Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 VERÐLAUN Rauði kross Íslands valdi Magneu Tómasdóttur sem Skyndihjálparmann ársins 2009, fyrir snarræði á neyðarstundu. Magnea tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingar- stöðinni í gær á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar á 112-daginn. Magnea bjargaði lífi föður síns, Tómasar Grétars Ólasonar, þegar hann fór í hjartastopp í sumar- húsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Magnea var þar ein ásamt honum, 18 mánaða gömlum syni sínum og 8 ára systurdótt- ur. Tómas var að hvíla sig eftir kvöldmatinn í stofunni þegar hann missti meðvitund. Magnea hringdi umsvifalaust í Neyðarlínuna og byrjaði strax hjartahnoð og blást- ur með símann á öxlinni og hélt því áfram allt þar til aðstoð barst frá Keflavík um sextán mínútum síðar. Sjúkraflutningamennirnir gáfu Tómasi tvö rafstuð og hjart- að fór að slá aftur. Þetta er í níunda sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sérstök dómnefnd er kölluð til að skera úr um hver hlýtur viðurkenninguna en hana skipa fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnafélag- inu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala - háskólasjúkrahúsi, lögreglunni, og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. - bs Skyndihjálparmaður ársins valinn í níunda skipti: Bjargaði lífi föður síns með hjartahnoði HÉLT LÍFI Í FÖÐUR SÍNUM Magnea sýndi snarræði þegar faðir hennar fékk hjartaáfall í sumarbústað. Hér er hún með Tómasti föður sínum og Ernu Lilju, systurdóttur sinni, sem var viðstödd þegar atvikið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM BRUSSEL, AP Evrópuþingið hafnaði með 378 atkvæðum gegn 196 samkomulagi við Bandaríkin, sem hefði veitt bandarískum stjórnvöldum heimild til þess að fá upplýs- ingar um færslur á reikning- um í evrópskum bönkum. Tilgangur samkomulagsins átti að vera sá, að Bandaríkin ættu auðveldara með að rann- saka starfsemi hryðjuverka- manna. Jerzy Buzek, forseti Evr- ópuþingsins í Strassborg, segir þingið vilja betri tryggingar fyrir því að ekki verði brot- ið á réttindum borgaranna. Mannréttindi hafi of oft þurft að lúta í lægra haldi í nafni öryggismála. - gb Þing Evrópusambandsins: Felldi bankasamning við Bandaríkin EVRÓPUÞINGIÐ Í STRASSBORG Neitar Bandaríkjamönnum um bankaupplýsingar. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Lögreglustjór- inn á Snæfellsnesi hefur ákært tvo menn og eina konu fyrir ólögmæta sauðfjárslátrun. Fólkinu er gefið að sök að hafa í samein- ingu slátrað nítján lömbum í sendibíl og gámi aftan við hús í Stykkishólmi. Slátrun- in fór fram í september á síðasta ári. Þrettán af lömbunum nítján voru í eigu annars mannsins en sex í eigu konunnar. Samkvæmt gildandi löggjöf má eigandi lög- býlis slátra eigin búfé á lögbýlinu til eigin neyslu. Sala og dreif- ing á matvælum sem unnin eru á heimili eða í tengslum við heimili er bönnuð. - jss Þrennt ákært fyrir ólögmæta sauðfjárslátrun: Slátruðu nítján lömbum í sendibíl SLÁTRUN Fólkið er ákært fyrir ólögmæta sauðfjár- slátrun. Mynd úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.