Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 8
8 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
1. Hvað heitir Bandaríkjamað-
urinn sem sagður er eiga að
fara fyrir nýrri samninganefnd
Íslands um Icesave?
2. Til liðs við hvaða félag mun
handboltamaðurinn Alexander
Petersson ganga í vor?
3. Hvað heitir formaður
kjörstjórnar Vinstri grænna í
Reykjavík?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
„Ég er alltaf með
Staðgreiðslukort Olís
á vísum stað“
Alltaf með Staðgreiðslukortinu:
3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði.
2 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair.
5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum,
símakortum og happdrætti.
PI
PA
R\
TB
W
A
SÍ
A
10
03
01
Við höldum með þér!
Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141.
Sæktu um Staðgreiðslukort Olís
og njóttu betri kjara
„Snilldarlega samin og viðburðarík
skáldsaga sem smám saman þróast
í spennuþrunginn reyfara.“
Margverðlaunuð
metsölubók
Frumútgáfa í kilju
BRETLAND Sífellt færri Bretar virð-
ast kjósa hjónabandið, en nú er svo
komið að hjónabönd þar í landi hafa
ekki verið hlutfallslega færri frá
því skráningar hófust árið 1862.
Í breska dagblaðinu Telegraph
kemur fram að samkvæmt tölum
frá árinu 2008 séu bæði konur og
karlar þar í landi sífellt eldri þegar
þau gifta sig í fyrsta sinn. Konurn-
ar 29,9 ára og karlarnir 32,1 árs.
Ástæðurnar eru fyrst og fremst
taldar vera hækkandi kostnað-
ur vegna brúðkaupa og skortur á
stuðningi yfirvalda við hjónaband-
ið sem stofnun. Samfélagslegar
breytingar eins og aukinn hlutur
kvenna á vinnumarkaði og það að
konur kjósa að gifta sig seinna á
ævinni eru einnig nefndar sem lykil-
ástæður þessarar fækkunar hjóna-
banda. Færri en tvær af hverjum
100 konum yfir 16 ára aldri giftu
sig í Bretlandi árið 2008 og er það í
fyrsta sinn í sögunni sem hlutfallið
er svo lágt. Svipuð þróun hefur átt
sér stað meðal karla.
Mörgum þykja þessar tölur sorg-
legar, en í Telegraph er haft eftir
Dave Percival, sem berst fyrir
hjónabandinu, að fólk líti í auknum
mæli sömu augum á hjónaband og
sambúð, en niðurstaðan sé sláandi
ólík. Tveir þriðju hjónabanda árið
2008 muni endast alla ævi. Minna
en tíu prósent þeirra para sem séu
í sambúð nái tíu ára sambúðaraf-
mæli. - sgá
Bretum finnst dýrt að gifta sig og draga það í lengstu lög:
Giftingar í sögulegu lágmarki
BRESK BRÚÐHJÓN Þetta par kaus að
gifta sig og tilheyrir hópi sem fer minnk-
andi. NORDICPHOTOS/AFP
BÖRN Úrræði skortir fyrir foreldra
sem fá ekki að umgangast börnin
sín eins og umgengnisréttur kveð-
ur á um. Þetta er mat Maríu Júlíu
Rúnarsdóttur lögfræðings sem
kynnti meistararitgerð sína um
foreldrafirringu á ráðstefnu um
umgengnistálmanir og innræt-
ingu eftir skilnað sem haldin var
í vikunni.
Foreldrafirring er hugtak sem
á meðal annars við um það þegar
foreldri með forsjá eða lögheimili
barns kemur í veg fyrir umgengni
hins foreldris við barn sitt. Einnig
á hugtakið við það þegar foreldri
talar illa um hitt foreldrið við barn
sitt.
María benti á að málsmeðferð í
umgengnismálum taki oft langan
tíma og þó að úrskurðað sé á þann
veg að barnið eigi að umgangast
foreldrið sem það býr ekki hjá þá
sé lítið hægt að gera ef hitt foreldr-
ið hlítir ekki úrskurðinum.
