Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 16
16 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Davíð Stefánsson skrifar um
Vinstri græn
Fréttablaðið hefur sýnt mál-efnum vinstri grænna mikinn
áhuga á síðustu vikum. Síðast á
mánudaginn birtist fréttaskýring
um meintan klofning innan hreyf-
ingarinnar og af honum eru dregn-
ar ýmsar ályktanir, sumar ansi
brattar.
Lök framkvæmd?
Þar er vikið sérstaklega að for-
vali VG í Reykjavík sem fram fór
6. febrúar sl. og fjallað um „laka
framkvæmd kosninganna“. Stað-
reyndin er hins vegar sú að fram-
kvæmd forvalsins var almennt til
mikillar fyrirmyndar, enda ein-
valalið innan hreyfingarinnar
sem kom þar að málum. Kjörsókn
var framar vonum og raunar meiri
nú en í síðasta forvali til alþing-
iskosninga. Í eftirleik forvals-
ins kom í ljós að ekki voru allir
frambjóðendur fyllilega sáttir og
formaður kjörstjórnar var gagn-
rýndur fyrir að hafa veitt misvís-
andi upplýsingar um meðhöndlun
póstatkvæða. Til að uppstilling á
lista í kjölfar forvalsins yrði hafin
yfir allan vafa tók forvalsstjórn
ekki við því starfi, eins og hefð er
fyrir, og því verður ný uppstilling-
arnefnd skipuð. Í þessu fólst engin
yfirlýsing um að framkvæmd for-
valsins hefði verið „lök“, enda ríkti
almenn ánægja innan stjórnar
VG með forvalsstjórnina og störf
hennar.
Steingrímur og Ögmundur
Í sömu fréttaskýringu er miklu
púðri eytt í þær kenningar að
Vinstri græn sé klofin og að félags-
menn fylgi annað hvort Steingrími
J. Sigfússyni eða Ögmundi Jónas-
syni að málum.
Kenningarnar
ganga út á það
að allt umrót
innan VG megi
rekja til valda-
baráttu á milli
þeirra tveggja.
Jafnvel hvers-
dagslegur mis-
ski lningur á
milli borgar-
fulltrúans Sól-
eyjar Tómasdóttur og varaborg-
arfulltrúans Hermanns Valssonar
hefur verið talinn til marks um
spennuna sem ríki á milli fylk-
inga. Í fjölmiðlum var fjallað um
„skoðanakúgun“ og „átök“ þegar
um var að ræða einfaldan mis-
skilning. Þannig hefur verið mjög
lærdómsríkt að fylgjast með því
undanfarið – bæði í fjölmiðlum og
á bloggsíðum – hvernig reynt er að
skipa fjölmörgum félögum í VG á
bása, annaðhvort með Steingrími
og á móti Ögmundi – eða öfugt.
Hvaðan slíkar sögur eru sprottn-
ar veit ég ekki, en þegar talað er
um Sóleyju Tómasdóttur og und-
irritaðan sem hluta af Steingríms-
arminum, jafnvel Svavars-armin-
um (svo dæmi séu tekin) þá þykir
mér helst til langt seilst í lestri á
hinu pólitíska landslagi. Ég hef
starfað mikið innan VG í rúmt
ár og kynnst ótal félagsmönnum
á þeim tíma. Fæstir þeirra gefa
mikið út á þessa skiptingu, enda
flestir almennt ánægðir með bæði
Steingrím og Ögmund og áhersl-
ur þeirra, þótt hvorugur sé hafinn
yfir gagnrýni.
Kynslóðaskipti og ný staða
Fyrir mér er skoðanaágreiningur
innan VG augljós og ekkert til að
fara í grafgötur með. Sá ágreining-
ur stafar af hins vegar af öðrum
sökum en þeim að Steingrímur og
Ögmundur takist á bak við tjöld-
in. Fyrir það fyrsta stækkar hreyf-
ingin hratt og öðlast breiðari skír-
skotun á meðal landsmanna, eins
og fylgisaukning síðustu ára sýnir.
