Fréttablaðið - 12.02.2010, Side 22

Fréttablaðið - 12.02.2010, Side 22
 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR4 „Í Rússlandi er mikil tónlistarhefð og þar er til dæmis skylda að læra á píanó,“ segir harmonikkuleikarinn Vadim Fyodorov sem flutti hingað til lands fyrir um áratug og hefur verið mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf. „Ég byrjaði að læra á harmonikku í Pétursborg sex ára en ég er fæddur árið 1969 í Pétursborg. Ég stundaði síðan framhaldsnám í Rússlandi og Þýska- landi.“ Vadim segir Íslendinga hrifna af harmonikunni. „Ég hef síðustu ár bæði verið að leika alþýðutónlist auk frönsku musett- og djasstónlistarinnar og eins argentískan tangó eftir Astor Piazzolla en landinn er líka mjög hrifinn af þeim dansi.“ Á safnanótt mun Tríó Vadims Fyodorov leika franska musett- og djasstón- list í hefðbundinni franskri hljómsveit en þá spila meðlimir á harmónikku, kontrabassa og gítar. Auk Vadims skipa hljómsveitina Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Tríó Vadims heldur tvenna tón- leika í kvöld í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 21, klukkan 20.30 og 22. - uhj Franskir tónar fluttir á Listasafni ASÍ Á SAFNANÓTT MUN TRÍÓ VADIMS FYODOROV LEIKA FRANSKA MUSETT- OG DJASSTÓNLIST Í HEFÐBUNDINNI FRANSKRI HLJÓMSVEIT Vadim mun flytja musett- og djasstónlist í Listasafni ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Safnanæturstrætó geng- ur á milli safna í kvöld og auðveldar gestum safna- nætur að heimsækja þau fjölmörgu söfn sem standa opin. Ferðirnar eru ókeypis og er boðið upp á fjórar mismunandi leiðir. Tveir strætisvagnar fara ólíka hringi í Reykja- vík, einn fer að Gljúfra- steini og einn í Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð. www.safnanott.is Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. Cesaria - glæsilegur push up BH í BCD skálum á kr. 6.885,- teg Cesaria - ekki minni glæsilegur fyrir stærri barminn í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- VAR AÐ SMELLA INN TIL OKKAR „Þegar ég byrjaði að æfa frjáls- ar íþróttir með Breiðabliki höfð- um við ekki merkilega aðstöðu til að æfa. Við nýttum göturnar en þeir sem voru áhugasamastir tóku strætó út á Melavöll,“ segir Þórður St. Guðmundsson heiðurs- bliki sem byrjaði að æfa með félag- inu árið 1962. Innanhússaðstaðan í Kópavogi var döpur framan af að sögn hans. „Við nýttum lítið íþróttahús við Kópavogsskóla til þrekæfinga yfir veturinn og svo fengum við að æfa í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi,“ segir hann. Þrátt fyrir lélega aðstöðu var þó mikill samhugur meðal félagsmanna. „Breiðablik var snemma mikill samnefnari í bænum og finnst mér það vera enn,“ segir Þórður sem sigraði tvisvar í 1500 metra hlaupi á landsmóti UMFÍ, fyrst 1965 og síðar 1968. Þórður segir miklar breytingar hafa orðið á æfingaaðstöðu í Kópa- vogi með tilkomu Kópavogshallar- innar um miðjan áttunda áratug- inn. „Síðan bættist við íþróttahúsið í Digranesi og svo var auðvitað stórkostleg framför að fá fjölnota- íþróttahúsin í Fífunni og Kórnum sem gera það að verkum að hægt er að æfa allan ársins hring,“ segir hann. Þórður hefur verið viðloðandi félagið alla tíð, setið í stjórnum og ráðum. „Það hefur aldrei rofn- að strengurinn,“ segir hann glað- lega enda mun hann ekki láta sig vanta á afmælisfagnað félagsins um helgina. Hátíðin verður sett í Smára- lind í dag klukkan 18 en þá verður opnuð sögusýning þar sem kynnt- ir verða helstu afreksmenn félags- ins og sýndir verðlaunagripir og myndir. Ungum iðkendum Breiða- bliks verður gert hátt undir höfði. Í kvöld verða haldnir unglinga- dansleikir í Smáranum þar sem unga fólkinu er boðið á diskótek og skemmtun. Á morgun verður hátíð fyrir alla fjölskylduna í Smáralind. Formleg dagskrá hefst klukkan 12.30 en þá mætir íþróttaálfurinn og skemmtir unga fólkinu. Ingó Veðurguð stígur á svið og síðan munu allar deildir sem starfa innan Breiðabliks, allt frá frjálsíþróttadeild til karate- deildar, kynna starf sitt. Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða í boði, til að mynda verður reynt við nýtt Íslandsmet í kraftlyftingum. Annað kvöld verður síðan haldin mikil afmælishátíð í Smáranum. Afmælisfögnuðurinn heldur áfram fram eftir ári og ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar í tengslum við íþróttaviðburði á vegum Breiðabliks í sumar. Þá stendur til að halda mikla íþrótta- hátíð við Smárann með þátttöku allra deilda félagsins. solveig@frettabladid.is Breiðablik var snemma samnefnari í bænum Íþróttafélagið Breiðablik er sextíu ára í dag og heldur upp á afmælið með ýmsu móti um helgina. Þórður Guðmundsson hefur verið viðloðandi félagið hátt í fimmtíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. Þórður Guðmundsson er heiðursbliki og byrjaði að æfa frjálsíþróttir með Breiðablik árið 1962. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þrjú vel þekkt verk verða flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld. Þetta eru Carmina Burana, Boléro og Dansar Polovetsíu. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í kvöld í Háskólabíói hið klassíska og sívinsæla verk Carmina Bur- ana eftir Carl Orff. Fá verk frá tuttugustu öld hafa notið jafn mikilla vinsælda og Carmina Burana. Nafnið kemur úr handriti sem hefur að geyma trúar-, ástar- og drykkjusöngva frá 12. og 13. öld. Orff samdi verk- ið árið 1936 og það hefur haldið nafni hans á lofti æ síðan. Í upphafskaflanum, O Fortuna, er sungið um gæfuhjólið sem snýst í sífellu og breytir stöðu manna á örskotsstundu. Tónlistin er vel þekkt, jafnvel meðal þeirra sem lítið leggja upp úr klassískri tónlist, enda hefur hún hljóm- að í kvikmyndum, auglýsingum og tölvuleikjum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verða á dagskrá verk- in Bolero eftir Maurice Ravel og Dansar frá Polovetsíu eftir Alex- ander Borodin. Dansar Borodins eru dæmi um verk sem allir þekkja þótt þeir geti ekki nefnt verkið eða höfund- inn. Bolero eftir Ravel er einnig sívinsælt hljómsveitarverk sem er dæmi um hvernig hægt er að nota öll hljóðfæri hljómsveitar- innar á sérlega hugvitssamleg- an hátt. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Stjórnandi sinfóníunnar í kvöld er Rumon Gamba. Ein- söngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir, Mark Tucker og Jón Svav- ar Jósefsson. Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes syngur. Sinfónían flytur Carminu Rumon Gamba stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum í kvöld. Þeir hefj- ast klukkan 19.30 í Háskólabíói. HEIMAMARKAÐUR verður að venju í Pakk- húsinu á Höfn í Hornafirði á morgun frá klukk- an 13 til 16. Þar eru til sölu matvörur úr Ríki Vatnajökuls. www.visitvatnajokull.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.