Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 23.02.2010, Qupperneq 10
10 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR IÐNAÐUR Ef áætlanir Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra (SSNV) ná fram að ganga mun rísa lyfjaverksmiðja á Norður- landi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en Blönduós er helst nefndur. Um framleiðslu svokallaðra innrennslis- lyfja er að ræða. Starfshópur á vegum heil- brigðisyfirvalda komst að þeirri niðurstöðu 2005 að hefja skyldi framleiðslu slíkra lyfja hérlendis án tafar ellegar stórauka birgðahald í öryggisskyni. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV, segir hugmyndirnar byggja á geng- isþróuninni. Nú sé fyrir hendi rekstrar- grundvöllur lyfjaverksmiðju ólíkt því sem var þegar áform voru síðast uppi um þenn- an iðnað árið 2005. „Innviðirnir eru allir til staðar hér á Norðurlandi og af hverju skyld- um við ekki nýta okkur það? Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana hefur verið til umfjöll- unar og öll gjaldeyrissparandi framleiðsla er af hinu góða. Í framhaldinu mætti síðan skoða útflutning þessara lyfja auk þess sem möguleikar eru til að víkka út framleiðsluna í framhaldinu, til dæmis í framleiðslu dýra- lyfja.“ Jón Óskar segir að undirbúningur lyfja- framleiðslunnar, hvað varðar stærð verk- smiðjunnar og framleiðslugetu, byggi á skýrslu starfshóps heilbrigðisyfirvalda frá 2005. Starfshópurinn mælti þá með að verk- smiðja yrði byggð og rekin í tengslum við Landspítalann. Í fundargerð í lok árs 2005 segir að engan tíma megi missa og komst hóp- urinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða birgðir væru ásættanlegar ef starfrækt væri lyfjaverksmiðja hérlendis. Annars væri nauð- synlegt að hafa tólf mánaða birgðir í land- inu á hverjum tíma en mjög erfitt getur verið með aðdrætti ef kæmi til heimsfaraldurs, og er inflúensa nefnd sérstaklega. Einnig gæti mikil aukning á innrennslislyfjum orðið við atburði af völdum annarra sýkla, eiturefna, hópslyss eða náttúruhamfara. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir innlenda framleiðslu innrennslislyfja vera öryggisatriði. „Það væri til bóta að vera ekki háð innflutningi þessara lyfja. Það ætti að meta það alvarlega hvort ekki sé ástæða til að kosta nokkru til að hafa slíka verksmiðju hér. Þetta er þó fyrst og síðast pólitísk ákvörðun.“ Haraldur segir að sex mánaða birgðir séu í landinu nú. Hann telur það vera nægjanlegt en þörfin var endurmetin nýlega. Hann segir að framleiðsla innrennslislyfja sé til stað- ar í Færeyjum og rætt hafi verið um að gera samning á milli þjóðanna um lyfjakaup. svavar@frettabladid.is Sveitarfélög á Norðurlandi vilja reisa lyfjaverksmiðju Hugmyndir um framleiðslu innrennslislyfja á Norðurlandi eru komnar á góðan rekspöl. Heilbrigðisyfir- völd telja framleiðsluna auka öryggi sjúklinga ef neyðarástand skapast vegna heimsfaraldurs eða slysa. HERMAÐUR Sómalískur stjórnarher- maður stendur vörð um búðir her- manna nærri átakasvæði í suðurhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Hvera- gerðis hyggst selja eina íbúð sem bærinn á til að geta veitt fleirum sérstakar húsaleigu- bætur og minnkað biðlista eftir þeim. „Enn fremur er rétt að geta þess að með sífelldri fjölgun leiguíbúða á hinum almenna markaði hefur þörfin fyrir félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarfélaga minnkað,“ segir í bókun meirihluta bæjarráðs. Fulltrúi minnihlutans sagði óforsvaranlegt að selja eignir bæjarins í núverandi ástandi. „Í ljósi þeirra erfiðleika sem nú ríkja í þjóðfélaginu eru mikl- ar líkur á að þörfin fyrir félags- legt leiguhúsnæði eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir í bókun Róberts Hlöðverssonar. - gar Félagsleg íbúð á sölu: Andvirðið upp í húsaleigubætur LANDSPÍTALINN Á hverju ári eru notaðir á Landspítalanum ríflega 200 þúsund lítrar af innrennslislyfjum. Hætt var framleiðslu þessara lyfja þegar það svaraði ekki lengur kostnaði vegna gengisþróunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Innrennslislyf (dreypilyf) eru til dæmis saltvatn, sykur- vatn og dauðhreinsað vatn. Innrennslislyf eru aðallega notuð til að gefa sölt eða næringarlausnir en einnig er um mikilvirk lyf að ræða. ■ Innlend þörf á innrennslislyfjum, leysivökvum og skolvökvum er metin um 250 þúsund lítrar. Þörf á skilunarvökvum er 120 þúsund lítrar til viðbótar. ■ Gert er ráð fyrir verksmiðju með grunnframleiðslu á um 300 þúsund lítrum en milljón lítra framleiðslu í neyðarástandi. ■ Húsnæðið þyrfti að vera um þúsund fermetrar. ■ Reiknað er með sextán stöðugildum. ■ Reiknað er með að uppsetning verksmiðjunnar taki um eitt ár (2005). ■ Líklegt er að kostnaður sé á annan milljarð króna. Hann var talinn um 700 milljónir árið 2005 utan hönn- unar og endanlegs vals á tækjum. ■ Á grundvelli samþykktar ríkisstjórnarinnar undirbjó starfshópur á vegum LSH að reisa lyfjaverksmiðju árið 2005. ■ Gert var mat á neyðarástandi og talið að tólf mánaða birgðir væru nauðsynlegar. Nú er talið að sex mánaða birgðir dugi. Notkun innrennslislyfja er talin fjórfaldast í neyðarástandi eins og við heimsfaraldur inflúensu. FRAMLEIÐSLA INNRENNSLISLYFJA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.