Það þýðir að í hreyfinguna bætast
nýir einstaklingar sem vilja starfa
og hafa áhrif. Þeir eru gjarnan í
yngri kantinum og sumir hafa
aðrar áherslur en þeir sem lengur
hafa starfað. Í öðru lagi er hreyf-
ingin í þeirri nýju stöðu að halda
um stjórnartaumana í landinu,
sem þar að auki er í skugga efna-
hagshrunsins. Í þriðja lagi hefur
hún þurft að fara í gegnum flókin
og erfið mál sem hafa reynst henni
erfið. Hér er auðvitað átt við ESB-
umsóknaraðild og Icesave-arfleifð-
ina frá fyrri ríkisstjórn – mál sem
hafa sannarlega valdið deilum í
þingflokki VG sem og meðal allra
félagsmanna.
Engin ástæða er til að hafa
áhyggjur af því að tekist sé á innan
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, rétt eins og innan allra
annarra stjórnmálaflokka. Þá fyrst
væri ástæða til að hafa áhyggjur af
VG ef almennir félagsmenn færu
að trúa ýktum sögum um meintar
fylkingar Steingríms og Ögmundar,
enda hafa fæstir þeirra sem virk-
ir eru í félagsstarfinu áhuga á að
láta draga sig í dilka. Hér er ágætt
að minna sig á að félagsmenn í VG
skipta þúsundum, virkir félagar í
flokksstarfinu skipta hundruðum,
og samtakamáttur þeirra er miklu
meiri en svo að dulítill hristing-
ur í fjórtán manna þingflokki
nái að breyta þúfu í hól og valda
almennum klofningi. Við erum vön
því að takast á, við erum vön því
að vera ósammála, við erum vön
því að þora að skammast í flokks-
forystunni. Og við það situr.
Höfundur er formaður VG í
Reykjavík.
Þúfan og hóllinn
DAVÍÐ
STEFÁNSSON
UMRÆÐAN
Albert Jónsson skrifar um
kjaraskerðingu eldri borgara í
Kópavogi
Við gerð fjárhagsáætlunar Kópa-vogs fyrir árið 2010 hefur verið
ákveðið að rukka eldri borgara
fyrir aðgang að sundlaugum Kópa-
vogs og kaffi sem hefur verið boðið
upp á eftir sund. Þessi innheimta
hófst 1. febrúar síðastliðinn. Það
er öllum ljóst að sundið er einhver
besta heilsubót fyrir eldri borgara
auk þess sem kaffi eftir sund er
mikilvægur félagsskapur hjá þess-
um hópi. Nú er byrjað að rukka
fyrir þetta í Kópavogi en þetta er
ókeypis í öðrum nágrannasveitar-
félögum m.a. Garðabæ.
Eldri borgarar hafa orðið fyrir
mikilli tekjuskerðingu á undanförn-
um misserum vegna skerðingar á
grunnlífeyri og hækkun á ýmsum
gjöldum við að halda heimili. Þessi
ákvörðun bæjarstjórnar verður að
falla undir mikla hugmyndafátækt
við aðhald í rekstri bæjarins. Með
þessari ákvörðun áætlar Kópavogs-
bær að spara 7 milljónir króna á
árinu 2010.
Á sama tíma hefur bæjarráð
Kópavogs samþykkt að Kópavogs-
bær greiði fyrir sex mánaða bóka-
safnskort og sömuleiðis þriggja
mánaða kort til að stunda líkams-
rækt hvort heldur er í sundlaugum
bæjarins eða líkamsræktarstöðv-
um fyrir Kópavogsbúa sem eru á
atvinnuleysisbótum. Í dag eru um
þúsund Kópavogsbúar atvinnu-
lausir og því má áætla kostnað á
ári við þessa aðgerð í kringum 50
milljónir.
Í fjárhagsáætlun Kópavogsbæj-
ar fyrir árið 2010 kemur fram að
skatttekjur nemi um 13,3 milljörð-
um króna sem eru útsvar og fast-
eignaskattar. Til fræðslumála er
áætlaður um 8,1 milljarður og til
íþrótta- og æskulýðsmála 1,4 millj-
arðar. Áætlað er að rekstur skrif-
stofu Kópavogsbæjar nemi 652
milljónum króna sem er um 5%
af tekjum bæjarins. Við lauslega
yfirferð yfir fjárhagsáætlun bæj-
arins telur undirritaður að hægt
sé að spara um 2-3 milljarða með
nýrri hugsun við rekstur bæjar-
ins. Engar tillögur eru um að auka
tekjur nema með skattheimtu. Ekk-
ert kemur fram hvernig hægt er að
auka tekjur bæjarins með uppbygg-
ingu í atvinnumálum með stofnun
nýrra fyrirtækja og með því að laða
frumkvöðla til bæjarins.
