Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 54
34 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
„Ég er náttúrulega í sjokki. Þetta
er ofboðslega sorglegt og rosaleg-
ur missir fyrir tískuheiminn. Það
er alltaf sorglegt þegar snillingar
falla frá og maðurinn var snilling-
ur,“ segir tískuhönnuðurinn Sæunn
Huld Þórðardóttir um sviplegt frá-
fall hins fræga hönnuðar Alexand-
er McQueen í gær.
Talið er að hinn fertugi
McQueen, sem var fjórum sinnum
valinn hönnuður ársins í Bretlandi,
hafi framið sjálfsvíg á heimili sínu
í London, þar sem hann fannst lát-
inn. Rétt rúm vika er liðin síðan
móðir hans lést og átti hann erfitt
með að sætta sig við dauða hennar.
Að auki eru þrjú ár liðin síðan vin-
kona hans Isabella Blow, sem kom
honum á framfæri í tískuheimin-
um, framdi sjálfsvíg.
Sæunn var lærlingur hjá
McQueen árin 1999 og 2000 í Lond-
on og ber honum söguna vel. „Þetta
er reynsla sem ég bý að og ég
lærði mjög mikið. Hann var mjög
skemmtilegur. Hann var snilling-
ur og maður sá það þegar maður
var að vinna með honum. Maður
gat verið orðlaus þegar maður
horfði á hann vinna,“ segir hún.
Tveir aðrir tískuhönnuðir á Íslandi
störfuðu fyrir McQueen: Andrea
Fanney Jónsdóttir og Ástralinn
Sruli Recht. Sruli segir það alltaf
mikinn missi þegar hæfileikarík
manneskja falli frá, sérstaklega
svona ung að aldri. „Lee var frum-
kvöðull og sannkallaður konung-
ur og ég er afar sorgmæddur yfir
dauða hans. Ég vil senda samúðar-
kveðjur mínar til fjölskyldu hans
og samstarfsmanna.“
McQueen var einn af frægustu
tískuhönnuðum heims og hann-
aði hann meðal annars kjóla fyrir
stjörnur á borð við Rihönnu, Lady
Gaga og Björk Guðmundsdótt-
ur. Kjólinn, sem Björk klæddist
á umslagi plötunnar Homogenic,
hannaði McQueen, auk þess sem
hann hannaði hinn fræga bjöllukjól
sem Björk notaði í myndbandinu
við lagið Who Is It og kjólana sem
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. veiði, 6. hróp, 8. hlaup, 9. prjóna-
varningur, 11. óhreinindi, 12. gnótt,
14. rusl, 16. ullarflóki, 17. skáhalli, 18.
fiskur, 20. til, 21. kona.
LÓÐRÉTT
1. fita, 3. skóli, 4. lögn, 5. angan, 7.
dingull, 10. haf, 13. gifti, 15. lands,
16. rangl, 19. fíngerð líkamshár.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. afli, 6. óp, 8. gel, 9. les,
11. im, 12. gnægð, 14. drasl, 16. rú,
17. flá, 18. áll, 20. að, 21. flóð.
LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. fg, 4. leiðsla, 5.
ilm, 7. pendúll, 10. sær, 13. gaf, 15.
láðs, 16. ráf, 19. ló.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Lee C. Buchheit.
2 Füchse Berlin.
3 Stefán Pálsson.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Maður reynir alveg að fylgjast
með og grefur stundum eitthvað
upp. Ég hef svolítið verið að
hlusta á The XX og svo rakst ég
á þýskt djasskennt band sem
heitir Bohren & der Club of
Gore. Svo er maður alltaf í Cave-
inum og Tom Waits en þeir eru
ekki góðir við vinnuna. Þeir tala
of mikið.“
Einar Magnús Einarsson veðurfræðingur.
„Þetta voru engar ruglumsóknir.
Við fengum góð viðbrögð frá alvöru-
fólki,“ segir sjónvarpsmaðurinn og
verðandi veitingamaðurinn Sigmar
Vilhjálmsson.
