Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 24.02.2010, Qupperneq 36
20 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman En elskan, hann var á hálfvirði! Günther! Þú verður líka að sýna okkur bæði innri og ytri styrk þinn. Þú reyndir allavega!KILL! Eru íkornaveiðar virkilega íþrótt? Já. En meiða íkornarnir sig ekki? Alls ekki. Þeir eru ótrúlega lunknir við að sleppa. Og stundum verð- ur maður að veiða, sleppa og hlaupa eins og fætur toga. Tr é fa lla ... ... fj öl l ey ða st ... ... jö kl ar br áð na ... ... e n þv ot ta ka rf an st æ kk ar b ar a og st æ kk ar ! BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulána- geðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. LÖNGUM var eins og hér á Íslandi hefði verið búið til hið fullkomna samfélag um og upp úr miðri síðustu öld og að með lögum um félagslegt tryggingakerfi hefði fullkomnun verið náð. Annað var ekki hægt að skilja af leiðtogum vinstri- sins. Allt snerist um að verja velferðar- kerfið, verja kaupmáttinn, verja heil- brigðiskerfið, verja réttindi launafólks, verja hitt og verja þetta. HVAR var sóknin? Hvar var eld- móðurinn sem hefði átt að fá ungt fólk til að fylkja sér undir merkj- um baráttunnar fyrir betra lífi? Betra lífi, ekki bara því að verja það líf sem einhvern tímann hafði náðst. NÚ er svo komið að vinstrimenn þurfa virkilega að vera í vörn. Hrun efnahags- lífsins með tilheyrandi fjárlagahalla kall- ar á niðurskurð og skattahækkanir. Og þá tekur baráttan við um hvar á að skera niður og hvar á að hækka skatta. Það er virkileg barátta um að verja velferðar- kerfið, kaupmáttinn, réttindi launafólks og hvað það nú heitir. Nú reynir á og ljóst að eitthvað verður undan að láta; að öðrum kosti mun trauðla nást að stoppa í gatið á fjárlögunum. ÞESS vegna er það enn grátlegra að hugsa til þess hve mörgum árum var sóað í þessa endalausu vörn. Alveg var sama hvort um var að ræða vinstri stjórnir fyrri tíma, verðbólgu níunda áratugarins, stöðugleika þjóðarsáttarinnar eða upp- gang efnahagslífsins; alltaf snerist bar- áttan um að verja velferðarkerfið og það sem áunnist hafði. LEIÐTOGAR vinstriflokkanna og verka- lýðshreyfingarinnar síðustu áratugi bera mikla ábyrgð. Vissulega tókst að verja ýmislegt, en mikið hefði verið gaman ef hægt hefði verið að sækja fram á hug- myndum vinstristefnunnar. BARÁTTA fyrir stöðnun er engin barátta, heldur uppgjöf. Vinstrið var alltaf í vörn Sendu okkur símamynd! Nýtt fylgirit Fréttablaðsins Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði. POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is Fbl.★★★★★ Elísabet Brekkan IÐN Ó TILBRIGÐI VIÐ STEF Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Síðasta sýning: 25. feb. fi m kl. 20.00 Sími: 562 9700 kl. 11–16 og tveim tímum fyrir sýningu www.midi.is – tilbrigdi.com eftir Þór Rögnvaldsson Mbl. ★★★ Ingibjörg Þórisdóttir Klassískt verk fullt af leikgleði. Leikstjóranum Ingu Bjarnason tekst vel upp enda enginn nýgræðingur í faginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.