Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 29
21:30 - 22:30 Ljóslitlífun – sýningarstjóraspjall. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur ræðir við gesti um sýninguna. 22:30 – 23:30 Stilluppsteypa – tónleikar. Hljómsveitina skipa Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson sem báðir eiga verk á sýningunni Ljóslitlífun. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagötu 17 Grafíksafn Íslands 19:00 - 24:00 Íslensk grafík. Soffía Sæmundsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir eru listamenn ársins hjá grafíkvinum í félaginu Íslensk grafík. Kristín opnar sýningu í sal félagsins og Soffía vinnur á verkstæðinu. Grafíksafn Íslands, Tryggvagötu 17, hafnarmegin SÍM 19:00 - 24:00 Sigríður Rut - Listamaður mánaðarins hjá SÍM sýnir olíumálverk sem unnin eru á árunum 2001- 2008. Sigríður verður á staðnum og tekur á móti gestum. SÍM, Hafnarstræti 16 Landnámssýningin 20:00 - 21:00 Draumar í Sturlungu og draumarnir okkar. Fyrirlestur Guðrúnar Nordal forstöðumanns stofnunar Árna Magnússonar. 21:00 & 22:00 & 23:00 Leiðsögn um Landnámssýninguna. Hvernig var lífið á Landnámsöld? Landnámssýningin, Aðalstræti 16 Þjóðmenningarhúsið 19:00 - 24:00 Óþekktur höfundur - orðagjörningur. Orð úr hundruðum lausavísna óþekktra höfunda bíða gesta til notkunar. Dagskrárgerð: Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur. 21:00 - 22:00 Íslendingar. Nýopnuð sýning þeirra Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur á ljósmyndum úr samnefndri bók. Unnur spjallar við gesti og spilar á nikkuna með harmónikutríóinu Dragspilsdrottningarnar. 19:00 - 24:00 Ísland::kvikmyndir. 11. skjárinn. Frumsýning. Vínbar og gestakomur í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. 22:30 Ólöf arnalds. Sólótónleikar. Þjóðmenningarhús, Hverfisgötu 15 Þjóðskjalasafn Íslands 19:00 – 23:30 Einkaskjalasöfn. Áttu merkileg skjöl? Komdu og láttu sérfræðinga Þjóðskjalasafns kanna gildi þeirra. 19:00 – 23:30 Gömul skrift. Reyndu að skrifa og lesa gamla skrift. Verðlaunagetraun. 19:00 – 23:30 Kynning á manntalsvef og dómabókagrunni. 19:00 – 23:30 Kynning á ættfræðirannsóknum. Finndu forfeður í kirkjubókum. Fáðu leiðsögn hjá sérfræðingum safnsins. 19:00 – 23:30 Sýning á frumritum manntala frá árunum 1703 og 1762. Elstu manntöl á Norðurlöndum. 20:00 – 20:30 „...þegar aldurinn á færist og vitið eykst“ Gunnar Örn Hannesson fjallar um aðlögunarvanda Hallgríms „litla“ Þorlákssonar að skólastarfinu í Skálholti á 17. öld. 21:30 - 22:00 Ragnheiður Gröndal - íslensk vögguljóð. Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi Hofsstaðir, minjagarður 20:45 – 21:15 Hofsstaðir - leiðsögn um minjagarðinn. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur verður með leiðsögn. Reisulegur skáli stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld fram á 12. öld. Hofsstaðir, Garðatorgi Byggðasafn Hafnarfjarðar 20:00 - 20:30 Fornleifar í landi Óttarsstaða. Katrín Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur, heldur fyrirlestur um fornleifar í landi Óttarsstaða sunnan Hafnarfjarðar. 21:00 - 21:30 Klassíski listdansskólinn. Nemendur í Klassíska listdansskólanum sýna nútímaverk. 22:00 - 22:40 Leiðsögn um sýningu Byggðasafnsins. Safnverðir leiða gesti í gegnum sögu Hafnarfjarðar og nágrennis með leiðsögn um sýninguna „Þannig var...“ Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8 Hafnarborg 19:00 – 19:30 Leiðsögn um Endalokin. Sagt frá sýningu Ragnars Kjartanssonar sem var framlag Íslands til Feneyja tvíæringsins 2009. 19:00 - 24:00 Opin listsmiðja fyrir alla fjölskylduna. Aðstaða fyrir gesti til að teikna og spá í módelteikningu. 19:30 - 20:30 Styttuganga um miðbæinn. Gengið verður um miðbæ Hafnarfjarðar og útilistaverkin á svæðinu skoðuð með leiðsögn. Safnast saman við Bókasafn Hafnarfjarðar, Standgötu 1. 20:00 – 20:30 Leiðsögn um Ljósbrot. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir segir frá innsetningu sinni í Sverrissal. 20:30 - 21:30 Tríó dúó. Djass og ljúf tónlist, latin og gömul íslensk dægurlög í flutningi ungra tónlistarkvenna. 21:00 – 22:00 Á bak við tjöldin. Gestir fá tækifæri til að skyggnast á bakvið tjöldin í Hafnarborg og skoða geymslur safnsins. Hámark 10 gestir í einu. 21:30 – 22:30 Hvað segir módelið? Páll Haukur Björnsson sem sat fyrir hjá Ragnari Kjartanssyni í Feneyjum segir frá sýningunni og upplifuninni af því að vera hluti af listaverki í sex mánuði. Hafnarborg, Strandgata 34 Bókasafn Hafnarfjarðar 19:00 - 24:00 Drekar af ýmsum gerðum. Sýning á drekum. Hver öðrum ógurlegri. 19:00 - 24:00 Drekar og forynjur. Vakin athygli á úrvali bóka um dreka, risaeðlur og fleiri forynjur. Skemmtileg spil af ýmsum gerðum liggja frammi fyrir börnin. 19:00 – 24:00 Hafnfirsk tónlist hljómar á tónlistardeild. 20:00 - 22:00 Forvarsla gamalla skjala. Starfsmenn Þjóðskjalasafns sýna hreinsun gamalla skjala. 21:00 – 21:30 Fyrsti íslenski raðmorðinginn? Ólafur Ásgeirsson fjallar um hinn þekkta morðingja Axlar-Björn. Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands, Laugarvegi 162. Gengið inn frá Laugavegi. Héraðsskjalasafn Kópavogs 19:00 - 23:59 Pólitískir draumar og martraðir. Sýning um kosningar í Kópavogi. Myndir frá framboðsfundum, kosningaauglýsingar og áróður fyrir augu og eyru. Héraðskjalasafn Kópavogs, Hamraborg 1 Náttúrufræðistofa Kópavogs 19:00 – 24:00 Þorirðu að kíkja? Óræður skapnaður leynist á bak við tjöldin. Er hann lífs eða liðinn? Manngerður eða náttúrulegur? Komdu og kíktu ef þú þorir! 21:00 – 22:30 Eru fuglarnir guðir? Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur leiðir næturgesti um skuggalega sýningarsali og fræðir fólk um táknræna merkingu íslenskra fugla og fleiri dýra í trúarbrögðum og draumförum manna. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6a Bókasafn Kópavogs 19:30 - 20:00 Draumagrípari. Halla Frímannsdóttir fjallar um tákn drauma meðal ólíkra þjóða. 20:00 – 20:30 Blikandi stjörnur. Sönghópurinn Blikandi stjörnur, stjórnandi Ingveldur Ýr. 20:30 – 21:00 Draumar og ráðingar þeirra. Þóra Elfa Björnsson fjallar um drauma og draumráðningar. 22:00 – 23:00 Draumráðningar. Kristján Frímanns ræður drauma. 23:00 – 23:30 Varsjárbandalagið leikur tónlist frá Balkanlöndum. Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a Gerðarsafn 19:00 - 24:00 Gerðarlegt í Gerðarsafni. Hugmyndir og hönnun listamanna sem byggja á verkum Gerðar Helgadóttur. 