Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 26
4 föstudagur 12. febrúar Það eru tíu ár og ólík reynsla á milli Ragn- hildar Magnús- dóttur og Þorbjarg- ar Magnúsdóttur sem eru nýjar þáttastýr- ur Djúpu laugarinnar á Skjá einum sem hefur göngu sína í kvöld í beinni útsendingu. Viðtal: Anna Margrét Björnsson Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Þ egar Skjár einn hélt upp á tíu ára af- mæli sitt var fólk spurt hvaða þátt- ur hefði verið vin- sælastur á skjánum í sögu hans. Útkoman úr þessari könnun var að Djúpa laugin varð hlutskörp- ust,“ útskýrir Ragnhildur Magn- úsdóttir, dagskrárgerðar- og kvik- myndagerðarmaður sem var ráðin nýr þáttastjórnandi Djúpu laugar- innar ásamt blaðamanninum Þor- björgu Magnúsdóttur sem einnig er vinsæll bloggari á Dv.is. „Við vorum prufaðar í þáttinn ásamt fullt af öðru fólki og vorum ráðn- ar inn hvor í sínu lagi. Það kom okkur því skemmtilega á óvart þegar við fórum á fyrsta fundinn og hittumst því ég kannaðist við Tobbu og hafði fengið hana í út- varpsviðtal til mín. Ég varð pínu skotin í henni af því hún er svo hressandi og skemmtileg.“ Tobba tekur undir þetta. „Ég æpti bara þegar ég sá hana, nei, ert þetta þú!“ segir hún og hlær. En hefur ekki og mun ekki alltaf verða erfitt að vera með svona stefnumótaþátt á Íslandi þar sem allir þekkja alla? „Þetta er vissulega ákveðin áskor- un,“ útskýrir Ragga sem bætir við að það verði að sjálfsögðu að passa að fyrrverandi kærasti eða frænka komi ekki saman í þætti. Mikil aðsókn hefur verið í þátt- inn og greinilegt að feimni land- ans við að koma fram í raunveru- leikasjónvarpi er lítil. „Ég myndi skrá mig í Djúpu laugina ef ég hefði haft tækifæri til,“ segir Tobba. „Hverju hefur maður að tapa? Mér finnst sorg- legra að fólk hangi blindfullt niðri í bæ í leit að ástinni. Ég er búin að vera í átaki sjálf síðan í jan- úar og er ekkert búin að fara á djammið. Þetta hefur þýtt að ég hef ekki kysst ókunnugan karl- mann í meira en mánuð! Það ger- ist nefnilega oftast ekki neitt hér á landi nema þú farir út að djamma, fólk er svo lokað og kannski ekki endilega að kynnast nýju fólki í gegnum vinahópinn eða vinnuna. Þess vegna er Djúpa laugin kjörin til þess að kynnast nýju og spenn- andi fólki.“ BÍÓ ER SLÆMT FYRSTA „DEIT“ „Við viljum taka þáttinn af barn- um og búa til alvöru stefnumóta- menningu. Sú menning hefur nefnilega breyst hér á landi og er að ná fótfestu. Fólk er farið að mæta á „paradeit“ og blint stefnu- mót og Ísland er aðeins farið að líkjast útlöndum í þessum efnum. Í þættinum verðum við líka með ýmislegt sniðugt sem tengist þess- ari stefnumótamenningu; reynslu- sögur, hugmyndir og fleira,“ út- skýrir Ragnhildur. „En hluti af aðsókninni í þátt- inn hugsa ég að sé vegna þess að fólk er orðið opnara fyrir þessu en áður. Annars vegar er það vegna þess að það er kreppa og ástin er jú ókeypis. Hins vegar er það vegna þess að raunveruleika- sjónvarp hefur breyst mjög mikið síðan Djúpa laugin hóf göngu sína í íslensku sjónvarpi. Fólk er miklu opnara fyrir þessu kons- epti og óhræddara við að taka eitthvað persónulegt í sjónvarp- ið. Þetta endurspeglast bara í net- samfélaginu núna til dæmis þegar líf fólks er fyrir opnum tjöldum á Facebook.“ Tobbu finnst fólk þurfa að fá innblástur við fyrirkomulag stefnumóta hérlendis. „Sjálf lendi ég til dæmis oft í því að vera boðið á stefnumót í bíó. Það er eins og karlmenn skilji ekki að bíó á kannski að vera þriðja eða fjórða deit. Hvernig á maður að kynnast einhverjum og tala saman í bíó? Þú kynnist engum í tíu mínútna hléinu. Ég vil endilega að fólk fari og geri eitthvað skemmtilegt á deiti, fari til dæmis í badminton eða í fjallgöngu og verði það sjálft í staðinn fyrir að hittast á Kaffi- barnum eða eitthvað.