María segir sjálfsagt að skoða
nýjar leiðir til að tryggja umgengn-
isrétt, til dæmis að gera brot á
honum refsiverð eins og þekkist
meðal annars í Frakklandi. Sú leið
hafi fælingarmátt sem virki betur
á þá sem brjóti gegn umgengnis-
rétti en þvingunarúrræði á borð
við dagsektir.
Undir þessi sjónarmið tekur
Stefanía Katrín Karlsdóttir stjórn-
málafræðingur sem ásamt Maríu
tók viðtöl við fjöldann allan af fólki
sem vinnur í störfum sem koma að
skilnaðarmálum á einn eða annan
hátt.
Stefanía kynnti í sinni framsögu
hvernig stuðnings- og réttarkerfi
tekur á deilum foreldra eftir að
hafa kannað það ítarlega. Í stuttu
máli komst hún að þeirri niður-
stöðu að beita þurfi sáttamiðlun
þegar skilnaðarmál berast stuðn-
ings- og réttarkerfinu, þar sem
foreldrum væri veitt ítarleg ráð-
gjöf um réttindi barna til foreldra
og skyldur foreldra.
Hún bendir á að deilur á milli
fyrrverandi maka eigi til að stig-
magnast og þó að þær snúist ekki
um börnin í upphafi þá geri þær
það oft er fram líði stundir. Mat
þeirra sem best þekkja til sé að ef
að sáttamiðlun væri beitt strax í
upphafi yrðu deilur um forræði og
umgengni færri og jafnvel mild-
ari.
Stefanía segir einnig stóran
galla á núverandi kerfi að máls-
meðferðartími er ótakmarkaður
og mál geta velkst á milli embætta
lengi. Einnig sé ábyrgð embætta
óljós. Stefanía segir að þessa galla
þurfi að laga, takmarka málsmeð-
ferðartíma og skilgreina ábyrgð
betur. Börnin líði fyrir óskilvirkt
kerfi, því langvinnar deilur hafi
slæm áhrif á þau.
sigridur@frettabladid.is
Brot á um-
gengnisrétti
verði refsiverð
Þvingunarúrræði við brotum á umgengnisrétti for-
eldra við börn sín virka ekki sem skyldi, segir lög-
fræðingur. Telur koma til álita að gera brotin refsi-
verð þannig að foreldrar brjóti síður umgengnisrétt.
MIKILL ÁHUGI Margir mættu á ráðstefnu um umgengnistálmanir og innrætingu eftir
skilnað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í fjög-
urra mánaða fangelsi fyrir vörslu
á fíkniefnum, svo og sölu og
dreifingu þeirra.
Maðurinn var tekinn undir
áhrifum fíkniefna við akstur.
heima hjá honum fannst nokkuð
af hassi, amfetamíni og kókaíni.
Aftur var hann tekinn með fíkni-
efni, þá maríjúana.
Maðurinn játaði brot sitt.
Hann hefur talsverðan saka-
feril. Með brotunum nú rauf hann
skilorð. Skilorðsdómurinn var
því tekinn upp og manninum gerð
refsing í einu lagi fyrir brotin.
- jss
Karlmaður á fertugsaldri:
Fjórir mánuðir
vegna fíkniefna
Tölur benda ekki til þess að vandamál vegna brota á umgengnisrétti hafi
aukist undanfarin ár. Stefanía Katrín bendir á að það sé hins vegar ljóst að
þessi málaflokkur sé falinn að hluta til. Foreldrar sem fá ekki að hitta börn
sín gefist oft upp í baráttunni, stundum séu peningarnir búnir fyrir lögfræði-
kostnaði. Stundum álíti foreldrið einfaldlega að það geti ekki verið gott fyrir
barnið að halda áfram gagnslausri baráttu. Þannig sé ekki hægt að fullyrða
um fjölda málanna.
FALINN MÁLAFLOKKUR?
VEISTU SVARIÐ?