Fréttablaðið - 24.02.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAGI Í
MIÐVIKUDAGUR
24. febrúar 2010 — 46. tölublað — 10. árgangur
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
KUÐUNGURINN, umhverfisviðurkenning umhverfisráðuneytisins,
verður afhentur 25. apríl. Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefning-
um um fyrirtæki eða stofnanir sem vegna verka sinna og athafna
á síðasta ári eru þess verðug að hljóta Kuðunginn. www.
umhverfisraduneyti.is
„Þetta var mjög skemmtileg og ævintýraleg ferð,“ segir Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýs-ingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, um tónlistarferðalag sem hann fór í til Frakklands í ágúst 2005.Tildrögin að ferðinni voru sú að Einar Melax, sem þá var tónlistar-kennari á Grundarfirði, fékk þá hugmynd að setja saman hljómsveit með það að markmiði að komast á sjómannalaga- og þjóðlagahátíðina Fête du chant de marin, sem hald-in hefur verið í bænum Paimpol í Frakklandi annað hvert ár í ára-tugi. Hljómsveitin átti að spila gömul og nýrri íslensk sjómanna-lög. „Einar hafði dvalið í Pk
sveit sem trommuleikari. Við gerð-um demó, sendum út og fengum inni á hátíðinni, hugsanlega einn-ig fyrir tengsl Grundarfjarðar og Paimpol sem eru vinabæir.“ Hljómsveitin hlaut nafnið Rauð-ir fiskar og alls flugu tíu manns til Parísar í byrjun ágúst, hljóm-sveitarmeðlimir og fylgifiskar. Tveir bílaleigubílar voru fylltir af farangri og hljóðfærum og svo hélt hópurinn af stað þvert yfir Frakkland, alla leið til Paimpol, sem er lítill sjómannabær á Breta-gne-skaganum. „Bærinn er mjög fallegur og notalegur með stórri höfn. Hann hefur mikla Ísl dtengin
að sjá hann, sem var algjörlega óleymanlegt,“ segir Sigurgeir.Hann segir tónleikasvæðið á hátíðinni vera einkar skemmtilegt. Öll sviðin eru við höfnina sem er U-laga, eitt sviðið er um borð í gam-alli seglskútu og standa þá áhorf-endur á bakkanum og flytjendur eru um borð í bátnum. Rauðir fisk-ar komu þrisvar sinnum fram, þar af eitt skipti í bátnum.Eftir að hátíðinni lauk dvaldi hópurinn í nokkra daga áfram í Paimpol. „Okkur var boðið í sigl-ingu á vegum Íslendingafélagsins í bænum á
Spilaði um borð í bátSigurgeir Finnsson sótti sjómannalaga- og þjóðlagahátíðina Fête du chant de marin í bænum Paimpol á
Bretagne-skaga og tróð þar upp ásamt hljómsveitinni Rauðum fiskum frá Grundarfirði sumarið 2005.
Sigurgeir segir bæinn Paimpol á Bretagne-skaga vera lítinn og notalegan og hafa mikla tengingu við Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Slys og veikindi barna
Námskeiðsgjald: 6.500 kr. á mann en 5.000 krónur ef maki eða
eldra systkini tekur líka þátt.
Leiðbeinandi er Sigrún Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini.
Skráning er til 14.mars
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið
Slys og veikindi barna 8. og 10 mars kl. 18-21 í
Hamraborg 11, 2 hæð.
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og
orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.
Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu
tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna
á sjúkrahús o.fl.
Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 eða
með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.
Skráning er til 4 mars
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og
félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fá 10% afslátt.
Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðirí miðbænum
sími 0045-2848 8905
La Villa
SIGURGEIR FINNSSON
Spilaði með Rauðum
fiskum í Frakklandi
• á ferðinni • fermingar
Í MIÐJU BLAÐSINS
Fréttablaðið er með 212% meiri
lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað,
höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
73,8%
23,7%
Skilanefndasiðferði
„FME getur skipað nýjan skila-
nefndarmann ef einhver hættir.