Ég óska eftir því að bæjarstjóri
og bæjarstjórn Kópavogs aftur-
kalli þessa vanhugsuðu ákvörð-
un strax, sem er ekkert annað en
atlaga að eldri borgurum Kópavogs.
Það er ekki hægt að höggva aftur
og aftur í sama knérunn. Eins og
góður maður orðaði þetta: „Svona
gera menn ekki.“ Ef þetta eru þær
lausnir sem menn leita við að ná
niður kostnaði í rekstri bæjarins þá
eru bæjarfulltrúar og starfsmenn
bæjarins ekki á réttri leið.
Höfundur er íbúi og skattgreið-
andi í Kópavogi.
Atlaga að eldri
borgurum
UMRÆÐAN
Atli Gíslason og Bergur Sig-
urðsson skrifa um skipulags-
mál
Skipulagsferli eiga samkvæmt ákvæðum skipulagslaga að
vera opin og lýðræðisleg ákvarð-
anatökuferli þar sem íbúar, sam-
tök og hagsmunaaðilar geta komið
sjónarmiðum sínum á framfæri og
réttaröryggi þeirra tryggt. Þegar
framkvæmdaraðili er orðinn kost-
unaraðili sveitarstjórnar og annast
auk þess margvíslega vinnu fyrir
hönd hennar, s.s. umfjöllun um
athugasemdir, raskast jafnvægið
og réttur almennings verður fyrir
borð borinn.
Það er staðreynd að Landsvirkj-
un tók að sér samfélagsleg verk-
efni á borð við vegagerð og sam-
skiptaþjónustu til þess að greiða
fyrir skipulagsmálum við bakka
Þjórsár. Enn fremur greiddi
fyrirtækið sveitarstjórnarmönnum
fyrir fundarsetu og stóð straum
af kostnaði við gerð aðalskipulags
sem gerði ráð fyrir virkjunum í
neðri hluta Þjórsár. Samkvæmt
úrskurði samgönguráðherra er
samkomulag Flóahrepps og Lands-
virkjunar um að „Landsvirkj-
un bæti sveitarfélaginu að fullu
kostnað sem kann það verða fyrir
við aðal- og deiliskipulagsvinnu
vegna virkjunarinnar“ ólögmætt.
Og vel að merkja, samgönguráð-
herra byggði úrskurð sinn á áliti
umboðsmanns Alþingis. Sambæri-
legt ákvæði var að finna í samn-
ingi Landsvirkjunar við Skeiða- og
Gnúpverjahrepp.
Eðli málsins samkvæmt var
skipulagstillögunum því synjað
staðfestingu í umhverfisráðuneyt-
inu sem fer með yfirstjórn skipu-
lagsmála. Þar sem að skipulagstil-
lögur sveitarfélaganna reyndust
hafa verið unnar með ólögmætum
hætti og stendur umhverfisráð-
herra með synjun sinni vörð um
réttaröryggi einstaklinga og lögað-
ila í samræmi við markmið skipu-
lags- og byggingarlaga. Þannig
hafnar hann þeim andlýðræðislegu
starfsháttum að framkvæmda-
aðilar geti keypt sér skipulag hjá
stjórnum sveitarfélaga að íbúum
þeirra forspurðum.
Milli Ölfuss og Orkuveitu
Reykjavíkur er í gildi samkomu-
lag frá apríl 2006 sem m.a. felur
í sér að bæjarstjórn Ölfuss veiti
framkvæmdaleyfi og greiði fyrir
skipulagsmálum eins hratt og unnt
er vegna áformaðra framkvæmda
OR á Hengilssvæðinu. Jafnframt
felur samkomulagið í sér að OR
greiði sveitarfélaginu fyrir þann
kostnað sem hlýst af auknu álagi
á stjórnsýslu. Sveitarfélagið
metur tekjur af samkomulaginu
ígildi 500 milljóna kr. Í fundar-
gerð bæjarstjórnar er samkomu-
lagið afgreitt með bókun þar sem
sveitarstjórn lýsir því yfir, strax í
apríl 2006, að svæðið verði skipu-
lagt „til samræmis við þær fram-
kvæmdir sem fyrirhugaðar eru“.
