Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 2
2 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Skötuselur (Roðlaus/beinlaus/sjófrystur) Verð áður 3.990,- Tilboð í dag og á morgun laugardag. 2.890 kr.kg.- Skelfl ettur Humar 5.900 kr.kg Lausfrystur Humar 2.000 kr.kg Bryndís, takið þið öllum áhugasömum opnum örmum? „Já, í orðsins fyllstu merkingu.“ Mosfellingar ætla að setja heimsmet í hópknúsi í tilefni Valentínusardags á sunnudag. Bryndís Haraldsdóttir er í undirbúningsnefnd kærleiksvikunnar í Mosfellsbæ. LÖGREGLUMÁL „Þetta var að frumkvæði skólans,“ sagði Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans í Reykjavík, spurður um ástæðu viðamikillar fíkni- efnaleitar í skólanum í gærdag. Þar var á ferðinni hópur lögreglumanna, svo og tollverðir með þrjá fíkniefnaleitarhunda. Engin fíkniefni fundust að sögn Baldurs. Á tólfta hundrað nemendur voru lok- aðir inni í skólanum í 45 mínútur meðan á leitinni stóð. Spurður hvort beðið hefði verið um fíkniefnaleit- ina vegna rökstudds gruns um fíkniefni í skólanum sagði Baldur svo alls ekki hafa verið. „Fyrst og fremst erum við að horfa á það að þetta hafi ákveðið forvarnargildi,“ sagði hann. „Í okkar forvarnarstefnu segjum við að ekki sé heimilt að neyta fíkniefna. Þau séu bönnuð í skólanum, á lóð skólans og svo framvegis. Þarna erum við svolítið að fylgja fordæmi annarra skóla. Fjöldi skóla hefur verið að gera þetta og við erum í raun og veru að fara þá leið líka. Við höfum ekki gert þetta áður og það var enginn sérstakur grunur til staðar.“ Spurður hvort ekki sé íþyngjandi fyrir nemendur að fá slíka leit yfir sig að ástæðulausu, sagði Baldur örugglega hægt að segja að það sé íþyngjandi að ein- hverju leyti. „Þetta eru inngrip að vissu leyti, en þetta er for- vörn og niðurstaðan var mjög ánægjuleg.“ - jss Lögreglumenn og tollverðir með þrjá fíkniefnaleitarhunda: Skólayfirvöld báðu um fíkniefnaleit TÆKNISKÓLINN Um tvö þúsund nemendur eru í Tækniskólan- um. Myndin var tekin þar í gær þegar leit stóð yfir. FRETTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn þremur börnum sínum. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þeim skaðabætur. Hæstiréttur segir mál þetta fordæmalaust. Maðurinn braut ítrekað gegn börnunum sem voru í heimili með honum frá sumri 2005 til febrú- armánaðar 2008. Upp komst um athæfi hans þegar tilkynnt var til Neyðarlínunnar um ofbeldi hans gagnvart þeim. Hann var sakfelld- ur fyrir að hafa misþyrmt syni sínum, fæddum 1993, með högg- um og spörkum. Þá þvingaði hann soninn til þess að stela áfengi úr tjaldi og hótaði honum lífláti ef hann ekki hlýddi. Í annað sinn kastaði maðurinn hnífi að drengn- um. Hnífurinn hafnaði í læri hans svo sár hlaust af. Aðra dóttur sína, fædda 1995, handjárnaði hann og taldi dóm- urinn sannað að hann hefði sleg- ið hana í nokkur skipti í andlitið. Börnin lýstu því raunar öll hvernig faðir þeirra hefði slegið þau, klipið og sparkað í þau. Hinni dóttur sinni, fæddri 1999, hrinti hann fullklæddri ofan í bað- kar fullt af vatni og læsti hana úti á náttfötunum. Sannað þótti að maðurinn hefði áreitt börn sín andlega með margvíslegum hætti öðrum. Lagt var fyrir Hæstarétt bréf til réttargæslumanns barnanna frá verkefnastjóra barnaverndar fjöl- skyldunefndar 7. janúar 2010. Þar kemur fram að uppeldisaðstæð- ur barnanna, áður en til vistun- ar á fósturheimili hafi komið, hafi haft alvarlegar afleiðingar á and- lega líðan þeirra. Til að vinna úr þeim miklu áföllum sem þau hafi orðið fyrir hafi þau þurft á mark- vissri aðstoð sérfræðinga Barna- og unglingageðdeildar Landspít- alans að halda, auk þess sem þau hafi notið þjónustu sérfræðinga Barnahúss. Lýsandi fyrir alvar- leika málsins sé að þau hafi „til þessa alfarið hafnað að hitta föður sinn, jafnvel undir eftirliti fóst- urforeldra og/eða barnaverndar- starfsmanna.