Fréttablaðið - 23.02.2010, Side 30

Fréttablaðið - 23.02.2010, Side 30
 23. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fermingar Björgvin Franz Gíslason hafði ekki mikinn áhuga á Söru Bernharðs-kökunum sem boðið var upp á í fermingarveislunni hans. „Það hefur orðið algjör sprenging hjá okkur,“ segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, félags sið- rænna húmanista, sem býður nú upp á borgaralega fermingu í 22. sinn á Íslandi. Fyrst var boðið upp á slíkar fermingar árið 1989 og nýttu sér það alls sextán fermingarbörn. Nú, rúm- lega tveimur áratugum síðar, hefur sú tala risið upp í 166, sem er rúmlega 35 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Hope segist ekki vita nákvæmlega hver ástæð- an fyrir þessari miklu fjölgun sé. „Fyrir þessu geta verið margvíslegar ástæður. Borgaraleg ferming höfðar ekki eingöngu til krakka sem ekki eru trúaðir. Það getur verið að sú fræðsla sem við bjóðum upp á höfði meira til þeirra, en hún gengur meðal annars út á siðfræði, gagnrýna hugsun og umræður um stöðu unglinga í neyslusamfélagi. Kannski finnst sumum hreinlega skemmtilegra að sækja svona námskeið en það sem kirkjan býður upp á,“ segir Hope. Í vetur hefur Siðmennt staðið fyrir sex námskeið- um í aðdraganda borgaralegrar fermingar, auk fjar- náms fyrir þá sem búa erlendis. Þar á meðal er eitt námskeið haldið á Akureyri fyrir fermingarbörn á Norður- og Austurlandi. Fermingarathafnirnar verða alls fjórar, tvær í Háskólabíói hinn 18. apríl, á Akur- eyri 24. apríl og þann 19. júní á Fljótsdalshéraði. Flestir sem fermst hafa á ann- að borð luma á skemmtilegum minningum úr sjálfri ferming- unni eða veislunni sem fylgdi í kjölfarið. Fréttablaðið ræddi við þrjá fermda einstaklinga. „Ætli það eftirminnilegasta við ferminguna mína sé ekki sú stað- reynd að ég var minnstur á ferm- ingarhópmyndinni,“ segir Steinn Ármann Magnússon leikari, sem fermdist í Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði árið 1978. Að sögn Steins Ármanns er fótabúnaður fermingarsystkin- anna þó hluti af skýringunni. „Á þessu tíma voru svokallaðir „plat- form-skór“ vinsælir og einhverjir klæddust svoleiðis í fermingunni, sem hækkaði þá talsvert. Slík- ir skór voru ekki alveg minn te- bolli, en þó hafði ég mjög ákveðn- ar skoðanir á fermingarfötunum og vildi ekki vera í jakkafötum. Ég klæddist leðurjakka og Hoov- er-flauelsbuxum, en var svo í skyrtu og með slaufu við,“ segir Steinn Ármann og bætir við að hann hafi ekki orðið fyrir neinu aðkasti vegna klæðaburðarins, þótt fáir hafi farið að hans for- dæmi. Ræða sem Karl Lilliendahl hljóðfæraleikari, móðurafi Hild- ar Lilliendahl ljóðskálds, hélt í fermingarveislu barnabarnsins árið 1995 er Hildi afar eftirminni- leg. „Hún var vissulega hjartnæm og falleg en mikið skammaðist ég mín þegar hormónarnir báru mig ofurliði og ég raunverulega tár- felldi fyrir framan alla, þrett- án ára gelgjan, undir þessum orðum afa míns: „Það er trú mín að þeim sem mikið er gefið sé um leið fengin sú ábyrgð að verja auði sínum vel. Varðveittu hreinleika hugans, hlustaðu á samvisku þína, þá ertu á réttri braut,“ segir Hild- ur. „Afi Kalli dó sjö árum seinna og enn þykir mér vænna um þessi orð en nokkuð annað tengt þess- um degi,“ bætir hún við. Matargerð Gísla Rúnars Jóns- sonar, föður Björgvins Franz Gíslasonar leikara, er nokkuð sem Björgvin segist aldrei gleyma úr fermingarveislunni sinni. „Pabbi er mikill matmaður og lét búa til geigvænlegt magn af Söru Bern- harðs-kökum, um þrjú hundr- uð stykki ef ég man rétt, sem ég hafði engan áhuga á. Ég hef pabba grunaðan um að hafa pant- að kökurnar fyrst og fremst fyrir sjálfan sig,“ segir Björgvin og skellir upp úr. - kg „Platform-skór“ og ræður Steinn Ármann Magnússon fermdist í leðurjakka og flauelsbuxum með slaufu. Ræða sem móðurafi Hildar Lilliendahl hélt í veislunni er henni í fersku minni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fermingarfræðslan hjá Siðmennt gengur meðal annars út á siðfræði og gagnrýna hugsun. NORDICPHOTOS/GETTY Fleiri fermast borgaralega Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Kemur út fi mmtudaginn 25. febrúar Borðbúnaður og skreytingar Sérblað Fréttablaðsins fermingar brúðkaup útskriftir veislur matarboð • • • • • FR ÉT TA BL A Ð IÐ /R Ó SA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.