“ Hún bætir við að mörgum finnist mjög erfitt og vandræðalegt að fara á stefnu- mót. „ Ég tala nú ekki um þegar fólk er kannski á miðjum fertugs- aldri og er nýkomið úr fimmtán ára sambúð. Það veit ekki leng- ur hvernig það á að hegða sér á stefnumóti. Ég hef farið til dæmis á skauta eða í skvass með gaurum á stefnumót og það geta komið upp svo vandræðaleg móment að það eina sem er kannski eftir er að prumpa hvort á annað,“ segir hún og skellihlær. „En þá er sá vandræðagangur búinn og hægt að snúa sér að öðru!“ Ragnhildur fer ekki á stefnumót enda ham- ingjusamlega í sambúð með rit- höfundinum Mikael Torfasyni. „Ég kynntist nú manninum mínum úti á götu um hábjartan dag en það er nú önnur saga,“ segir Ragnhildur. „Ég eyddi átján árum af uppvexti mínum í Ameríku þar sem deit- menningin ríkir og hef því næga reynslu að baki þar.“ VANDRÆÐAGANGUR Í ÍS- LENSKUM KARLMÖNNUM Nú á sunnudaginn er Valentín- usardagurinn en hann er mark- aðssettur fullgróflega vestanhafs að mati margra. „Já, já, þetta er auðvitað markaðssett þannig að karlmenn verði að kaupa kort og blóm og konfektkassa og fara með kærusturnar út að borða. Að sjálf- sögðu er þetta yfirdrifið en mér finnst þó ekkert að því að gera eitthvað sætt fyrir hvort annað á þessum degi ástarinnar. Ég hef gaman af því að halda upp á alls konar hluti!“ segir Ragga. „Ég bjó í Bretlandi í þrjú ár og Bretar eru stefnumóta óðir,“ bætir Tobba við. „Ég fór á ótal mörg stefnumót þarna úti, meðal annars á blint stefnumót við vitlausan mann. Hann átti að vera viðskiptamaður um þrítugt en var í staðinn skosk- ur uppfinningamaður um fer- tugt!“ segir hún og skellir upp úr. En hvernig eru þá íslenskir karl- menn? Eru þeir frábrugðnir þeim erlendu sem þær hafa kynnst? „Þeir eru skemmtilega sjarm er- andi í öllum vandræðagangin- um,“ segir Tobba. „ Oft hafa vinir mínir sagt mér frá samböndum sínum þannig að allt gangi vel og sé yndislegt en allt í einu séu þeir í vandræðum og viti ekki út af hverju. Þeir eiga svo erfitt með að eiga samskipti við konur.“ Ragga er sammála um að þeir geti verið dálítið lokaðir. „En um leið verða þeir dularfullir og það getur verið sjarmerandi. “ Tobba bætir við að Íslendingar séu hræddir við róm- antík. „Ég held að íslenskir karl- menn séu hræddir um að vera „sökkerar“,“ segir hún. “Þeir eru hræddir um að ef þeir gera róm- antíska hluti eins og að elda fyrir stelpur, bjóða þeim á hótel eða í spa að þá verði þeir eitthvað hall- ærislegir. “ Sjálf segist hún kalla sig stefnumótahetju vegna þeirrar þrautseigju sem hún hefur sýnt. „Ég gefst ekki upp og trúi því innst inni að það gangi eitthvað upp á endanum. Ég hef verið virkilega ástfangin og þó að það hafi ekki endað eins og ég vildi þá hysja ég samt upp um mig brækurnar og reyni upp á nýtt.“ STRÁKASTELPA OG STELPU- STELPA Ragga segir það skemmtilegt hversu ólíkar þær Tobba eru. „Ég er tíu árum eldri en hún og í föstu sambandi. Svo er ég gaur og hún er gella. Hún er í öllu þessu stelpustússi og kann alla þessa hluti svona eins og að mála sig og vera með fínar neglur. Ég hef alltaf verið strákastelpa og hún stelpustelpa. Ég kveiki ekki á Sex and the City og lék mér ekki með dúkkur. Við erum með mismun- andi reynslu og mismunandi bak- grunn og ég myndi segja að við værum gott par.“ Ragga sér um VIÐ SAMAN ERUM GOTT PAR SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -AKADEMÍAN www.snyrtiakademian.is • Hjallabrekka 1 • sími 553-7900 • Getur hafi ð nám hvenær sem er. • Kennt 1 x viku frá kl. 18-22. • Gæðavörur frá Professionails notaðar við kennslu. • Kennarar með kennararéttindi frá skóla Professionails í Belgíu. • Glæsilegur nemendapakki ásamt vandaðri naglaslípivél og naglalampa. • Snyrtiskólinn er einkaskóli með CIDESCO réttindi. • Nám í snyrtifræði er hagnýtt og skemmtilegt nám • Snyrtiskólinn er viðurkenndur af Menntamálaráðuneytinu • Námið er lánshæft hjá LÍN • Næsta önn hefst í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.