Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 5° 0° -1° 1° -1° -5° -2° -2° 20° 5° 8° 1° 14° -2° 1° 15° -2° Á MORGUN 8-20 m/s Hægast austan til. -1 SUNNUDAGUR Vaxandi vindur, hvasst NV-lands síðdegis. 0 1 336 4 4 45 6 5 6 4 5 3 2 4 6 0 4 8 6 6 5 5 5 5 4 4 5 3 BREYTINGAR Það verða breytingar á veðrinu um helgina. Á morgun verður áfram milt í veðri og dálítil rign- ing en á sunnudag snýst vindur og það kólnar á landinu í vaxandi norðanátt. Það má búast við snjókomu norðan- lands sérstaklega þegar á daginn líður. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Kröfur í þrotabú Styrks Invest, sem var að stærstum hluta í eigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, og Kaldbaks, fjárfestingararms Sam- herja, nema nú um fjörutíu millj- örðum króna. Félagið er eigna- laust, og því fæst líklega ekkert upp í kröfurnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eina eign Styrks Invest var tæplega 40 prósenta hlutur í Stoð- um sem er verðlaus í dag. Stærstu kröfuhafarnir í þrotabú félagsins eru Glitnir banki með sautján millj- arða, Landsbankinn með tólf millj- arða, þrotabú Baugs Group með 9,8 milljarða kröfu og Íslandsbanki með kröfu upp á yfir 960 milljónir króna, að því er kom fram í frétt- um Stöðvar 2. Kröfulýsingafrestur rennur út eftir viku. Styrkur Invest, sem hét áður BG Capital, var fjárfestingararm- ur Baugs Group og stærsti hluthafi FL Group, síðar Stoða. Í byrjun aprílmánaðar 2008 fór fram hluta- fjáraukning í félaginu og nýir hlut- hafar eignuðust það. Stærsti hlut- hafinn varð fjárfestingarfélagið Gaumur, sem var á sama tíma einn- ig stærsti hluthafi Baugs Group. Auk þess voru í hluthafahópnum Kaldbakur, Hagar og eignarhalds- félagið ISP sem er í eigu Ingibjarg- ar Pálmadóttur. - sm Enn fjölgar kröfum í þrotabú Styrks Invest sem átti 40 prósenta hlut í Stoðum: Fjörutíu milljarða kröfur en engar eignir JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Styrkur Invest var að stærstum hluta í eigu Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og fjölskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR MARKAÐSUPPLÝSINGAR Fimm fjár- málafyrirtæki hafa hlotið viðurkenningu Kauphallarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KAUPHÖLL HF Verðbréf hefur feng- ið viðurkenningu Kauphallarinnar til að verða viðurkenndur ráðgjafi (e. Certified Adviser) á First North Iceland-hlutabréfamarkaði Kaup- hallarinnar. Í viðurkenningunni felst að HF Verðbréf getur aðstoðað fyrir- tæki við skráningu á markað og á meðan bréf þeirra eru í viðskipt- um þar. Þá er á ábyrgð fyrirtæk- isins að fylgjast með því að félög á markaði í umsjá HF Verðbréfa uppfylli kröfur og upplýsinga- skyldu, að því er segir í tilkynn- ingu. - jab HF Verðbréf fær vottun: Aðstoða við skráningu DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Hann reyndi að smygla dýru Rolex-úri, fimm silkihálsbindum, tuttugu og einum silkihálsklút og leðurhand- tösku í gegnum tollinn. Verðmæti góssins nam ríflega einni milljón króna. Maðurinn gekk með eitt silki- hálsbindi, einn silkihálsklút og leðurhandtösku um tollhlið merkt skilti með áletruninni „Eng- inn tollskyldur varningur“, en samferðamaður hans gekk með afganginn um sama tollhlið. Toll- gæslan fann smyglgóssið við leit. - jss Sektaður um 400 þúsund: Með Rolex-úr og silkibindi DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni og fíkni- efnalagabrot. Manninum er gefið að sök að hafa föstudaginn 19. september 2008, þar sem hann var í bifreið á bifreiðastæði N1 við Stóragerði í Reykjavík, veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var við skyldustörf. Maðurinn sparkaði út um glugga bifreiðarinnar í brjóst- kassa lögreglumannsins sem stóð fyrir utan. Maðurinn reyndist vera með tóbaksblandað kannabis- efni og fjórar töflur af MDMA. - jss Tvítugur ákærður: Sparkaði í lög- reglumann VINNUMARKAÐUR Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst verklegra framkvæmda til að mæta miklum samdrætti í bygg- ingariðnaði og mannvirkjagerð þar sem atvinnuleysi er mest. „Ríkisstjórnin verður að greiða götu þeirra stórfram- kvæmda sem nú eru í undirbún- ingi auk þess að ráðast í fram- kvæmdir á eigin vegum,“ segir í ályktun miðstjórnar. „Atvinnu- leysi er böl. Það er því forgangs- mál að stuðla með öllum tiltæk- um ráðum að aukinni atvinnu um leið og við verjum störfin.