19:00 – 24:00 Til þess er leikurinn Gerður. Sýning á verkum sem nemendur í barnadeildum Myndlistarskóla Kópavogs hafa unnið að undanförnu út frá verkum Gerðar Helgadóttur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Hamraborg 4 Molinn 19:00 - 24:00 Urban myndlist & underground Café. Götulist eftir Guðmund Óla aka. ELLT, lifandi tónlist. Molinn – menningarhús ungs fólks, Hábraut 2 Tónlistarsafn Íslands 20:00 & 22:00 Draumurinn um tónlistarsafn. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, leitast við að svara spurningunni: “Hvers vegna tónlistarsafn?”. Tónlistarsafn Íslands, Hábraut 2 Bókasafn Garðabæjar 20:00 - 20:30 Landnámsmenn í Garðabæ. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur flytur stuttan fyrirlestur um landnámsmenn í Garðabæ. 19:00 – 20:00 Þóra Elfa Björnsson – draumar og ráðningar þeirra. Þóra Elfa ræðir um drauma við gesti. Draumráðningabækur verða einnig til afnota. 19:00 – 24:00 Þýsk kvikmyndasýning í fjölnotasal. 19:00 – 24:00 Ljóðaveisla. Gestir geta tyllt sér og gluggað í ljóðabækur eftir þekkta og óþekkta höfunda. 21:00 – 24:00 Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur les örsögur. 21:00 - 24:00 Ása Marín Hafsteinsdóttir ljóðskáld les úr ljóðabók sinni Að jörðu. 23:00 – 24:00 Tónlistin ómar - Gítar og söngur. Jói og Einar spila og syngja fyrir gesti. Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1 Kvikmyndasafn Íslands 21:00, 22:00 og 23:00 Íslandsmynd Kafteins Dam er ein fegursta Íslandsmynd sem gerð hefur verið, tekin á Íslandi 1938 og 1939 af A. M. Dam. Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Sögusafnið 19:00 - 24:00 Sögusýningin Perlunni. Merkilegustu augnablikin úr sögu þjóðarinnar færð í myndrænan búning. Víkingar og handverksfólk sýna gestum vopn og handverk. Sögusafnið Perlunni Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur 19:00 - 24:00 Bíló í Elliðaárdal. Félagar í Smábílaklúbbi Íslands bjóða gestum og gangandi að spreyta sig á að stýra fjarstýrðum rafdrifnum smábílum. Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi 9 Árbæjarsafn 20:00 & 21:00 Hvað dreymdi þig? Símon Jón Jóhannsson heldur erindi um draumráðningar og býður gestum að ráða drauma þeirra. 22:00 & 23:00 Rökkurleiðsögn um Árbæjarsafn. Gengið um safnsvæðið með fjósalukt. Árbæjarsafn, Kistuhyl Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 19:00 - 24:00 Hver er maðurinn? Sýning á portrettum af þjóðkunnum íslendingum og getraunaleikur. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 Ásmundarsafn 19:00 – 19:45 Leiðsögn um sýninguna Rím. Á sýningunni er horft til listamanna sem glíma við sömu hluti og Ásmundur, en í nútímanum og í samhengi við okkar tíma. 20:00 -21:00 Rím - fjölskylduleiðsögn í tali og tónum. Hin ástsæla leikkona Guðrún Ásmundsdóttir bregður á leik í Ásmundarsafni ásamt hinni fjölhæfu tónlistarkonu Kristínu Önnu Valtýsdóttur. 21:00 & 21:30 & 23:00 & 23:30 Tónlist fyrir draumavél. Draumavéla-innsetning með tónlist eftir raftónlistarmanninn Rúnar Magnússon. Takmarkaður fjöldi kemst að í hvert sinn. 22:00 – 22:45 Leiðsögn um sögu og byggingarlist Ásmundarsafns með Guju Dögg Hauksdóttur, deildarstjóra byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn, Sigtúni Gljúfrasteinn - hús skáldsins 21:00 - 21:40 KK í stofunni á Gljúfrasteini. KK leikur á gítar og syngur eigin lög í stofunni á Gljúfrasteini. Gljúfrasteinn – hús skáldsins, Mosfellsdal Ókeypis er á alla viðburði Safnanætur www.safnanott.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.