Félagarnir Sigmar og Jóhannes
Ásbjörnsson, Simmi og Jói, stefna
á að opna Hamborgarafabrikkuna í
mars og auglýstu nýlega eftir starfs-
fólki. Sigmar segir viðbrögðin hafa
verið vægast sagt góð og að fleiri
hafi sótt um en mættu í síðustu
Idol-áheyrnarprufur. „0,1% þjóð-
arinnar sótti um hjá okkur og einn
útlendingur,“ segir hann og útskýrir
nánar: „320 manns sóttu um í sirka
20 störf. Við vorum í fimm daga að
fara í gegnum umsóknirnar og loks-
ins núna erum við að ná að svara
öllum sem við viljum fá í viðtal.“
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu hafa myndbands-
upptökuvélar fylgt Simma og Jóa í
gegnum undirbúning opnunar Ham-
borgarafabrikkunnar. Úr verður
raunveruleikaþáttur sem sýndur
verður á Stöð 2 í vor. Þeir sem hafa
verið boðaðir í starfsviðtal þurfa að
þrá starfið að sögn Simma, þar sem
myndavélarnar taka á móti þeim.
„Við erum hugsanlega að fara að
stilla upp áheyrnarprufum,“ segir
hann í léttum dúr. „Við boðum fólk
að öllum líkindum á Loftleiðir í við-
tal.“ Þegar Simmi sleppir orðinu
heyrist í Jóa fyrir aftan: „Við erum
samt ekki að fara að sýna frá því
sem þau segja í atvinnuviðtalinu.“
Simmi segir fjölbreytta flóru
fólks hafa sótt um og það er kannski
til marks um ástandið í þjóðfélag-
inu að nokkrir viðskiptafræðingar
eru á meðal umsækjenda. „Þetta
er fólk sem var kannski að vinna á
veitingastað fyrir átta árum síðan,“
segir hann. „Svo sótti fólk um sem
er að vinna annars staðar í dag og
vill einfaldlega breyta til.“ - afb
Fleiri umsóknir en í síðasta Idoli
Í BORGARABRANSANN Simmi og Jói fengu á fjórða hundrað umsóknir þegar þeir
auglýstu eftir starfsfólki á Hamborgarafabrikkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TILBOÐ Í VEITINGASAL
Súpa fi skur og kaffi 1290
STÓR HUMAR, LÚÐA,LAX, HUMARSÚPA
SÚRT RENGI aðeins 1990
Magnús Scheving hyggst leika
Íþróttaálfinn í Laugardalshöll á
hátíð tileinkaðri Latabæ sem hald-
in verður laugardaginn 27. mars,
hugsanlega í síðasta sinn. Síðast lék
Magnús þennan síhoppandi karakt-
er í Þjóðleikhúsinu fyrir ellefu árum
en hefur reyndar af og til brugð-
ið sér í bláhvíta búninginn í þágu
góðs málefnis. „Ég er í alveg ágæt-
is formi en verð samt að taka mig
aðeins í gegn. Ég hef vanið mig á að
taka armbeygjur og annað slíkt áður
en ég fer í flug og þegar ég kem úr
flugi þannig að líkaminn er í góðu
standi,“ segir Magnús sem er 46 ára
gamall.
Magnús viðurkennir að hann hafi
átt erfitt með svefn í nótt eftir að
hafa tekið þessa ákvörðun. „Maður
verður að taka á því á þessum sýn-
ingum, maður má ekki svíkja börn-
in og vera með eitthvert hálfkák.“
Annars hefur Magnús verið
óvenju heppinn með meiðsl á sínum
langa ferli en upplýsir þó að hann
hafi tognað eitt sinn þegar ljós-
myndari frá bresku blaði bar kennsl
á hann á lestarstöð og vildi endi-
lega fá að smella mynd af honum
í hinu fræga spígatt-stökki. „Hann
náði þessu aldrei almennilega og
ég þurfti að hoppa þrjátíu sinnum
og endaði á því að togna heldur illa.