En bara ef einhver hættir,” skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
UMRÆÐAN 14
VETRARLÍF
Fljótandi hótel, ísborgir
og ferðir með troðara
Sérblaðið Vetrarlíf
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Þróunarsamvinna skilar
góðum árangri
Landgræðsluskóli
Háskóla Sameinuðu
þjóðanna rekinn á
Íslandi.
TÍMAMÓT 18
INGIBJÖRG EGILS
Ný aðstoðarkona Kalla
Berndsen í sjónvarpinu
Ný þáttaröð að hefjast
FÓLK 30
Hitti klónið
Jón Ársæll Þórðarson
hitti klónaða útgáfu
af sjálfum sér í
Pálma Gests-
syni.
FÓLK 22
FERÐIR „Þetta er alveg nýr mark-
hópur í ferðaþjónustu á Íslandi
en að skipuleggja prjónaferðir
hingað til lands
hefur ekki verið
gert áður svo
ég viti,“ segir
Ragnheiður
Eiríksdóttir,
sem á og rekur
Knitting Iceland
með Hélène
Magnusson
prjónahönnuði.
Mikill áhugi
er meðal erlends prjónafólks á lúx-
usferðum sem þær stöllur hafa
skipulagt og snúast um að prjóna
í íslensku umhverfi. „Með þessa
hugmynd komumst við svo inn í
verkefni sem kallast Útflutnings-
aukning og hagvöxtur og er í gangi
hjá Útflutningsráði og þar höfum
við unnið með skipulag og mark-
aðssetningu þessara ferða síðan í
október.“ - jma / sjá allt í miðju blaðs
Erlent prjónaáhugafólk:
Flýgur til Íslands
til að prjóna
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
ALLHVASST NV-TIL Í dag verða
norðaustan 8-13 m/s en hvassara
NV-til og við SA-ströndina. Víða
snjókoma eða él og S- og SV-til
síðdegis. Frost 2-10 stig.
VEÐUR 4
-5
-6
-4
-3
-4
BJÖRGUN Þótt hestar hafi verið
notaðir öldum saman hér á landi
við leit og smölun á sauðfé hefur
minna farið fyrir því undanfarin
ár að þarfasti þjónninn sé notaður
við leit og björgun á fólki.
Hópur björgunarsveitarfólks í
Borgarnesi hefur starfrækt Leit-
arhesta í Borgarfirði í á annað ár.
Halla Kjartansdóttir, forsvars-
maður hópsins, segir hópinn til-
búinn, nú sé beðið eftir útkalli
þar sem hestarnir þyki henta.
Unnið er að því að koma slíkum
hópum á legg á öðrum svæð-
um, til dæmis á Suðurlandi og í
Skagafirði, enda góð leið til að
sameina áhuga á hestamennsku,
björgunarstörfum og útivist.
„Hestar komast ótrúlega vel
og hratt yfir torsótt land. Knap-
inn sér betur yfir en fótgangandi
björgunarsveitarmaður og hefur
meira ráðrúm til að líta í kringum
sig,“ segir Halla. Reiðmaðurinn
hafi að auki annað sett af skyn-
færum sem næmur knapi geti
nýtt sér.
„Við teljum leitarhesta góða við-
bót við aðra leitarmöguleika sem
nú eru í boði,“ segir Halla. „Þetta
er hrein viðbót við það sem nú er
í gangi. Fólk leitar á alls konar
farartækjum, og sum þeirra henta
ekki við allar aðstæður.“
Halla segir að framtíðarmark-
miðið sé ekki bara að nota hesta
við leit og björgun, heldur að
þjálfa þefhesta. Þeir geti gegnt
svipuðu hlutverki og leitarhund-
ar, með því að finna lykt af fólki
sem verið er að leita að. Hestar
hafa mjög gott þefskyn, og innan
leitarhópa í Bandaríkjunum er
stundum hluti af hestum hópsins
þjálfaður sem þefhestar, segir
Halla.
Ekki gengur að senda hvaða
hest sem er til leitar, enda verða
hestarnir að vera vel tamdir og
traustir, fótvissir, sterkir og sjálf-
stæðir í hugsun. Halla segir þetta
til að mynda eiga við marga af
þeim hestum sem notaðir séu við
smölun. Þá þarf knapinn að hafa
þjálfun í björgunarstörfum til að
nýtast sem best, þótt einstöku
sinnum hafi verið leitað til óþjálf-
aðra heimamanna sem þekkja
leitarsvæðið vel.
Gallinn við að nota hesta frek-
ar en vélknúin farartæki er að
útkallstíminn getur verið lengri.
Halla segir mögulegt að leitar-
hópar á hestum verði frekar not-
aðir við leit eftir að fyrstu við-
brögð hafi verið sett í gang, til
dæmis á öðrum degi leitar eða
þegar leit sé efld.
Notkun hesta til leitar og björg-
unar er þekkt víða um heim. Halla
er í forsvari fyrir undirbúnings-
hópi sem vinnur að stofnun fleiri
leitarhópa hér á landi. Hún segir
mikilvægt að nýta sér reynslu
annarra í þessum efnum. - bj
Björgunarsveit vill þefhesta
Miklir möguleikar eru fólgnir í notkun hesta við björgunarstörf hér á landi. Geta hentað þegar þarf að fara
yfir torsótt landsvæði. Einn leitarhestahópur starfandi á landinu. Framtíðarmarkmið að þjálfa þefhesta.
vetrarlífMIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Ferðast með snjótroðaraBoðið er upp á óvenjulegar ferðir upp fjallið Kaldbak.
SÍÐA 4
STJÓRNMÁL Ekki fengust formleg viðbrögð við svar-
bréfi íslenskra ráðamanna við tilboði Breta og
Hollendinga um lausn Icesave-málsins í gær. Óvíst
er að þau fáist í dag en í stjórnkerfinu er vonast til
að þau fáist fyrir vikulok.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra samtöl við
ráðherra í Bretlandi, Hollandi og Noregi í gær.
Hollenski fjármálaráðherrann, Wouter Bos, lét af
embætti í gær í framhaldi afsagnar ríkisstjórnar
landsins, og var eitt hans síðasta embættisverk að
ræða við Steingrím J. Sigfússon.
Samtölin voru óformleg og í þeim fékkst ekki
ádráttur um svör eða nýtt tilboð.
Hluti íslensku samninganefndarinnar hélt til
Lundúna í gær og er þar reiðubúinn að ganga á
fund með Bretum og Hollendingum, þegar og ef til
hans verður blásið. Ytra eru formaðurinn Lee C.
Buchheit, Guðmundur Árnason og Lárus Blöndal.
Heima sitja Einar Gunnarsson og Jóhannes Karl
Sveinsson.
Þó að alls óvíst sé hvenær svarbréfi Íslendinga
verður svarað og jafnóvíst sé á hvaða nótum
svarið verður ríkir enn sæmileg bjartsýni meðal
íslenskra ráðamanna. Þeir benda jú á að engum
dyrum hafi enn verið lokað. Tími til samninga sé
þó naumur.
- bþs, kóp
Stöðug samskipti við breska og hollenska ráðamenn en óvíst hvert stefnir:
Viðbragða við svarbréfi beðið
Basl á Börsungum
Barcelona mátti
þakka fyrir jafntefli
gegn Stuttgart í
Meistaradeildinni í
gær.
ÍÞRÓTTIR 26
LÍFSINS LEIKUR Þótt kalt sé í veðri skín sólin samt og engin ástæða til að sitja heima með hendur í skauti. Þetta vita þessir efni-
legu piltar sem lögðu á ísinn á Reykjavíkurtjörn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN