Fréttablaðið - 23.02.2010, Side 24

Fréttablaðið - 23.02.2010, Side 24
 23. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fermingar Fáeinar gjafir til ferminga Falleg hönnun fyrir framtíðarstundvísi. Habitat, Holtagörð- um. Verð 11.000 krónur. Gulur Bobby-lampi er hressilegur í unglinga- herbergið. Habitat, Holtagörðum. Verð 6.380 krónur. Þykkt og stórt Normann Copenhagen- handklæði. Til í þremur stærðum. Epal, Skeifunni 6. Verð 9.800 krónur. Flestir vilja gefa fermingarbörnunum gjafir sem þau geta notað langt fram á fullorðinsár, ef ekki lengur. Útsendari Fréttablaðsins fór á stúfana að leita að eigulegum fermingargjöfum. Gott er að reyna að fara ótroðnar slóðir svo að fermingarbarnið endi ekki með tíu eintök af því sama. Einnig er vert að minnast þess að þótt peningagjafir séu góðar og gildar, eru munir, sem ferm- ingarbarnið tengir við gefandann, oft mun persónu- legri. - jma Eigulegur þriggja árstíða dúnpoki, TNF Green Kazoo. Fylltur með rúmlega hálfu kílói af gæsadún og fóðraður með silkimjúku efni. Útilíf, Kringlunni. Verð 59.900 krónur. Babyliss-sléttu- járn úr títaníum/ keramík-plötu. Elko, Skeifunni 7. Verð 9.795 krónur. Margar flugur í einu höggi: gsm-sími, 5MP myndavél, tón- listarspilari, útvarp, skjalaskoðari og fleira til í LG Viewty- símanum. Vodafone, Skútuvogi 2. Verð 29.990 krónur. ● FAÐIR VOR, ÞÚ SEM ERT Á HIMNUM Faðirvor- ið er líklega sú bæn sem flest- ir þekkja og kunna. Bænina er að finna í Matteusarguðspjalli og hefur verið bæn kristinna manna í áraraðir. Samkvæmt lögum frá miðöldum áttu allir kristn- ir menn að kunna Faðirvorið og bendir allt til þess að mönnum hafi verið kennt það á móður- málinu og þess vegna hafi það verið þýtt á íslensku. Elsta útgáfa Faðirvorsins er frá 13. öld en sú útgáfa sem notuð er í dag var þýdd af Oddi Gottskálkssyni og kom út í kringum 1540. HANNAÐ HEIMA Fermingarboðskort eru fastur liður í fermingar- undirbúningnum en í seinni tíð eru margir farnir að hanna og gera þau upp á eigin spýtur, enda er tækjabúnaður margra heimila oftar en ekki vel til þess fallinn. Þó hönnunin fari fram heima er hægt að prenta kort- in hjá flestum ljósmyndaþjónustum en í gegnum þær má einnig panta stöðluð kort með persónulegri mynd. Eigi að senda eigin kort í prentun þarf hins vegar að kynna sér hlutföll og stærð- ir auk þess að sjá til þess að upplausn mynda sé góð. Eins er gott að hafa í huga að ávallt fer eitthvað af könt- unum í prentun og því er ekki ráð- legt að setja texta og flúr of ná- lægt köntum. Gleymið ekki að panta kleinur í Fermingarveisluna. í fermingarveisluna Kleinur H.S. Kleinur Sími 692 3853 Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Kreistu fram bros gegn kvíðanum. ● ÓÞARFI AÐ HAFA ÁHYGGJUR Fermingarbarnið er miðpunkt- ur dagsins en það getur reynst mörgum unglingnum erfitt. Ef mikill kvíði sækir að fermingarbarninu fyrir stóra daginn má reyna eftirfarandi ráð: ■ Forðast að horfa á sjálfan sig í spegli. Ef þú getur ekki haldið þig frá speglinum neyddu þig þá til að brosa framan í sjálfan þig. ■ Fá sér eitthvað létt að borða eins og ávöxt. ■ Horfa á skemmtilega mynd til að gleyma tímanum. ■ Leiða hugann frá því sem fram undan er með því að hlusta á skemmtilegt lag og syngja hástöfum með. ■ Vera á hreyfingu, dansa og hlæja upphátt. ■ Segja við sjálfan sig að fermingin verði skemmtileg. ■ Skvetta köldu vatni á andlitið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.