Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 20
 12. febrúar 2010 FÖSTU- DAGUR2 Grand Hótel er eitt þeirra hótela sem býður upp á sérstök rómantísk tilboð í mat og gistingu í febrúar en tilboðið er í gangi til 21. febrú- ar, á föstudags- og laugardags- kvöldum. Fyrir pör verður í boði gisting í „executive“ glæsiher- bergi í turni hótelsins og í boði er þriggja rétta máltíð þar sem Reyn- ir Sigurðsson sér um lifandi tón- list. Þá bíður óvæntur glaðningur á herberginu og morgunverður er innifalinn. Á Hilton Reykjavík Nordica er Valentínusartilboð í gangi sem gildir aðeins þessa helgi en í pakk- anum er meðal annars innifalinn þriggja rétta kvöldverður á VOX Bistro, morgunverður inn á her- bergið og freyðivín og súkkulaði við komu á hótelið. Auk þess er frír aðgangur í Nordica Spa. CenterHotel Arnarhvoli er á rómantísku nótunum allan ársins hring og hægt er að panta þar sér- stakan rómantískan pakka. Tekið er á móti gestum með rós og handunnu súkkulaði og boðið er upp á aðgang að heilsu- lindinni; tyrknesu baði, potti og gufu. Um kvöldið fá gestir þriggja rétta óvæntan kvöldverð. Á Hótel Borg og Hótel Sögu er líka hægt að fá rómantíska gistipakka með mat en Borgin býður meðal annars upp á freyði- vín við komu, ávaxtakörfu á her- bergið og máltíð á veitingastaðnum Silfri. Hótel Saga er þá með þemað „Rómantísk saga“ en í pakkanum er þriggja rétta máltíð á Grillinu innifalin, morgunverður á her- bergi og rómantísk gjöf. juliam@frettabladid.is Hótelrómantík í bænum Mörg hótel hér í bæ bjóða upp á rómantískan gistipakka þessa helgi í tilefni Valentínusardagsins á sunnudag. Rauð rós, lifandi tónlist og aðgangur að heilsulindum fylgja sumum pökkunum. Súkku- laði og freyðvín bíður gesta við komu á Hilton Reykjavík Nordica þessa helgi. Hótel Saga er allan ársins hring með tilboðið „Róm- antísk saga“ . Hótel Borg er eitt þeirra hótela sem býður upp á rómant- ískt þema. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VALENTÍNUSARDAGURINN er á sunnudag- inn. Þó ekki sé hefð fyrir því á Íslandi að halda mikið upp á þann dag er ekki úr vegi að pör geri sér glaðan dag, eldi góðan mat og skáli fyrir lífinu. Valentínusardaginn má nýta til að skerpa á rómantíkinni þótt best af öllu sé að reyna að viðhalda henni allt árið. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig megi vekja sofandi sjarmör eða draumadís til lífs á ný: 1. Segið ástin mín eða elskan mín eins oft og þið komið því við og hætt- ið að kalla hvort annað mömmu eða pabba. Notið skírnarnöfn. 2. Segið frá því hvað þið elskið í fari hins. Talið um hvað það var sem heill- aði ykkur í tilhugalífinu en síður um hversu duglegur elskhuginn sé að fara út með ruslið eða að kaupa inn. 3. Staldrið við í amstri dagsins og horfist í augu. 4. Gefið ykkur tíma til að gera hluti fyrir hvort annað. Leggið lykkju á leið ykkar til að kaupa eitthvað sem mak- ann langar í eða finnst sérstaklega gott og komið honum á óvart. 5. Kaupið táknrænar gjafir sem merkja eitthvað fyrir ykkur bæði. 6. Farið á stefnumót og leggið alveg jafn mikið upp úr útlitinu og þið voruð vön að gera í tilhugalífinu. - ve Skerpt á ástinni RÓMANTÍK GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA. Lengi er hægt að ylja sér við góðar minningar. KRINGLAN – SMÁRALIND Valentínusartilboð á dömu og herra nærfatnaði S. 533 2009 S. 544 2006 20% afsláttur frá föstudegi–sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.