Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2010, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 12.02.2010, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 VERÐLAUN Rauði kross Íslands valdi Magneu Tómasdóttur sem Skyndihjálparmann ársins 2009, fyrir snarræði á neyðarstundu. Magnea tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingar- stöðinni í gær á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar á 112-daginn. Magnea bjargaði lífi föður síns, Tómasar Grétars Ólasonar, þegar hann fór í hjartastopp í sumar- húsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Magnea var þar ein ásamt honum, 18 mánaða gömlum syni sínum og 8 ára systurdótt- ur. Tómas var að hvíla sig eftir kvöldmatinn í stofunni þegar hann missti meðvitund. Magnea hringdi umsvifalaust í Neyðarlínuna og byrjaði strax hjartahnoð og blást- ur með símann á öxlinni og hélt því áfram allt þar til aðstoð barst frá Keflavík um sextán mínútum síðar. Sjúkraflutningamennirnir gáfu Tómasi tvö rafstuð og hjart- að fór að slá aftur. Þetta er í níunda sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sérstök dómnefnd er kölluð til að skera úr um hver hlýtur viðurkenninguna en hana skipa fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnafélag- inu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala - háskólasjúkrahúsi, lögreglunni, og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. - bs Skyndihjálparmaður ársins valinn í níunda skipti: Bjargaði lífi föður síns með hjartahnoði HÉLT LÍFI Í FÖÐUR SÍNUM Magnea sýndi snarræði þegar faðir hennar fékk hjartaáfall í sumarbústað. Hér er hún með Tómasti föður sínum og Ernu Lilju, systurdóttur sinni, sem var viðstödd þegar atvikið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM BRUSSEL, AP Evrópuþingið hafnaði með 378 atkvæðum gegn 196 samkomulagi við Bandaríkin, sem hefði veitt bandarískum stjórnvöldum heimild til þess að fá upplýs- ingar um færslur á reikning- um í evrópskum bönkum. Tilgangur samkomulagsins átti að vera sá, að Bandaríkin ættu auðveldara með að rann- saka starfsemi hryðjuverka- manna. Jerzy Buzek, forseti Evr- ópuþingsins í Strassborg, segir þingið vilja betri tryggingar fyrir því að ekki verði brot- ið á réttindum borgaranna. Mannréttindi hafi of oft þurft að lúta í lægra haldi í nafni öryggismála. - gb Þing Evrópusambandsins: Felldi bankasamning við Bandaríkin EVRÓPUÞINGIÐ Í STRASSBORG Neitar Bandaríkjamönnum um bankaupplýsingar. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Lögreglustjór- inn á Snæfellsnesi hefur ákært tvo menn og eina konu fyrir ólögmæta sauðfjárslátrun. Fólkinu er gefið að sök að hafa í samein- ingu slátrað nítján lömbum í sendibíl og gámi aftan við hús í Stykkishólmi. Slátrun- in fór fram í september á síðasta ári. Þrettán af lömbunum nítján voru í eigu annars mannsins en sex í eigu konunnar. Samkvæmt gildandi löggjöf má eigandi lög- býlis slátra eigin búfé á lögbýlinu til eigin neyslu. Sala og dreif- ing á matvælum sem unnin eru á heimili eða í tengslum við heimili er bönnuð. - jss Þrennt ákært fyrir ólögmæta sauðfjárslátrun: Slátruðu nítján lömbum í sendibíl SLÁTRUN Fólkið er ákært fyrir ólögmæta sauðfjár- slátrun. Mynd úr safni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.