Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 22
 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR4 „Í Rússlandi er mikil tónlistarhefð og þar er til dæmis skylda að læra á píanó,“ segir harmonikkuleikarinn Vadim Fyodorov sem flutti hingað til lands fyrir um áratug og hefur verið mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf. „Ég byrjaði að læra á harmonikku í Pétursborg sex ára en ég er fæddur árið 1969 í Pétursborg. Ég stundaði síðan framhaldsnám í Rússlandi og Þýska- landi.“ Vadim segir Íslendinga hrifna af harmonikunni. „Ég hef síðustu ár bæði verið að leika alþýðutónlist auk frönsku musett- og djasstónlistarinnar og eins argentískan tangó eftir Astor Piazzolla en landinn er líka mjög hrifinn af þeim dansi.“ Á safnanótt mun Tríó Vadims Fyodorov leika franska musett- og djasstón- list í hefðbundinni franskri hljómsveit en þá spila meðlimir á harmónikku, kontrabassa og gítar. Auk Vadims skipa hljómsveitina Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Tríó Vadims heldur tvenna tón- leika í kvöld í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 21, klukkan 20.30 og 22. - uhj Franskir tónar fluttir á Listasafni ASÍ Á SAFNANÓTT MUN TRÍÓ VADIMS FYODOROV LEIKA FRANSKA MUSETT- OG DJASSTÓNLIST Í HEFÐBUNDINNI FRANSKRI HLJÓMSVEIT Vadim mun flytja musett- og djasstónlist í Listasafni ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Safnanæturstrætó geng- ur á milli safna í kvöld og auðveldar gestum safna- nætur að heimsækja þau fjölmörgu söfn sem standa opin. Ferðirnar eru ókeypis og er boðið upp á fjórar mismunandi leiðir. Tveir strætisvagnar fara ólíka hringi í Reykja- vík, einn fer að Gljúfra- steini og einn í Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð. www.safnanott.is Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. Cesaria - glæsilegur push up BH í BCD skálum á kr. 6.885,- teg Cesaria - ekki minni glæsilegur fyrir stærri barminn í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- VAR AÐ SMELLA INN TIL OKKAR „Þegar ég byrjaði að æfa frjáls- ar íþróttir með Breiðabliki höfð- um við ekki merkilega aðstöðu til að æfa. Við nýttum göturnar en þeir sem voru áhugasamastir tóku strætó út á Melavöll,“ segir Þórður St. Guðmundsson heiðurs- bliki sem byrjaði að æfa með félag- inu árið 1962. Innanhússaðstaðan í Kópavogi var döpur framan af að sögn hans. „Við nýttum lítið íþróttahús við Kópavogsskóla til þrekæfinga yfir veturinn og svo fengum við að æfa í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi,“ segir hann. Þrátt fyrir lélega aðstöðu var þó mikill samhugur meðal félagsmanna. „Breiðablik var snemma mikill samnefnari í bænum og finnst mér það vera enn,“ segir Þórður sem sigraði tvisvar í 1500 metra hlaupi á landsmóti UMFÍ, fyrst 1965 og síðar 1968. Þórður segir miklar breytingar hafa orðið á æfingaaðstöðu í Kópa- vogi með tilkomu Kópavogshallar- innar um miðjan áttunda áratug- inn. „Síðan bættist við íþróttahúsið í Digranesi og svo var auðvitað stórkostleg framför að fá fjölnota- íþróttahúsin í Fífunni og Kórnum sem gera það að verkum að hægt er að æfa allan ársins hring,“ segir hann. Þórður hefur verið viðloðandi félagið alla tíð, setið í stjórnum og ráðum. „Það hefur aldrei rofn- að strengurinn,“ segir hann glað- lega enda mun hann ekki láta sig vanta á afmælisfagnað félagsins um helgina. Hátíðin verður sett í Smára- lind í dag klukkan 18 en þá verður opnuð sögusýning þar sem kynnt- ir verða helstu afreksmenn félags- ins og sýndir verðlaunagripir og myndir. Ungum iðkendum Breiða- bliks verður gert hátt undir höfði. Í kvöld verða haldnir unglinga- dansleikir í Smáranum þar sem unga fólkinu er boðið á diskótek og skemmtun. Á morgun verður hátíð fyrir alla fjölskylduna í Smáralind. Formleg dagskrá hefst klukkan 12.30 en þá mætir íþróttaálfurinn og skemmtir unga fólkinu. Ingó Veðurguð stígur á svið og síðan munu allar deildir sem starfa innan Breiðabliks, allt frá frjálsíþróttadeild til karate- deildar, kynna starf sitt. Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða í boði, til að mynda verður reynt við nýtt Íslandsmet í kraftlyftingum. Annað kvöld verður síðan haldin mikil afmælishátíð í Smáranum. Afmælisfögnuðurinn heldur áfram fram eftir ári og ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar í tengslum við íþróttaviðburði á vegum Breiðabliks í sumar. Þá stendur til að halda mikla íþrótta- hátíð við Smárann með þátttöku allra deilda félagsins. solveig@frettabladid.is Breiðablik var snemma samnefnari í bænum Íþróttafélagið Breiðablik er sextíu ára í dag og heldur upp á afmælið með ýmsu móti um helgina. Þórður Guðmundsson hefur verið viðloðandi félagið hátt í fimmtíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. Þórður Guðmundsson er heiðursbliki og byrjaði að æfa frjálsíþróttir með Breiðablik árið 1962. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þrjú vel þekkt verk verða flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld. Þetta eru Carmina Burana, Boléro og Dansar Polovetsíu. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í kvöld í Háskólabíói hið klassíska og sívinsæla verk Carmina Bur- ana eftir Carl Orff. Fá verk frá tuttugustu öld hafa notið jafn mikilla vinsælda og Carmina Burana. Nafnið kemur úr handriti sem hefur að geyma trúar-, ástar- og drykkjusöngva frá 12. og 13. öld. Orff samdi verk- ið árið 1936 og það hefur haldið nafni hans á lofti æ síðan. Í upphafskaflanum, O Fortuna, er sungið um gæfuhjólið sem snýst í sífellu og breytir stöðu manna á örskotsstundu. Tónlistin er vel þekkt, jafnvel meðal þeirra sem lítið leggja upp úr klassískri tónlist, enda hefur hún hljóm- að í kvikmyndum, auglýsingum og tölvuleikjum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verða á dagskrá verk- in Bolero eftir Maurice Ravel og Dansar frá Polovetsíu eftir Alex- ander Borodin. Dansar Borodins eru dæmi um verk sem allir þekkja þótt þeir geti ekki nefnt verkið eða höfund- inn. Bolero eftir Ravel er einnig sívinsælt hljómsveitarverk sem er dæmi um hvernig hægt er að nota öll hljóðfæri hljómsveitar- innar á sérlega hugvitssamleg- an hátt. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Stjórnandi sinfóníunnar í kvöld er Rumon Gamba. Ein- söngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir, Mark Tucker og Jón Svav- ar Jósefsson. Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes syngur. Sinfónían flytur Carminu Rumon Gamba stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum í kvöld. Þeir hefj- ast klukkan 19.30 í Háskólabíói. HEIMAMARKAÐUR verður að venju í Pakk- húsinu á Höfn í Hornafirði á morgun frá klukk- an 13 til 16. Þar eru til sölu matvörur úr Ríki Vatnajökuls. www.visitvatnajokull.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.