“ - pg ASÍ krefst stórframkvæmda: Ríkisstjórnin greiði götuna LÖGREGLUMÁL Kona um tvítugt var kærð til lögreglunnar í Vest- mannaeyjum í vikunni. Hún réðst á dyravörð á veitingastaðnum Lundanum á sunnudagsmorgun- inn var. Konan var handtekin og fékk að gista fangageymslur lög- reglu sökum ölvunarástands. Þá var lögreglu tilkynnt um inn- brot í Kaffi Kró. Grunur leikur á að það hafi átt sér stað aðfaranótt mánudagsins. Áfengum bjór var stolið og einnig var farið í sjóðs- vél og skiptimynt stolið. Allnokkr- ar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna innbrotsins. - jss Vestmannaeyjar: Ung kona réðst á dyravörð Með amfetamín og kókaín Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur til að greiða 340 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Hann var með nær sjö grömm af amfetamíni og rúmlega átta grömm af kókaíni. DÓMSTÓLAR SKIPULAGSMÁL „Þetta kemur okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, um miklar tafir sem orðið hafa á því að félagið geti reist þjónustu- stöð í Hrútafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær óskuðu Skeljungur og eigandi jarðarinnar Fögrubrekku í Hrúta- firði eftir því á árinu 2006 að skipu- lagi yrði breytt til að hægt yrði að reisa þjónustustöð á jörðinni. Skál- inn á að vera nokkur hundruð metra suður af nýjum Staðarskála sem N1 rekur. Sveitarstjórnin samþykkti skipulagið í ágúst 2008 en hefur hins vegar ekki sett það í auglýs- ingu svo að það geti tekið gildi. Sig- urður Kjartansson, oddviti í Bæj- arhreppi, segir meiri áherslu hafa verið lagða á önnur skipulagsmál í hreppnum. Hann telji eðlilegt að láta málið bíða út kjörtímabilið og neitar að skýra ástæður þess. „Við höfum beðið þolinmóðir í langan tíma og veltum fyrir okkur hvenær þeir telji eðlilegan umþótt- unartíma vera kominn. Við undr- umst að meirihlutinn vilji ekki taka afstöðu til málsins núna vegna komandi kosninga þar sem að það liggur fyrir að minnihlutinn er ekki að óska eftir þessari frestun,“ segir Einar Örn. Skeljungur hefur enga almenna þjónustustöðu milli Akureyrar og Borgarness. „Við munum koma okkur upp aðstöðu á þessari leið, ef ekki þarna þá annars staðar. Það þarf að komast á hreint sem fyrst hvort það geti orðið af því á þessum stað, hvort íbúar hreppsins vilji fá okkur eða hvort við þurfum að leita eitthvert annað,“ segir for- stjóri Skeljungs og ítrekar undrun sína yfir framgangi málsins. „Nær undantekningarlaust, þegar við erum að eiga við sveitar- félög fyrir utan höfuðborgarsvæð- ið, fagna menn áformum um upp- byggingu en það hefur verið allt öðruvísi í þessu tilviki og við skilj- um ekki hvað veldur.“ Áskorun af íbúafundi í Bæjar- hreppi fyrir tíu og hálfum mánuði um að Skeljungi yrði gert kleift að reisa þjónustustöðina virðist engin áhrif hafa haft á yfirvöld í hreppn- um. „Íbúafundur haldinn í skóla- húsinu á Borðeyri laugardaginn 28. mars 2009 skorar á oddvita Bæjar- hrepps að fylgja eftir ákvörðun hreppsnefndar frá því í ágúst 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipu- lagi í landi Fögrubrekku í Hrúta- firði að beiðni landeiganda þar og Skeljungs hf.,“ segir í áskoruninni sem samþykkt var án mótatkvæða. gar@frettabladid.is Forstjóri Skeljungs hissa á Bæjarhreppi Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, undrast að Bæjarhreppur afgreiði ekki samþykkt deiliskipulag sem gerir félaginu kleift að reisa bensínstöð í Hrúta- firði. Einróma ályktun á íbúafundi í fyrra breytti engu því málið stendur fast. Lóð Skeljungs Staðarskáli Fagrabrekka Fjarðarhorn Hrútafjörður STJÓRNMÁ ir segir s Þorlákss samning Icesave h verið næ fullbúin miðjan d ber 2008 engum t um og h aldrei v borið u herra. „Ými af þess Bretar sinnis ganga sem Ís lega, o til rei lögma ingu K svara mann í Fré fyrrv bjar g oru . g- - kóþ ist íkj- ur inum veður sama kk- að komi banda- tephen o sem borginni . Sums a snjór etra tu viku. - gb m: að rs Kristrún s Skjal undi l ðh ldsaðgerðum með allsh SKIPULAGSMÁL „Þ etta eru alveg ótrúleg vinnubrög ð. Ég bara botna ekkert í þessu,“ segir Eyjólfur Vilhelmsson, eig andi jarðarinn- ar Fögrubrekku í Hrútafirði, um áralangar tafir á að sveitarstjórn Bæjarhrepps afgr eiði umsókn um heimild til að rei sa bensínstöð á landi hans. Eyjólfur og Skelju ngur hf. ósk- uðu eftir því á ári nu 2006 að gerð- ar yrðu breyting ar á skipulagi þannig að fyrirtæ kið gæti byggt þjónustustöð og verslun í landi Eyjólfs. Fagrabr ekka er norðan við Brú í vestan verðum Hrúta- firði, einmitt við h ringveginn eftir að hann var fluttu r fyrir nokkrum misserum. Nokku r hundruð metr- um norðan við stæ ði fyrirhugaðr- ar bensínstöðvar Skeljungs er nýi Staðarskálinn sem N1 rekur. Á síðasta hrepps nefndarfundi óskaði minnihlutin n eftir skýring- um á því af hverj u sveitarstjórn- in hefði ekki auglý st breytt skipu- lag á Fögrubrekk u þrátt fyrir að skipulagið hafi l oks verið sam- þykkt í sveitarstjó rn í ágúst 2008, eða fyrir einu og h álfu ári. „Farið er fram á að oddv iti Bæjarhrepps veiti skýr og afd ráttarlaus svör við því hvað tefur framgang þessa máls,“ sagði í bó kun minnihlut- ans. Sigurður Kjartan sson oddviti veitti fá svör á fun dinum en sagði þó að verið væri a ð „vinna í þess- um málum“ og ha nn teldi eðlilegt að ný sveitarstjórn auglýsti breyt- ingar á skipulagi nu. Með öðrum orðum þá kveðst o ddvitinn ætla að láta málið bíða þar til eftir sveitar- stjórnarkosningar í maí. „Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er bar a mín skoðun,“ segir Sigurður spurður hvers vegna hann telji eðlilegt að mál Fögrubrekku bíði fram yfir kosn- ingar. „Það hafa f leiri skipulags- mál verið á könn u sveitarfélags- ins sem hafa tekið langan tíma og hefur verið lögð m eiri áhersla á að klára,“ bætir oddv itinn við til nán- ari skýringar á þ eim drætti sem þegar er orðinn á málinu. „Það er ekki hæg t að segja að þetta sé pólitík. Þ etta er bara eig- inhagsmunapot,“ útskýrir Eyjólf- ur. Þar vísar hann til hagsmuna í kringum nýja Sta ðarskálann sem vitanlega myndi fá samkeppni frá nýrri þjónustu stöð kippkorn í burtu. „Mín þolinmæði er nú að bresta,“ segir Eyjólfur sem kveður málið hafa reynst sér erfitt viðfangs því hann aki skóla bíl og sé þannig starfsmaður Bæja rhrepps. g ar@frettabladid.is Bensínstöð óafgre idd eftir þrjú ár í kerf inu Þótt sveitarstjórn Bæjarhrepps hafi samþykkt í ágúst 2008, eftir tveggja ára þóf, að breyta skipulag i svo reisa megi ný ja bensínstöð í Hr útafirði hefur skip ulagið ekki verið auglýst. Eðlilegt að málið bíði þar til eftir k osningar segir odd vitinn. UPBBYGGING Í HR ÚTAFIRÐI Þrátt fyrir að vera vestan Hrút afjarðarár telst nýi S taðar- skálinn vera í Húnaþ ingi vestra sem veit ti leyfi fyrir skálanum sem reistur var árið 2008. Fagrabrekka þ ar skammt undan e r í Bæjarhreppi sem hefur verið á fjórða ár að afgreiða umsókn um heimild fyrir be nsínstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILH ELM Ég ætla ekkert að svara því bara. Það er ba ra mín skoðun. SIGURÐUR KJARTA NSSON ODDVITI BÆJARHRE PPS. ræða samningsd rög sem fóru milli e mb- ættismanna á Ísla ndi, segir fyrrverand i utanríkisráðherra. SAM má tíu sa try bo ne tö rá ti s á æ þ ö Nýi Te fó UPPDRÆTTIR FRÁ SKELJUNGI Eins og sést vill Skeljungur byggja bensínstöð og þjón- ustuskála örstutt frá nýjum Staðarskála. GENGIÐ 11.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,6568 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,83 128,45 199,49 200,45 175,79 176,77 23,608 23,746 21,682 21,810 17,656 17,760 1,4220 1,4304 196,97 198,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.