Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 24
2 föstudagur 12. febrúar
núna
✽ nýtt og spennandi
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Þokkadísin Emmanuelle Seign-
er er þekkt leikkona og skvísa í
tískukreðsum Parísarborgar. Henni
skaut fyrst upp á stjörnuhimin-
inn þegar hún lék á móti Harri-
son Ford í kvikmyndinni Frantic
sem eiginmaður hennar, Roman
Polanski, leikstýrði. Hún átti líka
minnisstæðan leik í „Bitter Moon“
þar sem hún lék á móti Hugh
Grant og hefur meðal annars leik-
ið hlutverk í myndinni Détéctive
eftir Jean-Luc Godard. Emmanu-
elle, sem hóf feril sinn sem fyrir-
sæta, er nú að gefa út sína fyrstu
plötu, Dingue. Það er söngkonan
Keren Ann sem semur meirihluta
laganna en hún er Íslendingum
að góðu kunn vegna samstarfs
síns við Barða Jóhannsson undir
nafninu Lady and Bird. Platan,
sem kom út í fyrradag, er hugljúf
og heillandi á afskaplega franskan
máta og Emmanuelle syngur með
látlausri og sjarmerandi röddu að
hætti Jane Birkin. Þess má geta að
í einu laganna, „La dérníere pluie“,
syngur hún dúó með rokkgoðinu
Iggy Pop. Fólk verður svo að meta
það sjálft hvort Iggy á frönsku er
hræðilegur eða yndislegur. - amb
Eiginkona Polanskis
gefur út plötu
Skutla og söngfugl Emmanuelle Seign-
er gefur út plötuna „Dingue“ sem þýðir
galin. FRÉTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
YNDISFRÍÐ Fyrirsætan Natalia
Vodianova var gestur á sýningu Gi-
venchy á tískuvikunni í París nýver-
ið. Hún er gift og nýorðin mamma
og sést því minna á sýningarpöllun-
um fyrir vikið.
H ópur hönnuða, listamanna, leikara og annarra smekk-
legra kvenna tekur sig saman og
verður með flóamarkað á laugar-
daginn. „Við erum tíu saman og
ætlum að selja gömlu fötin okkar,
gull úr geymslunum frá ömmum
okkar og ýmsar aðrar gersemar,“
segir Adda Rúna Valdimarsdótt-
ir, ein skipuleggjenda markaðar-
ins.
Sami hópur efndi til flóa-
markaðar á sama stað síðastlið-
ið haust og þar gerðu margir góð
kaup. Í þetta sinn verður eftir
enn þá meiru að falast, því nú
verður meðal annars búslóð
til sölu eins og hún leggur sig,
heilu ömmugeymslurnar hafa
verið hreinsaðar og kjólar sem
hafa hangið of lengi óhreyfðir
inni í skáp miskunnarlaust látn-
ir fjúka með.
Bútasaumsveggteppi, austur-
lenskt glingur, bækur, gömul
föt og ný, barnaföt og
-dót, töskur og fleira
er meðal þess sem
hægt verður að næla
sér í.
Þá ætla nokkrir
hönnuðanna að selja
sína eigin hönnun.
Þeirra á meðal eru
Ríkey Kristjánsdótt-
ir búningahönn-
uður sem verður
með hálsskart til
sölu, bæði strokka
og hálsmen, sem
hún hannar sjálf.
Sólbjörg Hlöðvers-
dóttir þrykkjari
verður með þrykk
og skartgripi eftir
sig og Adda Rúna Valdimarsdóttir
verður meðal annars með sínar
fallegu krummamyndir.
Meðal annarra sem leggja til
gersemar og skran eru leikkon-
urnar Ester Talía Casey og Vigdís
Hrefna Pálsdóttir.
Þeir sem hafa gaman af því
að fylgjast með öðrum gera góð
kaup eða vilja slappa af á milli
þess sem þeir dýfa sér í dótið geta
svo keypt sér kaffi og með því, en
kaffiaðstöðu verður komið fyrir í
miðju húsnæðisins. Flóamarkað-
urinn opnar klukkan 11 á laug-
ardaginn og lokar klukkan 17.
Hann er að finna í Bygggörðum
5, gömlu iðnaðarhúsnæði nærri
Gróttuvita.
- hhs
Hönnuðir, myndlistarmenn og aðrar smekkkonur halda markað um helgina:
FLÓAMARKAÐUR
FYRIR FAGURKERA
Markaðskonur Þær Sólbjörg, Ríkey og Adda Rúna eru á meðal tíu kvenna sem bjóða falt allt milli himins og jarðar á morgun.
þetta
HELST
Öflugar og ódýrar brynjur
frá SIXSIXONE
Motocross hanskar í úrvali
Motocrossbuxur
frá FLY
Herrajakkar
Dömujakkar
Hjálmar í úrvali
McQueen minnst
Íslenskir fatahönn-
uðir og tískuhönn-
uðir virðast jafn
felmtri slegnir yfir
sviplegu fráfalli Al-
exanders McQueen
og aðrir tískuspekúl-
antar enda um mik-
inn missi að ræða.
McQueen var talinn einn helsti drif-
kraftur og hugsuður tískuheimsins
í dag og var frægur fyrir stórfeng-
lega og djarfa sköpun á ári hverju.
Meðal þeirra sem lýstu yfir sorg
á Facebook yfir dauða hans eru
Harpa Einarsdóttir, Arndís Ey, Ásta
Kristjánsdóttir, Ragnheiður Axel,
Ása Ottesen, Eygló Margrét Lárus-
dóttir og Elísabet Alma Svendsen.
Ást í GK
Verslunin GK á Lauga-
vegi er í rómantísku
skapi vegna Valent-
ínusardags um helg-
ina. Eintök af róm-
an tískustu bókum
landsins, nánar tiltekið frá
Rauðu seríunni, fylgja öllum
kaupum þá dagana en ný
heimasíða bókanna var einmitt
að fara í loftið, www.raudaserian.is.
Kærleikar í borginni
Og meira um kærleik og ást. Há-
tíðin KÆRLEIKAR er haldin í kvöld
og hefst kl. 18 á Austurvelli. Há-
tíðin er með Bergljótu
Arnalds í forsvari og
er haldin til að skapa
samkennd og veita
hvatningu og styrk. Í
ár mun Páll Óskar taka
lagið „Söngur um lífið“
og björgunarsveitar-
menn sem voru á Haítí
halda tölu.
Harpa
Einarsdóttir
Bergljót
Arnalds
VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR NEMI
Ég vakna með gleði í hjarta á föstudegi og skelli mér í vinnuna í
Gyllta kettinum þar sem allt er fullt af nýjum fallegum vörum. Á
laugardeginum er afmælispartí hjá bestu ömmu í heimi.