Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 3
Rauðar rósir þýða ást, fegurð, virðing og hugrekki. Bleikar rósir þýða
hamingja, þokki og blíða. Dökkbleikar rósir þýða þakklæti. Ljós-
bleikar rósir þýða aðdáun eða samúð. Gular rósir þýða vinátta,
gleði, afbrýðisemi, tilhlökkun. Hvítar rósir þýða sakleysi og hrein-
leiki. Stök rós þýðir einfaldleiki eða ástartákn. Marglita rósavöndur
segir „þú ert mér allt“. Rós án þyrna þýðir svo ást við fyrstu sýn.
heimild:www.byflugan.is
www.adamogeva.is
Kleppsvegur 150 - Sími 517-1773
Hverfisgata 82/Vitast. - Sími 511-6966
Selfoss : Austurvegur 3 - Sími 517-1133
Akureyri : Sunnuhlíð 12 - Sími 461-3031
HÓTEL HVOLSVÖLLUR OG BRUEN “TRAVEL IN LIFE”
H l í ð a r v e g u r 7 | 8 6 0 H v o l s v ö l l u r | s : 4 8 7 8 0 5 0 f a x : 4 8 7 8 0 5 8 | h o t e l h v o l s v o l l u r @ s i m n e t . i s | w w w. h o t e l h v o l s v o l l u r. i s
B.T.M.
Breytingar, Tækifæri og Markmið
fyrir einhleypa!
Námskeið og löng helgi fyrir ein-
hleypa menn og konur á Hótel
Hvolsvelli dagana 26.-28. febrúar
2010.
Tilvalið tækifæri fyrir þig sem vilt skoða
stöðu þína í lífinu, kynnast nýju fólki og ert
tilbúin/n að upplifa nýjar hliðar lífsins, og
upplifa öðruvísi og spennandi helgi.
Námskeið í NLP- samskiptatækni og
markþjálfun í eigin lífi, ásamt nýju
markmiðsplani fyrir framtíðina með heim...
Verð: 42.000 kr. á mann.
Innifalið: Gisting, fullt fæði, ball, óvæntar
uppákomur, námskeið og námskeiðsgögn.
Fræðslan verður sniðin fyrir einhleypa og
er ætlunin m.a. að skoða hvernig óvæntar
breytingar geta haft áhrif á líf okkar og
hvernig við og umhverfið bregðumst við.
Námsefnið byggir á grundvallarkenningum
NLP-samskiptafræðinnar og coaching og
kennir okkur hvernig hægt er á einfald-
an hátt að setja sér raunhæf markmið
og breyta lífsstefnunni í þá átt sem við
óskum. Við munum skoða og vinna með:
“verðgildi, lífshjólið og markplan”.
Einnig verður í vín-smökkun og kennsla
“mannasiðum” með meiru...
Leiðbeinandi verður Hrefna Birgitta Bjarna-
dóttir, NLP- kennari, coach/markþjálfi og
meðhöndlari. Hún hefur yfir 25 ára reynslu
í sínu fagi og hefur haldið fjölda fyrirlestra
og námskeiða fyrir einstaklinga og fyrirtæki
á Íslandi og í Noregi. Síðastliðið ár hefur
hún verið ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun
og haft umsjón með BTM/ námskeiðum og
vinnuklúbbi.
„Það er ekki hvað þú upplifir, heldur
hvernig þú upplifir það.”
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, NLP-kennari /
coach.
ATH: Hægt er að sækja um styrk fyrir
námskeiðið hjá Stéttarfélagi þínu.
Laugardaginn
13. febrúar
Þú býður makanum og við bjóðum þér
Glæsileg og rómantísk helgi
Gisting, 3 rétta kvöldverður,
Dinnertónlist, dans og morgunverður.
Kr. 14.700.- fyrir ykkur bæði.
Höldum hátíðlega
uppá Valentínus
ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
Hótel Holt á afmæli í dag en það
var opnað 12. febrúar árið 1965. Í
tilefni tímamótanna gefst sælker-
um tækifæri til að bragða á vin-
sælustu réttum Hótels Holts frá
upphafi.
„Við settum saman matseðil með
þeim réttum sem hafa notið mestr-
ar virðingar og vinsælda gegnum
árin bæði af matreiðslumönnunum
og gestum,“ útskýrir Eiríkur Ingi
Friðgeirsson hótelstjóri en á mat-
seðlinum er meðal annars að finna
graflax með hunangs- og sinnep-
sósu sem hefur verið söluhæsti
forrétturinn frá upphafi.
„Ristaður humar í skel hefur líka
verið nánast frá opnun hjá okkur.
Lambahryggurinn kemur seinna
inn en hann var til dæmis vinsæl-
asti rétturinn í kringum árið 1986.
Þótt við séum að breyta seðlinum
alltaf öðru hvoru eru þarna réttir
sem við hróflum ekki við. Það yrði
of mikill söknuður að þeim.“
Einungis tíu yfirkokkar hafa
stjórnað eldhúsinu á Hótel Holti
frá opnun þess. Eiríkur var sjálf-
ur einn þeirra áður en hann tók við
stjórn hótelsins en samtals hefur
hann unnið á Hótel Holti í 23 ár.
Nú hefur sonur hans, Friðgeir Ingi
Eiríksson, tekið við stjórninni í
eldhúsinu.
„Við feðgarnir rekum hótelið
með sömu áherslum og þeir feðg-
ar, Þorvaldur Guðmundsson, sem
byggði Hótel Holt, og Skúli Þor-
valdsson, sonur hans, en af honum
lærði ég allt um hótelstjórn. Hótel
Holt hefur í 45 ár verið flaggskip
bæði í hótel- og veitingarekstri
hér í borginni og við höldum uppi
þeim merkjum. Við notum innlent
hráefni í matreiðsluna en Friðgeir
lagði strax þá línu þegar hann tók
við árið 2007. Hann matreiðir svo
með sínu sniði en hann er einn
virkasti yfirkokkurinn í Reykjavík
í dag sem stundar franska matar-
gerð,“ segir Eiríkur.
Veitingasalur Hótels Holts er
opinn alla daga vikunnar milli
klukkan 12 og 14.30 og kukkan
18 til 22.30. Afmælismatseðill-
inn hljóðar upp á humarsúpu eða
graflax með hunangs-sinnepssósu,
ristaða humarhala í skel, lamba-
hrygg, steiktan í hvítlaukssafa
með sveppaturni og crépes suzette
eða vanuilluís með ferskum ávöxt-
um og súkkulaðisósu. Herlegheitin
kosta 5.900 krónur sunnudaga til
fimmtudaga og 7.500 krónur föstu-
daga og laugardaga.
heida@frettabladid.is
Réttirnir rifjaðir upp
Hótel Holt hefur starfað í 45 ár á þessu ári. Af því tilefni verður boðið upp á afmælismatseðil með vin-
sælustu réttum veitingastaðarins frá upphafi og andrúmsloft liðinna ára endurvakið.
Feðgarnir Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri og Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur endurvekja stemninguna frá árdögum Hótels
Holts. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA