Fréttablaðið - 12.02.2010, Side 20

Fréttablaðið - 12.02.2010, Side 20
 12. febrúar 2010 FÖSTU- DAGUR2 Grand Hótel er eitt þeirra hótela sem býður upp á sérstök rómantísk tilboð í mat og gistingu í febrúar en tilboðið er í gangi til 21. febrú- ar, á föstudags- og laugardags- kvöldum. Fyrir pör verður í boði gisting í „executive“ glæsiher- bergi í turni hótelsins og í boði er þriggja rétta máltíð þar sem Reyn- ir Sigurðsson sér um lifandi tón- list. Þá bíður óvæntur glaðningur á herberginu og morgunverður er innifalinn. Á Hilton Reykjavík Nordica er Valentínusartilboð í gangi sem gildir aðeins þessa helgi en í pakk- anum er meðal annars innifalinn þriggja rétta kvöldverður á VOX Bistro, morgunverður inn á her- bergið og freyðivín og súkkulaði við komu á hótelið. Auk þess er frír aðgangur í Nordica Spa. CenterHotel Arnarhvoli er á rómantísku nótunum allan ársins hring og hægt er að panta þar sér- stakan rómantískan pakka. Tekið er á móti gestum með rós og handunnu súkkulaði og boðið er upp á aðgang að heilsu- lindinni; tyrknesu baði, potti og gufu. Um kvöldið fá gestir þriggja rétta óvæntan kvöldverð. Á Hótel Borg og Hótel Sögu er líka hægt að fá rómantíska gistipakka með mat en Borgin býður meðal annars upp á freyði- vín við komu, ávaxtakörfu á her- bergið og máltíð á veitingastaðnum Silfri. Hótel Saga er þá með þemað „Rómantísk saga“ en í pakkanum er þriggja rétta máltíð á Grillinu innifalin, morgunverður á her- bergi og rómantísk gjöf. juliam@frettabladid.is Hótelrómantík í bænum Mörg hótel hér í bæ bjóða upp á rómantískan gistipakka þessa helgi í tilefni Valentínusardagsins á sunnudag. Rauð rós, lifandi tónlist og aðgangur að heilsulindum fylgja sumum pökkunum. Súkku- laði og freyðvín bíður gesta við komu á Hilton Reykjavík Nordica þessa helgi. Hótel Saga er allan ársins hring með tilboðið „Róm- antísk saga“ . Hótel Borg er eitt þeirra hótela sem býður upp á rómant- ískt þema. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VALENTÍNUSARDAGURINN er á sunnudag- inn. Þó ekki sé hefð fyrir því á Íslandi að halda mikið upp á þann dag er ekki úr vegi að pör geri sér glaðan dag, eldi góðan mat og skáli fyrir lífinu. Valentínusardaginn má nýta til að skerpa á rómantíkinni þótt best af öllu sé að reyna að viðhalda henni allt árið. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig megi vekja sofandi sjarmör eða draumadís til lífs á ný: 1. Segið ástin mín eða elskan mín eins oft og þið komið því við og hætt- ið að kalla hvort annað mömmu eða pabba. Notið skírnarnöfn. 2. Segið frá því hvað þið elskið í fari hins. Talið um hvað það var sem heill- aði ykkur í tilhugalífinu en síður um hversu duglegur elskhuginn sé að fara út með ruslið eða að kaupa inn. 3. Staldrið við í amstri dagsins og horfist í augu. 4. Gefið ykkur tíma til að gera hluti fyrir hvort annað. Leggið lykkju á leið ykkar til að kaupa eitthvað sem mak- ann langar í eða finnst sérstaklega gott og komið honum á óvart. 5. Kaupið táknrænar gjafir sem merkja eitthvað fyrir ykkur bæði. 6. Farið á stefnumót og leggið alveg jafn mikið upp úr útlitinu og þið voruð vön að gera í tilhugalífinu. - ve Skerpt á ástinni RÓMANTÍK GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA. Lengi er hægt að ylja sér við góðar minningar. KRINGLAN – SMÁRALIND Valentínusartilboð á dömu og herra nærfatnaði S. 533 2009 S. 544 2006 20% afsláttur frá föstudegi–sunnudags

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.