Fréttablaðið - 12.02.2010, Page 29

Fréttablaðið - 12.02.2010, Page 29
21:30 - 22:30 Ljóslitlífun – sýningarstjóraspjall. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur ræðir við gesti um sýninguna. 22:30 – 23:30 Stilluppsteypa – tónleikar. Hljómsveitina skipa Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson sem báðir eiga verk á sýningunni Ljóslitlífun. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagötu 17 Grafíksafn Íslands 19:00 - 24:00 Íslensk grafík. Soffía Sæmundsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir eru listamenn ársins hjá grafíkvinum í félaginu Íslensk grafík. Kristín opnar sýningu í sal félagsins og Soffía vinnur á verkstæðinu. Grafíksafn Íslands, Tryggvagötu 17, hafnarmegin SÍM 19:00 - 24:00 Sigríður Rut - Listamaður mánaðarins hjá SÍM sýnir olíumálverk sem unnin eru á árunum 2001- 2008. Sigríður verður á staðnum og tekur á móti gestum. SÍM, Hafnarstræti 16 Landnámssýningin 20:00 - 21:00 Draumar í Sturlungu og draumarnir okkar. Fyrirlestur Guðrúnar Nordal forstöðumanns stofnunar Árna Magnússonar. 21:00 & 22:00 & 23:00 Leiðsögn um Landnámssýninguna. Hvernig var lífið á Landnámsöld? Landnámssýningin, Aðalstræti 16 Þjóðmenningarhúsið 19:00 - 24:00 Óþekktur höfundur - orðagjörningur. Orð úr hundruðum lausavísna óþekktra höfunda bíða gesta til notkunar. Dagskrárgerð: Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur. 21:00 - 22:00 Íslendingar. Nýopnuð sýning þeirra Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur á ljósmyndum úr samnefndri bók. Unnur spjallar við gesti og spilar á nikkuna með harmónikutríóinu Dragspilsdrottningarnar. 19:00 - 24:00 Ísland::kvikmyndir. 11. skjárinn. Frumsýning. Vínbar og gestakomur í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. 22:30 Ólöf arnalds. Sólótónleikar. Þjóðmenningarhús, Hverfisgötu 15 Þjóðskjalasafn Íslands 19:00 – 23:30 Einkaskjalasöfn. Áttu merkileg skjöl? Komdu og láttu sérfræðinga Þjóðskjalasafns kanna gildi þeirra. 19:00 – 23:30 Gömul skrift. Reyndu að skrifa og lesa gamla skrift. Verðlaunagetraun. 19:00 – 23:30 Kynning á manntalsvef og dómabókagrunni. 19:00 – 23:30 Kynning á ættfræðirannsóknum. Finndu forfeður í kirkjubókum. Fáðu leiðsögn hjá sérfræðingum safnsins. 19:00 – 23:30 Sýning á frumritum manntala frá árunum 1703 og 1762. Elstu manntöl á Norðurlöndum. 20:00 – 20:30 „...þegar aldurinn á færist og vitið eykst“ Gunnar Örn Hannesson fjallar um aðlögunarvanda Hallgríms „litla“ Þorlákssonar að skólastarfinu í Skálholti á 17. öld. 21:30 - 22:00 Ragnheiður Gröndal - íslensk vögguljóð. Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi Hofsstaðir, minjagarður 20:45 – 21:15 Hofsstaðir - leiðsögn um minjagarðinn. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur verður með leiðsögn. Reisulegur skáli stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld fram á 12. öld. Hofsstaðir, Garðatorgi Byggðasafn Hafnarfjarðar 20:00 - 20:30 Fornleifar í landi Óttarsstaða. Katrín Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur, heldur fyrirlestur um fornleifar í landi Óttarsstaða sunnan Hafnarfjarðar. 21:00 - 21:30 Klassíski listdansskólinn. Nemendur í Klassíska listdansskólanum sýna nútímaverk. 22:00 - 22:40 Leiðsögn um sýningu Byggðasafnsins. Safnverðir leiða gesti í gegnum sögu Hafnarfjarðar og nágrennis með leiðsögn um sýninguna „Þannig var...“ Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8 Hafnarborg 19:00 – 19:30 Leiðsögn um Endalokin. Sagt frá sýningu Ragnars Kjartanssonar sem var framlag Íslands til Feneyja tvíæringsins 2009. 19:00 - 24:00 Opin listsmiðja fyrir alla fjölskylduna. Aðstaða fyrir gesti til að teikna og spá í módelteikningu. 19:30 - 20:30 Styttuganga um miðbæinn. Gengið verður um miðbæ Hafnarfjarðar og útilistaverkin á svæðinu skoðuð með leiðsögn. Safnast saman við Bókasafn Hafnarfjarðar, Standgötu 1. 20:00 – 20:30 Leiðsögn um Ljósbrot. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir segir frá innsetningu sinni í Sverrissal. 20:30 - 21:30 Tríó dúó. Djass og ljúf tónlist, latin og gömul íslensk dægurlög í flutningi ungra tónlistarkvenna. 21:00 – 22:00 Á bak við tjöldin. Gestir fá tækifæri til að skyggnast á bakvið tjöldin í Hafnarborg og skoða geymslur safnsins. Hámark 10 gestir í einu. 21:30 – 22:30 Hvað segir módelið? Páll Haukur Björnsson sem sat fyrir hjá Ragnari Kjartanssyni í Feneyjum segir frá sýningunni og upplifuninni af því að vera hluti af listaverki í sex mánuði. Hafnarborg, Strandgata 34 Bókasafn Hafnarfjarðar 19:00 - 24:00 Drekar af ýmsum gerðum. Sýning á drekum. Hver öðrum ógurlegri. 19:00 - 24:00 Drekar og forynjur. Vakin athygli á úrvali bóka um dreka, risaeðlur og fleiri forynjur. Skemmtileg spil af ýmsum gerðum liggja frammi fyrir börnin. 19:00 – 24:00 Hafnfirsk tónlist hljómar á tónlistardeild. 20:00 - 22:00 Forvarsla gamalla skjala. Starfsmenn Þjóðskjalasafns sýna hreinsun gamalla skjala. 21:00 – 21:30 Fyrsti íslenski raðmorðinginn? Ólafur Ásgeirsson fjallar um hinn þekkta morðingja Axlar-Björn. Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands, Laugarvegi 162. Gengið inn frá Laugavegi. Héraðsskjalasafn Kópavogs 19:00 - 23:59 Pólitískir draumar og martraðir. Sýning um kosningar í Kópavogi. Myndir frá framboðsfundum, kosningaauglýsingar og áróður fyrir augu og eyru. Héraðskjalasafn Kópavogs, Hamraborg 1 Náttúrufræðistofa Kópavogs 19:00 – 24:00 Þorirðu að kíkja? Óræður skapnaður leynist á bak við tjöldin. Er hann lífs eða liðinn? Manngerður eða náttúrulegur? Komdu og kíktu ef þú þorir! 21:00 – 22:30 Eru fuglarnir guðir? Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur leiðir næturgesti um skuggalega sýningarsali og fræðir fólk um táknræna merkingu íslenskra fugla og fleiri dýra í trúarbrögðum og draumförum manna. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6a Bókasafn Kópavogs 19:30 - 20:00 Draumagrípari. Halla Frímannsdóttir fjallar um tákn drauma meðal ólíkra þjóða. 20:00 – 20:30 Blikandi stjörnur. Sönghópurinn Blikandi stjörnur, stjórnandi Ingveldur Ýr. 20:30 – 21:00 Draumar og ráðingar þeirra. Þóra Elfa Björnsson fjallar um drauma og draumráðningar. 22:00 – 23:00 Draumráðningar. Kristján Frímanns ræður drauma. 23:00 – 23:30 Varsjárbandalagið leikur tónlist frá Balkanlöndum. Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a Gerðarsafn 19:00 - 24:00 Gerðarlegt í Gerðarsafni. Hugmyndir og hönnun listamanna sem byggja á verkum Gerðar Helgadóttur. 