“ Börnin hafi öll lýst yfir ánægju með dvöl sína hjá fóst- urforeldrum sínum, sem séu föð- urfaðir þeirra og eiginkona hans. Hæstiréttur þyngdi dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir mann- inum um tvo mánuði og staðfesti að hann skyldi greiða syni sínum 1,2 milljónir króna og hvorri dótt- ur 600 þúsund krónur í skaðabæt- ur. jss@frettabladid.is Barði dætur sínar og særði son með hnífi Karlmaður var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir hrotta- legar andlegar og líkamlegar misþyrmingar á þremur börnum sínum. Hann kastaði hnífi í son sinn og handjárnaði dóttur sína, auk annars athæfis. HÆSTIRÉTTUR Segir málið sem um ræðir án fordæmis og að faðirinn sem mis- þyrmdi börnum sínum þremur, eigi sér engar málsbætur. 1. Sló son sinn og sparkaði í hann í nokkur skipti. Tók piltinn kverkataki. 2. Neyddi son sinn til að stela áfengi úr nærliggjandi tjaldi með því að hóta honum lífláti að öðrum kosti. 3. Kastaði hnífi að syni sínum, Hnífurinn stakkst ofarlega í innanvert læri hans. 4. Handjárnaði dóttur sína og sló hana í nokkur skipti í andlit. 5. Sló aðra dóttur sína oft í andlit. Hrinti henni fullklæddri í baðkar, fullt af köldu vatni. 6. Lokaði sömu dóttur úti á náttfötum einum fata í köldu veðri að vetri til. 7. Drap heimilisköttinn að tveimur barnanna ásjáandi og lét annnað þeirra henda honum í ruslatunnuna, þar sem þriðja barnið fann hann. 8. Vakti börnin að nóttu til þegar hann var drukkinn og lét þau vinna ýmis húsverk. BROT FÖÐURINS FJÖLMIÐLAR „Þetta verður von- andi komið í lag í þessari viku eða í síðasta lagi í næstu viku,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson, vefstjóri hjá ruv.is, um erfiðleika sem hafa verið fyrir notendur að tengjast vefnum. Að sögn Karls Jóhanns stafar vandinn af því að verið er að skipta um vefumsjónarkerfi fyrir ruv.is. Sú yfirfærsla hafi staðið yfir frá því í síðustu viku. Hann segir það helst vera not- endur hjá Tali og Hive en einnig hjá Vodafone sem orðið hafi fyrir óþægindum og ekki getað tengst aðalsíðu ruv.is. „En ég bendi á að það er hægt að sjá allar upptökur vandalaust á dagskra.ruv.is,“ segir vefstjórinn. - gar Hnökrar hjá fréttavef RÚV: Kerfisbreyting veldur truflun RUV.IS Vefstjóri vonar að tæknivandi verði fljótt úr sögunni. DÓMSMÁL Lögreglumaður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af broti í opinberu starfi og líkamsárás. Honum var gefið að sök að hafa, sem stjórnandi lögregluað- gerðar, fyrirskipað öðrum lög- reglumanni að aka með mann frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem maðurinn var skilinn eftir. Á leiðinni út á Granda átti hinn ákærði að hafa þrýst hné sínu á háls mannsins þar sem hann lá handjárnaður í tökum lögreglu á maganum á gólfi lögreglubifreiðar. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Lögreglumaður var sýknaður VERÐLAUN Matvöruverslunin Fjarðarkaup í Hafnarfirði er fyrirtæki ársins 2010 og Magn- ús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, viðskipta- fræðingur síðasta árs, samkvæmt vali Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH). Sá sem valinn er viðskipta- eða hagfræðingur ársins hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangri í starfi sínu á liðnu ári. Magnús tók við starfinu á vordög- um 2008. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn FVH í gær. - jab Þekkingarverðlaun FVH: Fjarðarkaup er fyrirtæki ársins Einkavörðum vísað úr landi Nokkur hundruð fyrrverandi og núverandi öryggisvörðum á vegum verktakafyrirtækisins Blackwater hefur verið vísað úr landi í Írak. Þarlend stjórnvöld tóku þessa ákvörðun eftir að sakamáli gegn fimm þeirra var vísað frá dómi í Bandaríkjunum. ÍRAK VIÐSKIPTI Vestia, eignarhaldsfé- lag Landsbankans, hefur formlega tekið yfir eignarhald á IG, móður- félagi Icelandic Group. Eins og fram kom í samtali Fréttablaðsins við Ásmund Stef- ánsson, bankastjóra Nýja Lands- bankans, (NBI) seint í janúar stefndi í verulegan vanda félags- ins eftir bankahrunið í hitti- fyrra og veitti bankinn félaginu fjárhagslegan stuðning. Síðan þá hefur reksturinn snúist til betri vegar og skilað hagnaði. Steinþór Baldursson, fram- kvæmdastjóri Vestia, segir ekki verða gerðar breytingar á stjórn eða rekstri Icelandic Group. - jab Vestia tekur Icelandic Group: Reksturinn skil- ar loks hagnaði NEYTENDUR Rúmlega tuttugu pró- senta munur var á verði matvöru- karfa þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsversl- ununum á þriðjudag. Karfan var ódýrust í Bónus. Þar kostaði hún kr. 14.736 en dýrust var hún í Kosti þar sem hún kost- aði 17.920 krónur. Verðmunurinn nemur 3.184 krónum, eða 22 pró- sentum. Aðeins 111 króna munur var á verði körfunnar í Krónunni og Nettó. Karfan kostaði 15.959 í Krónunni en 16.070 í Nettó. Mestur var verðmunurinn á nautahakki. Það var dýrast í Kosti, kostaði 1.659 krónur, en ódýrast í Krónunni þar sem kílóið kostaði 799 krónur. Munurinn nemur 108 prósentum. Þá voru ferskar kjúklingabring- ur dýrastar í Nettó en ódýrastar í Bónus. Kíló af kjúklingabring- um kostaði 2.941 krónu í Nettó en 1.598 krónur í Bónus. Munurinn var 84 prósent. Talsverður verðmunur var sömuleiðis á spagettíi, grænmeti, ávöxtum og fleiri vörum. Minnst- ur var verðmunurinn hins vegar á viðbiti, mjólkurvörum og sykruð- um drykkjarvörum. Tekið er fram á vefsíðu ASÍ að um beinan verðsamanburð sé að ræða, ekki sé lagt mat á gæði og þjónustu. Matarkarfan er ódýrust í Bónus en dýrust í Kosti, samkvæmt verðkönnun ASÍ: Liðlega tvöfaldur verðmunur á hakki Jón Gerald Sullenberger, stofnandi Kosts, segir í tilkynningu, sem hann sendi í gær, verðkönnunina senda skýr skilaboð til Samkeppniseftirlits- ins. Jón Gerald segir innlenda birgja þjakaða af margra ára fákeppni á matvörumarkaði. Það sjáist af því að Kostur sé fyllilega samkeppnis- fær með þær vörur sem verslunin flytur sjálf inn, en ekki aðrar. Þá gerir hann athugasemdir við for- sendur könnunarinnar og segir að í könnuninni séu borin saman verð á lambalæri frá haustslátrun 2008 við lambalæri af nýslátruðu 2009. Þá sé kjúklingur sem aðrar verslanir selji undir eigin merkjum ekki sambæri- legur að gæðum og kjúklingar frá Móum, sem Kostur selji. SKILABOÐ TIL SAMKEPPNISEFTIRLITSINS TÍNT Í KÖRFUNA Talsverður verðmunur er á milli lángvöruverðsverslana, eða 22 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.