Fréttablaðið - 02.02.2010, Page 37

Fréttablaðið - 02.02.2010, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 2. febrúar 2010 21 VOTLENDI EFTIR CHARLOTTE ROCHE ÞÝÐANDI: BJARNI JÓNSSON ALÞJÓÐLEGUR DAGUR VOTLENDIS „Ég rækta avókadótré.Það er eina áhugamálið mitt, fyrir utan kynlíf.“ „Þetta er be rsögul saga, oft sjo kkerandi, en sömuleið is bókmennta legt afrek.“ VANITY FAIR *Í dag, 2. febrúar, er alþjóðlegur dagur votlendis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 2. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Kimono, Morðingjarnir og Me, The Slumbering Napoleon verða með tónleika í félagsmiðstöðinni Engyn (Engjaskóla) við Vallengi 14 í Grafarvogi. Enginn aðgangseyrir. ➜ Kvikmyndir 19.15 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir kvikmynd Chen Kaige frá 1993, Farewell my Concubine (Ba wang bie ji) í Öskju við Sturlugötu 7 (st. 132). Enskt tal. Enginn aðgangseyrir. 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarsson Andra dansen (1983). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafn- arfirði. Íslenskur texti. Nánari upplýsing- ar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Bingó 19.30 Bingó í kvöld í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu við Hátún 12. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Eiríkur Bergmann flytur erindið Hvað er þetta ESB? hjá Háskólanum á Akureyri, Sólborg v/ Norðurslóð (L 201). 12.05 Úlfar Bragason flytur erindið: „Útlent vald oss yfir dynur - Ísland hefur jarl“, eftirmæli Gissurar Þorvaldssonar. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafn- inu við Suðurgötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hjá Händel í Brook-stræti er yfir- skrift tónleika kammerhópsins Nordic Affect, en þeir eru haldnir innan Tíbrár tónleikaraðar Salar- ins í kvöld. Á tónleikunum verður gestum boðið á ímyndaða tónleika að heimili Händels í Brookstræti í London, en tónskáldið bjó þar frá árinu 1723 til hinsta dags. Tón- listarherbergi hans rúmaði um 30 manns og æfði hann þar með söng- vurum sínum en einnig bauð hann góðvinum sínum til tónleika reglu- lega. Flytjendur Nordic Affect að þessu sinni eru Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, Hanna Loftsdóttir sellóleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari. Sérstakur gestur á tónleikunum er Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópransöngkona. Á efnisskránni eru verk eftir Händel sjálfan ásamt tónsmíðum eftir samtímamenn hans og keppi- nauta, þá De Fesch, Roseingrave, Stanley og Arne. Á milli verka ætlar Halla Steinunn að segja frá tónskáldinu og samtímamönnum þess. Farið verður um víðan völl og koma meðal annars við sögu blindir orgelleikarar og sundferð- ir í Thames-ána. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Händel í Salnum GEORGE FRIDERIC HÄNDEL Kammer- hópurinn Nordic Affect minnist hans í kvöld. Söngkonan Kristjana Stefáns- dóttir og trommarinn Hann- es Friðbjarnarson höfðu lengi gengið með þá flugu í maganum að halda tónleika með góðu fólki. Hugmyndin spratt upp frá sam- eiginlegum áhuga á bandarískri suðurríkjatónlist. Útkoman varð hljómsveitin Nesi, Sjana og hinar kellingarnar. Í bandinu eru meðal annars Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Efnisskráin er nær eingöngu bandarísk þó svo að farið sé um víðan völl, en vel flest lögin eiga það þó sameiginlegt að vera í country/bluegrass-ættinni og er mikil áhersla lögð á raddaðan söng. Hópurinn heldur tónleika í kvöld og annað kvöld á Rosen- berg. Hefjast þeir kl. 21 bæði kvöldin. Suðurríkin á Rosenberg REFFILEG Nesi, Sjana og hinar kelling- arnar. Votlendi eftir hinu þýsku Char- lotte Roche er síðasta neon-bók Bjarts og kemur út í dag. Char- lotte hefur ýmist verið kölluð arg- asti klámhöfundur eða mögnuð kvenfrelsishetja eftir að bókin kom út. Söguhetjan Helen, 18 ára, liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa farið sér að voða við að raka sig á milli rasskinnanna. Í legunni veltir hún fyrir sér ýmsum þátt- um í líkamsstarfsemi kvenna svo og mögulegu hlutverki lárperu- kjarna í kynlífi. Tónninn í bók- inni þykir minna á rödd J.D. Sal- inger í Bjargvættinum í grasinu, úrkynjunina í Crash eftir J.G. Ballard og feminískan boðskap Germaine Greer í Kvengeldingn- um. Bjarni Jónsson þýddi. Votlendi kemur út LÁRPERUKJARNI Charlotte Roche.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.