Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 19 Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Bjarnadóttir Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, áður húsfreyja á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju í Gnúpverjahreppi, laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Amalía Stefánsdóttir Leif Bryde Páll Stefánsson Natalí Stefánsson Guðný Stefánsdóttir Hafsteinn Stefánsson Sigrún Óla barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Sigurjónsdóttir Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund 16. febrúar 2010. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 25. febrúar kl. 13.00. Birna Björnsdóttir Bragi Gíslason Rannveig Björnsdóttir Þórarinn Flosi Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frændi okkar, Guðmundur E. Jóhannsson Hátúni 12, Reykjavík, áður Kleppsvegi 90, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Óskarsson Steinn Ragnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Magnúsdóttir Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Lyngholti 9, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Björgvin Halldórsson Rebekka Dagbjört Jónsdóttir Guðmundur Halldórsson Hulda Árnadóttir Kristín Halldórsdóttir Þorgeir Ver Halldórsson Inga Sjöfn Kristinsdóttir Óskar Halldórsson Hildur Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kær systir okkar, Árnína Guðmundsdóttir fv. yfirhjúkrunarkona Barnaspítala Hringsins, verður kvödd frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmundsdóttir Aðalbjörg Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Guðlaug Bárðardóttir Stífluseli 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Símon V. Gunnarsson Eygló Andrésdóttir Jóna Guðrún Gunnarsdóttir Jón Sveinn Friðriksson Matthías Gunnarsson Katrín Eiríksdóttir Dagný D. Gunnarsdóttir Halldór D. Guðbergsson Kristín Gunný Gunnar Magnús barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn og afi, Bjarni Magnússon til heimilis að Hrafnistu, áður Bergstaðastræti í Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13.00. Guðbjörg Bjarnadóttir Helga Birgisdóttir Ragnar Birgisson Sverrir Birgisson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Ingibjörg Jónatansdóttir Bröttugötu 2, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 26. febrúar kl.14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinsfélögin. Jón S. Pétursson Jakobína S. Stefánsdóttir Sverrir Hjaltason Pétur V. Hannesson María E. Guðmundsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz Birna R. Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Söngkonan Hera Ólafsdóttir heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi 3. mars næstkomandi til að fylgja eftir sólóplötu sinni, Vinaljóð, sem kom út rétt fyrir síðustu jól. Vinaljóð er samansafn af fjórtán sænskum vísum og þjóðlögum sem hafa verið þýdd yfir á íslensku. Allir textarnir nema tveir eru eftir Heru, en hún ákvað að notast við áður útgefinn texta Ragnheiðar Gröndal við lagið Kristallen den fina (Gef að stjörn- urnar skíni) og texta Hjálmars Frey- steinssonar við perluna Vem kan segla (Vinaljóð). Útsetningarnar eru inn- blásnar af skandinavískum þjóðlaga- djassi, en markmiðið var að sögn Heru að gera tónlistina aðgengilega fyrir alla án þess þó að draga úr fegurðinni, treganum, söknuðinum, ástinni og ein- faldleikanum í textunum. Útkoman ber hlustandann með sér inn í heim náttúru og ævintýra í nútíð og fortíð. Hera Ólafsdóttir hefur hingað til ekki haft tónlist sem aðalstarf en hefur verið syngjandi frá unga aldri. Hún ólst upp í Svíþjóð þar sem hún tók þátt í söng- og tónlistarstarfi af ýmsu tagi. Snemma á vormánuðum 2006, eftir margra ára nám í söng- og leikhúsfræðum bæði á Íslandi og á erlendri grund, fór Hera að sökkva sér ofan í sænskar vísur og ballöður til að reyna að gera þær aðgengileg- ar fyrir íslenska hlustendur. Hún hófst handa við að safna saman upptökum og nótum og smám saman fór verkefnið að taka á sig mynd. Hún þýddi meginpart textanna sjálf og fékk til liðs við sig nokkra af færustu hljóðfæraleikurum landsins. Haustið 2008 hóf Hera stunda- kennslu við Kvikmyndaskóla Íslands og ári seinna tók hún við sem deildar- forseti leikstjórnar- og framleiðslu- deildar skólans. Hún hélt þó áfram að vinna að upptökum og útsetningum og til stóð að gefa vinaljóðin út í byrjun nóvember á síðasta ári en sökum anna varð seinkun á því. „Því var ákveðið að læða geislaplötunni í búðir rétt fyrir jól og fylgja honum almennilega eftir með tónleikum og kynningum eftir áramót,“ segir Hera. vera@frettabladid.is HERA ÓLAFSDÓTTIR: FYLGIR EFTIR SÓLÓPLÖTU MEÐ SÆNSKUM ÞJÓÐLÖGUM Sænsk vinaljóð í Salnum HEFUR STERKAR TAUGAR TIL SVÍÞJÓÐAR Hera hefur frá árinu 2006 sankað að sér sænskum vísum og ballöðum og leitast við að gera þær aðgengilegri fyrir íslenska hlustendur. Útkomuna má heyra í salnum 3. mars. Mynd/úr einskasafni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.