Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 24

Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 24
 24. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Kaldbaksferðir bjóða ferðir með troðara upp fjallið Kald- bak austan megin Eyjafjarðar. Á toppnum geta menn notið útiveru eða rennt sér niður brekkurnar. „Upphafið að Kaldbaksferðum má í raun rekja til áhuga míns og konu minnar á að skíða við öðru- vísi aðstæður,“ segir Sigurbjörn Höskuldsson eigandi Kaldbaks- ferða sem stofnaðar voru í desem- ber 1998. „Við fórum þá að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að koma mörgum upp á fjöll í einu með auðveldum hætti,“ segir hann en vegna mikils bratta er ekki hlaup- ið að því að finna hentug farar- tæki. „Það kom í raun ekkert annað til greina en snjótroðari og því fórum við út í að kaupa snjó- troðara og smíða á hann yfirbygg- ingu fyrir tuttugu farþega,“ segir Sigurbjörn en ekki leið á löngu þar til búið var að kaupa annan troð- ara og breyta honum til að geta flutt þrjátíu manns. Kaldbaksferðir eru, eins og nafnið gefur til kynna, farn- ar upp á fjallið Kaldbak sem er hæsta fjall austan megin Eyja- fjarðar. „Við völdum Kaldbak því fjallið er í þægilegri fjarlægð frá öðrum skíðasvæðum og snýr vel við sólu. Þá eru brekkurnar eins og þær gerast bestar á heims- mælikvarða, bæði brattinn og víðáttan,“ segir Sigurbjörn. Hann bætir við að fjölmargar leiðir séu færar niður fjallið, bæði brattar fyrir lengra komna og aflíðandi fyrir byrjendur. Ekki er þó eingöngu hægt að renna sér niður fjallið á skíðum og brettum heldur geta farar- stjórar einnig útvegað þotur fyrir þá sem vilja. „Þetta eru stórar þotur ætlaðar fullorðnum,“ segir Sigurbjörn og vill meina að ekki sé síðra að renna sér á þotu en skíðum. „Það er bara gaman að vera ungur í anda og láta vaða,“ segir hann glaðlega. Langflestir viðskiptavinir Kaldbaksferða eru Íslendingar og Sigurbjörn segist halda að að- eins um helmingur þeirra renni sér niður brekkuna, hinir njóti úti- vistar á toppi fjallsins. „Þetta er oft eina leiðin fyrir suma að kom- ast upp á svona hátt fjall,“ segir Sigurbjörn sem er vélvirki að að- alstarfi. Kaldbaksferðirnar eru aukabúgrein hjá honum og fjöl- skyldunni enda yfirleitt farnar um helgar en einnig er eitthvað um sérsniðnar ferðir fyrir hópa. Þeir sem vilja kynna sér starf- semina nánar er bent á www.kald- baksferdir.com en þess má geta að fyrir fullorðna kostar ferðin með troðaranum 4.500 krónur, 2.500 krónur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára en ókeypis fyrir yngri börn sem setið er undir. - sg Á snjóþotum, skíðum og brettum niður Kaldbak Sigurbjörn Höskuldsson á góðum degi á toppi fjallsins með útsýni yfir Eyjafjörð. MYND/ÚR EINKASAFNI Tveir snjótroðarar hafa verið útbúnir til að flytja farþega, annar getur flutt 20 manns en hinn 30. Skíði eru ekki skilyrði því einnig er hægt að skoða umhverfið á tveimur jafnfljótum. Brekkurnar henta bæði lengra komnum og byrjendum. ● MATUR Á KÖLDUM DÖGUM Stundum er talað um sérstakan vetrarmat en hugtakið er ekki vel útskýran- legt þótt flestir geri sér í hugar- lund um hvers kyns mat sé að ræða. Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur hefur skrifað um fyrirbærið og segir misjafnt hvað fólk setur í flokkinn en þó sé hann fyrst og fremst „notaleg- heitamatur“ og er þá átt við mat sem vekur notalegar tilfinningar og jafnvel minningar. Þannig er „nota- legheitamatur“ oft einhvers konar mömmumatur, fiskibollur eða annað slíkt meðan aðrir telja vetrarmatinn vera heitar og matarmiklar súpur sem ylja og notalegt er að elda og borða. ● BRETTABÍÓ Í ROSENBORG Bretta- félag Akureyrar stendur fyrir sýningu á brettamyndinni Nice Try í Rosenborg, menn- ingarhúsi í Brekkuskóla, á Akureyri laugar- daginn næstkomandi klukkan 21. Í myndinni sést íslenski brettakappinn Eiríkur Helgason sýna listir sínar, allt frá stökkum yfir í rennsli niður fjöll. Nice Try er gefin út af Transworld Snowboarding, sem er vinsælasta bretta- blaðið um þessar mundir, en lesendur þess völdu Eirík nýlega snjóbrettamann ársins. Myndin er 35 mínútur að lengd og er eng- inn aðgangseyrir á sýninguna. Veitingar verða ekki í boði en heimilt er að mæta með eigin hressingu. Sjá www.brettafelag.is. Námskeiðin eru í 6 vikur nema annað sé tekið fram Ný námskeið hefjast 1. mars • Mitt líf - með jákvæðu hugarfari og hreyfi ngu Mán, mi og fö, kl. 6.20 - 7.20 Verð: 19.900.- 60+ (60 ára og eldri) Mán og mi, kl. 10.00. Verð: 13.500.- • Hraðlest (byrjendur) Hádegistímar fyrir byrjendur í tækjasal Mán, mi og fö, kl. 12:05-12:50 Verð: 19.900.- Hraðlest (framhald) Hádegistímar fyrir lengra komna Þri og fi , kl. 12:05-12:50 Verð: 14.900.- • Kundalini Yoga Þri og fi , kl. 9:00-10.15 Verð: 14.900.- • Þjálfun og líkamsvitund mæðra Markmiðið er að hjálpa mæðrum á öllum aldri að hefja hreyfi ngu eftir barnsburð Á miðvikudögum, í 8 vikur Verð: 19.900.- • Heilsulausnir 3 Mán, mi og fö kl. 16:30-17:30/ 9:00-10:00 (12 vikur) Hentar þeim sem glíma við offi tu, hjarta- sjúkdóma, sykursýki eða áhættuþætti þessara sjúkdóma. Hentar einnig þeim sem vilja ítarlegt mat á heilsufari og áhættuþáttum. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir Anna Borg, einka- og sjúkraþjálfari Anna Sigurðardóttir, einkaþjálfi ri m/B.S. í sálfræði Haddý Anna Hafsteinsdóttir, íþróttafræðingur og einkaþjálfari ● Í SPOR ÞÓRUNNAR HYRNU Konum býðst gott tækifæri til að njóta góðrar úti- veru og hollrar hreyfingar með því að skella sér í skíðagöngu í Hlíðarfjalli á Akureyri á laugar- daginn. Skíðagangan nefnist Í spor Þórunnar Hyrnu og er hald- in í þriðja sinn. Sem fyrr geta þátttakendur valið um tvær vegalengdir, annars vegar 3,5 kílómetra og hins vegar 7 kílómetra. Boðið verður upp á veitingar á miðri leið og ýmislegt í boði þegar komið er í mark. Þá er skíðaleiga á staðnum og einnig hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Lagt verður af stað á bilinu klukkan 13 til 13.30 en upphitun hefst klukk- an 12.50. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir fjórtán ára og yngri. Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 12 eða á netfanginu hannadogg@simnet.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.