Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 54
34 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR „Ég er náttúrulega í sjokki. Þetta er ofboðslega sorglegt og rosaleg- ur missir fyrir tískuheiminn. Það er alltaf sorglegt þegar snillingar falla frá og maðurinn var snilling- ur,“ segir tískuhönnuðurinn Sæunn Huld Þórðardóttir um sviplegt frá- fall hins fræga hönnuðar Alexand- er McQueen í gær. Talið er að hinn fertugi McQueen, sem var fjórum sinnum valinn hönnuður ársins í Bretlandi, hafi framið sjálfsvíg á heimili sínu í London, þar sem hann fannst lát- inn. Rétt rúm vika er liðin síðan móðir hans lést og átti hann erfitt með að sætta sig við dauða hennar. Að auki eru þrjú ár liðin síðan vin- kona hans Isabella Blow, sem kom honum á framfæri í tískuheimin- um, framdi sjálfsvíg. Sæunn var lærlingur hjá McQueen árin 1999 og 2000 í Lond- on og ber honum söguna vel. „Þetta er reynsla sem ég bý að og ég lærði mjög mikið. Hann var mjög skemmtilegur. Hann var snilling- ur og maður sá það þegar maður var að vinna með honum. Maður gat verið orðlaus þegar maður horfði á hann vinna,“ segir hún. Tveir aðrir tískuhönnuðir á Íslandi störfuðu fyrir McQueen: Andrea Fanney Jónsdóttir og Ástralinn Sruli Recht. Sruli segir það alltaf mikinn missi þegar hæfileikarík manneskja falli frá, sérstaklega svona ung að aldri. „Lee var frum- kvöðull og sannkallaður konung- ur og ég er afar sorgmæddur yfir dauða hans. Ég vil senda samúðar- kveðjur mínar til fjölskyldu hans og samstarfsmanna.“ McQueen var einn af frægustu tískuhönnuðum heims og hann- aði hann meðal annars kjóla fyrir stjörnur á borð við Rihönnu, Lady Gaga og Björk Guðmundsdótt- ur. Kjólinn, sem Björk klæddist á umslagi plötunnar Homogenic, hannaði McQueen, auk þess sem hann hannaði hinn fræga bjöllukjól sem Björk notaði í myndbandinu við lagið Who Is It og kjólana sem 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. veiði, 6. hróp, 8. hlaup, 9. prjóna- varningur, 11. óhreinindi, 12. gnótt, 14. rusl, 16. ullarflóki, 17. skáhalli, 18. fiskur, 20. til, 21. kona. LÓÐRÉTT 1. fita, 3. skóli, 4. lögn, 5. angan, 7. dingull, 10. haf, 13. gifti, 15. lands, 16. rangl, 19. fíngerð líkamshár. LAUSN LÁRÉTT: 2. afli, 6. óp, 8. gel, 9. les, 11. im, 12. gnægð, 14. drasl, 16. rú, 17. flá, 18. áll, 20. að, 21. flóð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. fg, 4. leiðsla, 5. ilm, 7. pendúll, 10. sær, 13. gaf, 15. láðs, 16. ráf, 19. ló. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Lee C. Buchheit. 2 Füchse Berlin. 3 Stefán Pálsson. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Maður reynir alveg að fylgjast með og grefur stundum eitthvað upp. Ég hef svolítið verið að hlusta á The XX og svo rakst ég á þýskt djasskennt band sem heitir Bohren & der Club of Gore. Svo er maður alltaf í Cave- inum og Tom Waits en þeir eru ekki góðir við vinnuna. Þeir tala of mikið.“ Einar Magnús Einarsson veðurfræðingur. „Þetta voru engar ruglumsóknir. Við fengum góð viðbrögð frá alvöru- fólki,“ segir sjónvarpsmaðurinn og verðandi veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson. Félagarnir Sigmar og Jóhannes Ásbjörnsson, Simmi og Jói, stefna á að opna Hamborgarafabrikkuna í mars og auglýstu nýlega eftir starfs- fólki. Sigmar segir viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð og að fleiri hafi sótt um en mættu í síðustu Idol-áheyrnarprufur. „0,1% þjóð- arinnar sótti um hjá okkur og einn útlendingur,“ segir hann og útskýrir nánar: „320 manns sóttu um í sirka 20 störf. Við vorum í fimm daga að fara í gegnum umsóknirnar og loks- ins núna erum við að ná að svara öllum sem við viljum fá í viðtal.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa myndbands- upptökuvélar fylgt Simma og Jóa í gegnum undirbúning opnunar Ham- borgarafabrikkunnar. Úr verður raunveruleikaþáttur sem sýndur verður á Stöð 2 í vor. Þeir sem hafa verið boðaðir í starfsviðtal þurfa að þrá starfið að sögn Simma, þar sem myndavélarnar taka á móti þeim. „Við erum hugsanlega að fara að stilla upp áheyrnarprufum,“ segir hann í léttum dúr. „Við boðum fólk að öllum líkindum á Loftleiðir í við- tal.“ Þegar Simmi sleppir orðinu heyrist í Jóa fyrir aftan: „Við erum samt ekki að fara að sýna frá því sem þau segja í atvinnuviðtalinu.“ Simmi segir fjölbreytta flóru fólks hafa sótt um og það er kannski til marks um ástandið í þjóðfélag- inu að nokkrir viðskiptafræðingar eru á meðal umsækjenda. „Þetta er fólk sem var kannski að vinna á veitingastað fyrir átta árum síðan,“ segir hann. „Svo sótti fólk um sem er að vinna annars staðar í dag og vill einfaldlega breyta til.