hann kemur til með að leggja fyrir sjálfan sig í þessum málaflokki. bergsteinn@frettabladid.isN eyðarmóttöku kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðisof- beldi var komið á fót af miklum myndarskap árið 1994. Tilkoma Neyðarmóttökunnar var bylting og tilkoma Neyðarmóttökunnar gerði þjónustu við þolendur kyn- ferðisofbeldis hér á landi með því besta sem þekktist. Það er þó svo að starfsemin hefur lengi átt í vök að verjast og þegar niðurskurðarhnífnum er brugðið virðist þjónusta eins og sú sem veitt er á Neyðarmóttökunni eiga í vök að verjast. Yfirlækni Neyðarmóttöku hefur verið sagt upp og félagsráðgjafa einnig. Nýlega voru svo gerðar breytingar á þjónustu hjúkrunar- fræðinga þannig að brotaþolum á nú að mestu að sinna af hjúkrun- arfræðingum á vakt á slysa- og bráðadeild. Ekki er lengur boðið upp á endurkomu sem brotaþolum stóð til boða en þar var metin andleg og líkamleg líðan auk sem tekið var blóðsýni til að skima fyrir HIV- og lifrarbólgusmiti. Brotaþolinn eða aðstandendur hans, ef um börn er að ræða, eru þannig gerðir ábyrgir fyrir því að leita svara við spurningunni um smit en hafa ber í huga að stærsti einstaki aldurshópurinn sem til Neyðarmóttökunnar leitar er 12 til 18 ára hópurinn. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð starfsemi Neyðarmóttökunnar meðal annars vegna þess að heil- brigðisráðherra greip í taumana. Það er gríðarlega mikilvægt að vega ekki að þeirri grundvall- arhugmyndastarfsemi Neyðarmóttökunnar að veita þjónustu á forsendum brotaþola. Öðlingurinn 2010 er átak sem beinist að því að setja velferð brotaþola í kynferðisbrotamálum í forgang og slá skjaldborg um starfsemi Neyðarmóttökunnar. Öðlingarnir eru tíu karlmenn sem hvetja fólk til þess að kaupa bókina um ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þor- valdsdóttur. Í henni er að finna mikinn fróðleik um kynbundið ofbeldi á Íslandi. Að auki rennur hluti söluverðs beint til Neyðar- móttökunnar. Átakið hófst á bóndadaginn og munu bændurnir tíu halda kyndl- inum á lofti fram á konudag þegar öðlingskonur taka við honum og halda átakinu áfram. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur að almestu leyti verið rekin af konum. Grasrótarhreyfing kvenna stofnaði Kvennaathvarf- ið fyrir rúmlega aldarfjórðungi og Stígamót urðu til nokkrum árum síðar upp úr sama jarðvegi. Hitinn og þunginn af starfsemi Neyðar- móttökunnar hefur einnig verið í höndum kvenna. Það er nauðsynlegt að konum, sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi, mæti aðrar konur sem styðja þær og styrkja. Það ætti hins vegar ekki að dæma karla úr leik í baráttunni. Karlahópur Femín- istafélagsins hefur unnið gegn kynbundnu ofbeldi af myndarskap, til dæmis í tengslum við verslunarmannahelgar og með Öðlingsátakinu eru karlmenn aftur virkjaðir í baráttunni gegn þeim fortíðardraug sem kynbundið ofbeldi er. Kynbundnu ofbeldi verður aldrei útrýmt nema með samstilltu átaki kvenna og karla. Aðkoma karla er ekki síst mikilvæg þegar kemur að fræðslu og boðun þeirrar hugarfarsbyltingar sem er for- senda þess að meininu verði útrýmt. Öðlingurinn 2010 er samstöðuátak gegn kyn- bundnu ofbeldi. Frá bóndadegi til konudags STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.