Þegar bæjarstjórn lýsir með þess-
um hætti yfir ákvörðun sinni um
niðurstöðu í áformuðu opnu og lýð-
ræðislegu ferli áður en skipulag-
ið er auglýst og um það er fjallað
blasir við að til stendur að fótum-
troða rétt fólks til sanngjarnrar
aðkomu að ferli sem felur í sér
kynningarfundi og möguleika á
að senda inn athugasemdir.
Verklagið sem hefur drifið
áfram stóriðjustefnu undanfar-
inna áratuga hefur einkennst af
virðingarleysi fyrir þeim megin-
tilgangi laga og alþjóðasamninga
um umhverfis- og skipulagsmál
að virkja almenning til að tryggja
skynsamlega og hagkvæma nýt-
ingu lands og landgæða, varðveislu
náttúru og menningarverðmæta
og koma í veg fyrir umhverfis-
spjöll og ofnýtingu. Í þessu sam-
bandi má t.d. vísa til Ríó-tilskip-
unarinnar og Árósarsamningsins
þar sem lýðræðisleg aðkoma fólks
að opnu ferli við ákvarðanatöku
er hornsteinn sjálfbærrar þróun-
ar. Umhverfisráðherra hefur með
úrskurðum sínum farið að lögum,
úrskurði samgönguráðherra, áliti
umboðsmanns Alþingis og lýð-
ræðislegum reglum réttarríkis.
Linnulausar ómálefnalegar og
ómaklegar árásir á umhverfisráð-
herra og kröfur um að ráðherrann
fari ekki að lögum eru fráleitar og
ósæmandi.
Atli Gíslason er þingmaður VG og
Bergur Sigurðsson framkvæmda-
stjóri þingflokks VG.
Skipulagsmál í réttarríki
BERGUR
SIGURÐSSON
ATLI GÍSLASON
UMRÆÐAN
Pétur Gunnarsson skrifar um ís-
lenskt sjónvarp
Það er eitt stig í röksemdafærslu – senni-lega lokastigið – þegar þess er freist-
að að leysa vandamál með því að leggja
það niður. Þannig var frægt skömmu eftir
miðja nýliðna öld þegar stjórnmálaforingi
lagði til að Hringbrautinni yrði lokað vegna
þess hve hún væri mikill slysavaldur. Og í
vikunni sem leið lagði Ágúst Þór Árnason stjórnmála-
fræðingur það til að sjónvarp allra landsmanna yrði
lagt niður – til að binda enda á þrautagöngu þess.
Lausnin sem honum kom í hug var að leggja í stað-
inn peninga í sjóð sem sjónvarpsstöðvar gætu sótt í
til fyrirhugaðra verkefna. Fróðlegt væri að sjá Ágúst
útfæra þessa hugmynd nánar, en óneitanlega kvikna
hugrenningartengsl við Chicago-skólann alræmda og
páfa hans, Milton Friedman, sem lagði til að skóla-
hald á vegum hins opinbera yrði aflétt en í
staðinn yrði forráðamönnum barna fengin til-
tekin upphæð sem þeir síðan gætu ráðstafað
eins og best þeim þætti.
Satt að segja kom þessi málflutningur úr
óvæntri átt, að þessu sinni. Nóg er nú auðmýk-
ing okkar Íslendinga að búa við ríkjandi sjón-
varpsvanhöld og bágt að sjá hvernig á þeim
yrði ráðin bót með því einfaldlega að slökkva.
Þvert á móti: við þurfum – og aldrei frekar en
nú – miðil sem upplýsir okkur um það samfélag
sem er okkar og lýsir upp hlutskipti okkar sem
þjóðar. Annað mál er það að íslenskt sjónvarp er á
hraðri leið út, langþreyttir áhorfendur hljóta í aukn-
um mæli að tengjast því úrvali erlendra stöðva sem
nútímafjarskipti bjóða. En hvernig slíkt getur talist
ásættanleg lausn þjóð sem vill kalla sig sjálfstæða
er vant að sjá. Nema Ágúst sé svo langt kominn inn í
Evrópusambandið að honum nægi að Ísland sé veiði-
stöð og álbræðsla – að botninn sé suður í Brussel?
Höfundur er rithöfundur.
Dagskrárlok?
PÉTUR
GUNNARSSON