“ - afb Fleiri umsóknir en í síðasta Idoli Í BORGARABRANSANN Simmi og Jói fengu á fjórða hundrað umsóknir þegar þeir auglýstu eftir starfsfólki á Hamborgarafabrikkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 STÓR HUMAR, LÚÐA,LAX, HUMARSÚPA SÚRT RENGI aðeins 1990 Magnús Scheving hyggst leika Íþróttaálfinn í Laugardalshöll á hátíð tileinkaðri Latabæ sem hald- in verður laugardaginn 27. mars, hugsanlega í síðasta sinn. Síðast lék Magnús þennan síhoppandi karakt- er í Þjóðleikhúsinu fyrir ellefu árum en hefur reyndar af og til brugð- ið sér í bláhvíta búninginn í þágu góðs málefnis. „Ég er í alveg ágæt- is formi en verð samt að taka mig aðeins í gegn. Ég hef vanið mig á að taka armbeygjur og annað slíkt áður en ég fer í flug og þegar ég kem úr flugi þannig að líkaminn er í góðu standi,“ segir Magnús sem er 46 ára gamall. Magnús viðurkennir að hann hafi átt erfitt með svefn í nótt eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. „Maður verður að taka á því á þessum sýn- ingum, maður má ekki svíkja börn- in og vera með eitthvert hálfkák.“ Annars hefur Magnús verið óvenju heppinn með meiðsl á sínum langa ferli en upplýsir þó að hann hafi tognað eitt sinn þegar ljós- myndari frá bresku blaði bar kennsl á hann á lestarstöð og vildi endi- lega fá að smella mynd af honum í hinu fræga spígatt-stökki. „Hann náði þessu aldrei almennilega og ég þurfti að hoppa þrjátíu sinnum og endaði á því að togna heldur illa. Ég hef alltaf verið frá í nokkra daga þegar ég hef tekið þetta stökk síðan þá en maður verður bara láta sig hafa þetta og taka það.“ - fgg Magnús verður Íþróttaálfur ÍÞRÓTTAÁLFS-BÚNINGURINN LAGÐUR TIL HLIÐAR Magnús Scheving hyggst troða upp sem Íþróttaálfurinn í síðasta sinn opinberlega í Laugardalshöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjölmörg þekkt andlit koma saman í Fífunni í Kópavogi um helgina, en þá fer fram fjölmiðlamót í fótbolta. Stöð 2, Bylgjan og FM 957 tefla fram firnasterku sameiginlegu liði með markaskorarann Hörð Magnússon í framlínunni, en hann raðaði inn mörkum þegar hann lék með FH á sínum tíma. Útvarps- mennirnir Ívar Guðmundsson, Svali og Heiðar Austmann leika einnig með lið- inu og athygli vekur að Logi Bergmann, sem færist aftar á völlinn með hverju árinu, er orðaður við markvarð- arstöðu liðsins … Ríkisútvarpið þykir tefla fram óvenjusterku liði í ár og það er ekki að sjá að hlutafélagið opinbera hafi skorið duglega niður undanfarið. Handboltamaðurinn knái, Einar Örn Jónsson, er í liðinu ásamt fréttamanninum skelegga, Ægi Þór Eysteinssyni. Hann dældi inn mörkum á síðasta móti fyrir tveim- ur árum, en gæti þurft að berjast fyrir stöðu sinni í framlínunni; þar eru nefnilega mættir reynsluboltarnir Tryggvi Guðmunds- son og Hjörtur Hjartarson – forvitni- legt verður að sjá hvernig þessar tvær marka- maskínur virka saman. Og það blæs ekki byrlega hjá þeim sem nota Netið til að sækja sér höfundarréttarvarið efni. Allavega ekki þá sem notuðu vefsíðuna Torrent.is til verksins. Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjaness í máli Smáís og Stefs gegn Svavari Lútherssyni og vefsíðunni Torrent.is. Síðan virðist því ekki vera á leiðinni upp á ný þar sem lögbann á hana var staðfest og Svavari gert að greiða málskostnað hags- munasamtakanna. - afb FRÉTTIR AF FÓLKISÆUNN HULD ÞÓRÐARDÓTTIR: MIKILL MISSIR FYRIR TÍSKUHEIMINN Samstarfsmenn syrgja tískukónginn McQueen FRÆGUR HÖNNUÐUR KVEÐUR Alexander McQueen var einn frægasti tískuhönn- uður heims og hannaði meðal annars bjöllukjól- inn fræga fyrir Björk Guðmundsdóttur. Sæunn Huld Þórðardóttir var lærlingur hjá McQueen og segir að hann hafi verið snillingur. hún klæddist í myndböndunum við Pagan Poetry og Alarm Call auk þess að leikstýra síðastnefnda myndbandinu. Kjóll Bjarkar úr Alarm Call-myndbandinu var síðar boðinn upp á uppboði í Perlunni í ágúst 2008 og var seldur hæstbjóð- anda á 110 þúsund krónur. Sæunn, sem hannar fyrir Cinta- mani um þessar mundir en rak áður verslunina Trilogia, segir að McQueen hafi verið á hátindi ferils síns þegar hann lést. „Hann gerði flottustu sýninguna á ferlinum á síðasta tímabili. Ég held að það hafi ekki verið fjallað jafnmikið um neina aðra sýningu og sýning- una hans,“ segir hún. „Hann var ögrandi strax frá upphafi og það eru ekkert allir sem ná að halda þessum dampi. Hann var einn af þessum stóru. Hann verður nefnd- ur í sömu andrá og Coco Chanel og Dior.“ freyr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.