Fréttablaðið - 23.02.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 23.02.2010, Síða 29
fermingar ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2010 9 ● HÁTÍÐLEGT Kyrtill sem Sigurður Guðmundsson teikn- aði um 1870 hefur verið notað- ur talsvert sem fermingarbún- ingur. Kyrtillinn er einfaldari í sniði, léttari og íburðarminni en skautbúningurinn sem Sigurð- ur teiknaði um miðja 19. öld- ina. Við kyrtilinn er þó borinn sams konar höfuðbúnaður og við skautbúninginn: faldur, fald- blæja og faldhnútur. Koffur eða spöng úr gylltu silfri er við fald- inn og um mittið er stokkabelti eða sprotabelti. Make Up Store býður upp á ráðgjöf í förðun. Fléttur eiga við hin ýmsu tilefni. Snyrtivöruverslunin Make Up Store býður upp á ráðgjöf fyrir stúlkur sem er tilvalin annað hvort fyrir ferminguna eða sem gjöf handa fermingarstúlkunni. Stúlkurnar læra að farða sig undir handleiðslu förðunarfræðings og tekur námskeiðið tæpa klukku- stund. Að námskeiðinu loknu fá þær vöruúttekt að eigin vali. Mar- grét Jónasardóttir, förðunarfræð- ingur hjá Make Up Store, segir námskeiðið sniðugt fyrir stúlk- ur sem eru að byrja að farða sig, þarna læri þær réttu handtökin og fái ráðgjöf. - sm Kenna stúlkum réttu handtökin FERMINGARGJAFIRNAR FÁST Í OFFICE 1 Hnettir Skeifan, Smáralind, Korputorg, Hafnarfjörður Selfoss, Egilsstaðir, Akureyri TÍMA SKEIFUNNI OPIÐ Mikið úrval gjafabréfa Spil í mikluúrvali ● AÐ VANDA VALIÐ Það hefur tíðkast að gefa fermingarbarni peningagjafir á fermingardaginn. Mörg fermingarbörn kjósa að leggja fermingarpeningana inn á bankareikning og geyma til betri tíma, en önnur kjósa að kaupa sér eitthvað fallegt fyrir þá. Þá er tilval- ið að nota þennan pening til þess að kaupa sér eitt- hvað endingargott og notadrjúgt líkt og svefnpoka, reiðhjól, húsgagn eða útivist- arfatnað. Þegar fermingarbarnið eld- ist er gaman að geta litið til baka og hugsað til þess að þennan hlut hafi það eignast á ferming- ardaginn. Gaman er að nýta fermingar- peningana í eitthvað nota- drjúgt. ● FÍNAR FLÉTTUR Í HÁRIÐ Hárflétt- ur eru skemmtileg og einföld lausn þegar setja á hárið upp í fallega greiðslu. Þekktar stjörn- ur hafa verið duglegar að skarta fléttum við hin ýmsu tækifæri undanfarið og virðist ekkert lát vera á vinsældum þeirra. Hægt er að leika sér svolítið með fléttur með því að flétta aðeins toppinn, gera nokkrar laus- ar fléttur á víð og dreif um kollinn eða einfalda fasta fléttu aftan í hnakka. Að auki er hægt að skreyta flétturnar með ýmsu hárskrauti eins og til dæmis silkiborðum, blómum eða fallegum spennum. -

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.