Ég hef alltaf verið frá í nokkra daga
þegar ég hef tekið þetta stökk síðan
þá en maður verður bara láta sig
hafa þetta og taka það.“ - fgg
Magnús verður Íþróttaálfur
ÍÞRÓTTAÁLFS-BÚNINGURINN LAGÐUR
TIL HLIÐAR Magnús Scheving hyggst
troða upp sem Íþróttaálfurinn í síðasta
sinn opinberlega í Laugardalshöllinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjölmörg þekkt andlit koma saman
í Fífunni í Kópavogi um helgina, en
þá fer fram fjölmiðlamót í fótbolta.
Stöð 2, Bylgjan og FM 957 tefla
fram firnasterku sameiginlegu
liði með markaskorarann Hörð
Magnússon í framlínunni, en hann
raðaði inn mörkum þegar hann lék
með FH á sínum tíma. Útvarps-
mennirnir Ívar Guðmundsson, Svali
og Heiðar Austmann
leika einnig með lið-
inu og athygli vekur
að Logi Bergmann,
sem færist aftar á
völlinn með hverju
árinu, er orðaður
við markvarð-
arstöðu
liðsins …
Ríkisútvarpið þykir tefla fram
óvenjusterku liði í ár og það er ekki
að sjá að hlutafélagið opinbera hafi
skorið duglega niður undanfarið.
Handboltamaðurinn knái, Einar
Örn Jónsson, er í liðinu ásamt
fréttamanninum skelegga, Ægi
Þór Eysteinssyni. Hann dældi inn
mörkum á síðasta móti fyrir tveim-
ur árum, en gæti þurft að
berjast fyrir stöðu sinni
í framlínunni; þar
eru nefnilega mættir
reynsluboltarnir
Tryggvi Guðmunds-
son og Hjörtur
Hjartarson – forvitni-
legt verður að sjá
hvernig þessar
tvær marka-
maskínur virka
saman.
Og það blæs ekki byrlega hjá þeim
sem nota Netið til að sækja sér
höfundarréttarvarið efni. Allavega
ekki þá sem notuðu vefsíðuna
Torrent.is til verksins. Hæstiréttur
staðfesti í gær niðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjaness í máli Smáís og
Stefs gegn Svavari Lútherssyni og
vefsíðunni Torrent.is. Síðan virðist
því ekki vera á leiðinni
upp á ný þar sem
lögbann á hana var
staðfest og Svavari
gert að greiða
málskostnað hags-
munasamtakanna.
- afb
FRÉTTIR AF FÓLKISÆUNN HULD ÞÓRÐARDÓTTIR: MIKILL MISSIR FYRIR TÍSKUHEIMINN
Samstarfsmenn syrgja
tískukónginn McQueen
FRÆGUR HÖNNUÐUR KVEÐUR
Alexander McQueen var
einn frægasti tískuhönn-
uður heims og hannaði
meðal annars bjöllukjól-
inn fræga fyrir Björk
Guðmundsdóttur.
Sæunn Huld
Þórðardóttir
var lærlingur
hjá McQueen
og segir að
hann hafi verið
snillingur.
hún klæddist í myndböndunum
við Pagan Poetry og Alarm Call
auk þess að leikstýra síðastnefnda
myndbandinu. Kjóll Bjarkar úr
Alarm Call-myndbandinu var síðar
boðinn upp á uppboði í Perlunni í
ágúst 2008 og var seldur hæstbjóð-
anda á 110 þúsund krónur.
Sæunn, sem hannar fyrir Cinta-
mani um þessar mundir en rak
áður verslunina Trilogia, segir að
McQueen hafi verið á hátindi ferils
síns þegar hann lést. „Hann gerði
flottustu sýninguna á ferlinum á
síðasta tímabili. Ég held að það
hafi ekki verið fjallað jafnmikið
um neina aðra sýningu og sýning-
una hans,“ segir hún. „Hann var
ögrandi strax frá upphafi og það
eru ekkert allir sem ná að halda
þessum dampi. Hann var einn af
þessum stóru. Hann verður nefnd-
ur í sömu andrá og Coco Chanel og
Dior.“ freyr@frettabladid.is