19:00 – 24:00 Til þess er leikurinn Gerður. Sýning á verkum sem nemendur í barnadeildum Myndlistarskóla Kópavogs hafa unnið að undanförnu út frá verkum Gerðar Helgadóttur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Hamraborg 4 Molinn 19:00 - 24:00 Urban myndlist & underground Café. Götulist eftir Guðmund Óla aka. ELLT, lifandi tónlist. Molinn – menningarhús ungs fólks, Hábraut 2 Tónlistarsafn Íslands 20:00 & 22:00 Draumurinn um tónlistarsafn. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, leitast við að svara spurningunni: “Hvers vegna tónlistarsafn?”. Tónlistarsafn Íslands, Hábraut 2 Bókasafn Garðabæjar 20:00 - 20:30 Landnámsmenn í Garðabæ. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur flytur stuttan fyrirlestur um landnámsmenn í Garðabæ. 19:00 – 20:00 Þóra Elfa Björnsson – draumar og ráðningar þeirra. Þóra Elfa ræðir um drauma við gesti. Draumráðningabækur verða einnig til afnota. 19:00 – 24:00 Þýsk kvikmyndasýning í fjölnotasal. 19:00 – 24:00 Ljóðaveisla. Gestir geta tyllt sér og gluggað í ljóðabækur eftir þekkta og óþekkta höfunda. 21:00 – 24:00 Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur les örsögur. 21:00 - 24:00 Ása Marín Hafsteinsdóttir ljóðskáld les úr ljóðabók sinni Að jörðu. 23:00 – 24:00 Tónlistin ómar - Gítar og söngur. Jói og Einar spila og syngja fyrir gesti. Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1 Kvikmyndasafn Íslands 21:00, 22:00 og 23:00 Íslandsmynd Kafteins Dam er ein fegursta Íslandsmynd sem gerð hefur verið, tekin á Íslandi 1938 og 1939 af A. M. Dam. Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Sögusafnið 19:00 - 24:00 Sögusýningin Perlunni. Merkilegustu augnablikin úr sögu þjóðarinnar færð í myndrænan búning. Víkingar og handverksfólk sýna gestum vopn og handverk. Sögusafnið Perlunni Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur 19:00 - 24:00 Bíló í Elliðaárdal. Félagar í Smábílaklúbbi Íslands bjóða gestum og gangandi að spreyta sig á að stýra fjarstýrðum rafdrifnum smábílum. Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi 9 Árbæjarsafn 20:00 & 21:00 Hvað dreymdi þig? Símon Jón Jóhannsson heldur erindi um draumráðningar og býður gestum að ráða drauma þeirra. 22:00 & 23:00 Rökkurleiðsögn um Árbæjarsafn. Gengið um safnsvæðið með fjósalukt. Árbæjarsafn, Kistuhyl Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 19:00 - 24:00 Hver er maðurinn? Sýning á portrettum af þjóðkunnum íslendingum og getraunaleikur. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 Ásmundarsafn 19:00 – 19:45 Leiðsögn um sýninguna Rím. Á sýningunni er horft til listamanna sem glíma við sömu hluti og Ásmundur, en í nútímanum og í samhengi við okkar tíma. 20:00 -21:00 Rím - fjölskylduleiðsögn í tali og tónum. Hin ástsæla leikkona Guðrún Ásmundsdóttir bregður á leik í Ásmundarsafni ásamt hinni fjölhæfu tónlistarkonu Kristínu Önnu Valtýsdóttur. 21:00 & 21:30 & 23:00 & 23:30 Tónlist fyrir draumavél. Draumavéla-innsetning með tónlist eftir raftónlistarmanninn Rúnar Magnússon. Takmarkaður fjöldi kemst að í hvert sinn. 22:00 – 22:45 Leiðsögn um sögu og byggingarlist Ásmundarsafns með Guju Dögg Hauksdóttur, deildarstjóra byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn, Sigtúni Gljúfrasteinn - hús skáldsins 21:00 - 21:40 KK í stofunni á Gljúfrasteini. KK leikur á gítar og syngur eigin lög í stofunni á Gljúfrasteini. Gljúfrasteinn – hús skáldsins, Mosfellsdal Ókeypis er á alla viðburði Safnanætur www.safnanott.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.