Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 8
8 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 1. Hvað heitir Bandaríkjamað- urinn sem sagður er eiga að fara fyrir nýrri samninganefnd Íslands um Icesave? 2. Til liðs við hvaða félag mun handboltamaðurinn Alexander Petersson ganga í vor? 3. Hvað heitir formaður kjörstjórnar Vinstri grænna í Reykjavík? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 „Ég er alltaf með Staðgreiðslukort Olís á vísum stað“ Alltaf með Staðgreiðslukortinu: 3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði. 2 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair. 5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum, símakortum og happdrætti. PI PA R\ TB W A SÍ A 10 03 01 Við höldum með þér! Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141. Sæktu um Staðgreiðslukort Olís og njóttu betri kjara „Snilldarlega samin og viðburðarík skáldsaga sem smám saman þróast í spennuþrunginn reyfara.“ Margverðlaunuð metsölubók Frumútgáfa í kilju BRETLAND Sífellt færri Bretar virð- ast kjósa hjónabandið, en nú er svo komið að hjónabönd þar í landi hafa ekki verið hlutfallslega færri frá því skráningar hófust árið 1862. Í breska dagblaðinu Telegraph kemur fram að samkvæmt tölum frá árinu 2008 séu bæði konur og karlar þar í landi sífellt eldri þegar þau gifta sig í fyrsta sinn. Konurn- ar 29,9 ára og karlarnir 32,1 árs. Ástæðurnar eru fyrst og fremst taldar vera hækkandi kostnað- ur vegna brúðkaupa og skortur á stuðningi yfirvalda við hjónaband- ið sem stofnun. Samfélagslegar breytingar eins og aukinn hlutur kvenna á vinnumarkaði og það að konur kjósa að gifta sig seinna á ævinni eru einnig nefndar sem lykil- ástæður þessarar fækkunar hjóna- banda. Færri en tvær af hverjum 100 konum yfir 16 ára aldri giftu sig í Bretlandi árið 2008 og er það í fyrsta sinn í sögunni sem hlutfallið er svo lágt. Svipuð þróun hefur átt sér stað meðal karla. Mörgum þykja þessar tölur sorg- legar, en í Telegraph er haft eftir Dave Percival, sem berst fyrir hjónabandinu, að fólk líti í auknum mæli sömu augum á hjónaband og sambúð, en niðurstaðan sé sláandi ólík. Tveir þriðju hjónabanda árið 2008 muni endast alla ævi. Minna en tíu prósent þeirra para sem séu í sambúð nái tíu ára sambúðaraf- mæli. - sgá Bretum finnst dýrt að gifta sig og draga það í lengstu lög: Giftingar í sögulegu lágmarki BRESK BRÚÐHJÓN Þetta par kaus að gifta sig og tilheyrir hópi sem fer minnk- andi. NORDICPHOTOS/AFP BÖRN Úrræði skortir fyrir foreldra sem fá ekki að umgangast börnin sín eins og umgengnisréttur kveð- ur á um. Þetta er mat Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðings sem kynnti meistararitgerð sína um foreldrafirringu á ráðstefnu um umgengnistálmanir og innræt- ingu eftir skilnað sem haldin var í vikunni. Foreldrafirring er hugtak sem á meðal annars við um það þegar foreldri með forsjá eða lögheimili barns kemur í veg fyrir umgengni hins foreldris við barn sitt. Einnig á hugtakið við það þegar foreldri talar illa um hitt foreldrið við barn sitt. María benti á að málsmeðferð í umgengnismálum taki oft langan tíma og þó að úrskurðað sé á þann veg að barnið eigi að umgangast foreldrið sem það býr ekki hjá þá sé lítið hægt að gera ef hitt foreldr- ið hlítir ekki úrskurðinum. María segir sjálfsagt að skoða nýjar leiðir til að tryggja umgengn- isrétt, til dæmis að gera brot á honum refsiverð eins og þekkist meðal annars í Frakklandi. Sú leið hafi fælingarmátt sem virki betur á þá sem brjóti gegn umgengnis- rétti en þvingunarúrræði á borð við dagsektir. Undir þessi sjónarmið tekur Stefanía Katrín Karlsdóttir stjórn- málafræðingur sem ásamt Maríu tók viðtöl við fjöldann allan af fólki sem vinnur í störfum sem koma að skilnaðarmálum á einn eða annan hátt. Stefanía kynnti í sinni framsögu hvernig stuðnings- og réttarkerfi tekur á deilum foreldra eftir að hafa kannað það ítarlega. Í stuttu máli komst hún að þeirri niður- stöðu að beita þurfi sáttamiðlun þegar skilnaðarmál berast stuðn- ings- og réttarkerfinu, þar sem foreldrum væri veitt ítarleg ráð- gjöf um réttindi barna til foreldra og skyldur foreldra. Hún bendir á að deilur á milli fyrrverandi maka eigi til að stig- magnast og þó að þær snúist ekki um börnin í upphafi þá geri þær það oft er fram líði stundir. Mat þeirra sem best þekkja til sé að ef að sáttamiðlun væri beitt strax í upphafi yrðu deilur um forræði og umgengni færri og jafnvel mild- ari. Stefanía segir einnig stóran galla á núverandi kerfi að máls- meðferðartími er ótakmarkaður og mál geta velkst á milli embætta lengi. Einnig sé ábyrgð embætta óljós. Stefanía segir að þessa galla þurfi að laga, takmarka málsmeð- ferðartíma og skilgreina ábyrgð betur. Börnin líði fyrir óskilvirkt kerfi, því langvinnar deilur hafi slæm áhrif á þau. sigridur@frettabladid.is Brot á um- gengnisrétti verði refsiverð Þvingunarúrræði við brotum á umgengnisrétti for- eldra við börn sín virka ekki sem skyldi, segir lög- fræðingur. Telur koma til álita að gera brotin refsi- verð þannig að foreldrar brjóti síður umgengnisrétt. MIKILL ÁHUGI Margir mættu á ráðstefnu um umgengnistálmanir og innrætingu eftir skilnað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í fjög- urra mánaða fangelsi fyrir vörslu á fíkniefnum, svo og sölu og dreifingu þeirra. Maðurinn var tekinn undir áhrifum fíkniefna við akstur. heima hjá honum fannst nokkuð af hassi, amfetamíni og kókaíni. Aftur var hann tekinn með fíkni- efni, þá maríjúana. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur talsverðan saka- feril. Með brotunum nú rauf hann skilorð. Skilorðsdómurinn var því tekinn upp og manninum gerð refsing í einu lagi fyrir brotin. - jss Karlmaður á fertugsaldri: Fjórir mánuðir vegna fíkniefna Tölur benda ekki til þess að vandamál vegna brota á umgengnisrétti hafi aukist undanfarin ár. Stefanía Katrín bendir á að það sé hins vegar ljóst að þessi málaflokkur sé falinn að hluta til. Foreldrar sem fá ekki að hitta börn sín gefist oft upp í baráttunni, stundum séu peningarnir búnir fyrir lögfræði- kostnaði. Stundum álíti foreldrið einfaldlega að það geti ekki verið gott fyrir barnið að halda áfram gagnslausri baráttu. Þannig sé ekki hægt að fullyrða um fjölda málanna. FALINN MÁLAFLOKKUR? VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.