Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 12
12 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 50 ilmandi matseðlar. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7. 110 Reykjavík. Sími 515 5000. www.oddi.is 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. F í t o n / S Í A CCP stjórnar heilu hagkerfi sem nær yfir mörg sólkerfi. Við erum bankinn þeirra. Lárus Sigurðsson, útibússtjóri Borgartúni Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir F í t o n / S Í A EGGALDIN Í HRÚGU Indverskur bóndi hrúgar upp eggaldinum úr nýrri uppskeru skammt frá Bhubaneswar á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MOSFELLSBÆR Það er ekkert voða smart að hafa tvo miðaldra karla í tveimur efstu sætunum, segir Hanna Bjartmars Arnardóttir, frambjóðandi Samfylkingar til sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingin blés til prófkjörs á dögunum. Eftir það er Jónas Sig- urðsson í fyrsta sæti og Valdimar Leó Friðriksson í öðru. Hanna sóttist eftir öðru sæti, en hafnaði í þriðja sæti. Í fjórða sæti er Anna Sigríður Guðnadótt- ir. Anna sóttist einnig eftir öðru sætinu. Heimildir blaðsins herma að rætt hafi verið um að Valdimar verði færður neðar á listann og kona verði sett í annað sæti. Hanna segist ekki hafa farið fram á eitt né neitt í þeim efnum og segist engar upplýsingar hafa um hvort Valdi- mar verði færður. Í prófkjörinu var ekki stuðst við fléttulista, þannig að annað kynið yrði ekki í tveimur sætum í röð. „Eftir á að hyggja hefði kannski átt að gera það, í efstu sætin tvö,“ segir Hanna. Anna Sigríður segist ekki alveg vita hvernig henni lítist á að taka fjórða sætið á listanum, sam- kvæmt niðurstöðu prófkjörsins. Ekki sé búið að taka ákvörðun um listann. Prófkjörið var ekki bindandi, og kjörstjórn liggur nú yfir niður- stöðum þess. Tillaga nefndarinn- ar verður lögð fram á fimmtudag á félagsfundi. Anna segir að þá hljóti að koma „einhver farsæl lausn“. - kóþ Framboðslisti Samfylkingar í Mosfellsbæ endanlega afgreiddur á fimmtudag: Ekki smart að hafa tvo miðaldra karla STJÓRNMÁL Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, skilaði í gær til Ríkisend- urskoðunar gögnum um kostnað sinn vegna prófkjörs fyrir alþing- iskosningarnar 2007. Ragnheiði bar ekki skylda til að skila þessum gögnum, en gerði það svo ekki drægi úr trausti til setu hennar í þingnefnd sem á að bregð- ast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um fjármál stjórnmálasam- taka átti Ríkisendurskoðun að taka við gögnum af þessu tagi fyrir 15. nóvember síðastliðinn og birta þau fyrir áramót. Ríkisendurskoðun er því hætt að taka við þeim. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að skoðað verði hvort stofnun- in verður við beiðni Ragnheiðar, um að birta gögnin. Hins vegar sé Ragnheiði frjálst að birta þessi gögn upp á eigin spýtur. Stofnun- in leggi hvort eð er ekkert mat á þau. Ragnheiði var í gær boðið að birta gögnin í Fréttablaðinu, en hún sagðist vilja bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Til upprifjunar má geta þess að þrír borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins birtu gögn um prófkjörs kostnað sinn í blaðinu í janúar, en þau voru í svipuðum sporum og Ragnheiður. - kóþ Ríkisendurskoðun og fjármál frambjóðenda: Ragnheiður skilar gögnum um kostnað RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Í ágúst 2009 var ákvæði bætt við lög um fjármál stjórnmálasamtaka, sem skyldaði Ríkisendurskoðun til að birta gögn um fjárframlög og kostnað vegna stjórnmálastarfs allt aftur til ársins 2002. Frambjóðendurnir sjálfir áttu að biðja stofnunina um að birta gögnin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON HANNA BJARTMARS ARNARDÓTTIR ANNA SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.