Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 37

Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 21 menning@frettabladid.is Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Mið 24/2 kl. 20:00 Aukas. U Fim 4/3 kl. 20:00 U Mið 17/3 kl. 20:00 Aukas. Ö Mið 24/3 kl. 20:00 Aukas. Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K U Lau 27/2 kl. 20:00 6. K U Fös 5/3 kl. 20:00 7. K U Gerpla (Stóra sviðið) Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fim 11/3 kl. 20:00 U Fös 12/3 kl. 20:00 Ö Lau 13/3 kl. 20:00 Ö Fim 18/3 kl. 20:00 Ö Fös 19/3 kl. 20:00 Ö Lau 20/3 kl. 20:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 U Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 U Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 19:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Ö Sun 28/3 kl. 15:00 Ö „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Aukasýning 24. mars komin í sölu! Fjórar stjörnur Mbl. I.Þ Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Mið 7/4 kl. 17:00 Ö Lau 10/4 kl. 13:00 U Lau 10/4 kl. 15:00 U Sun 11/4 kl. 13:00 U Sun 11/4 kl. 15:00 U Mið 14/4 kl. 17:00 Lau 17/4 kl. 13:00 U Lau 17/4 kl. 15:00 U Sun 18/4 kl. 13:00 U Sun 18/4 kl. 15:00 U Fim 22/4 kl. 13:00 Aukas. U Fim 22/4 kl. 15:00 Aukas. U Lau 24/4 kl. 16:00 U Sun 25/4 kl. 13:00 U Sun 25/4 kl. 15:00 U Sun 2/5 kl.13:00 U Sun 2/5 kl 15:00 U Lau 8/5 kl. 13:00 Lau 8/5 kl. 15:00 Sun 9/5 kl.13:00 Sun 9/5 kl 15:00 Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Oliver! MBL, GB – Sýningum lýkur í maí Fim 25/2 kl. 20:00 Fors. U Lau 27/2 kl. 20:00 Frums. U Fös 5/3 kl. 20:00 U Hænuungarnir (Kassinn) Lau 6/3 kl. 20:00 Ö Fim 11/3 kl. 20:00 Ö Fös 12/3 kl. 20:00 Ö Lau 13/3 kl. 20:00 Ö Bráðfyndið verk eftir Braga Ólafsson, einn af okkar ástsælustu höfundum! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 24. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 21.00 Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ásberg flytja úrval úr verkum söngvaskáldsins Cornelis Vrees- wijk á tónleik- um í Norræna Húsinu við Sturlugötu. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur verið opnuð ljósmyndasýning Sig- urgeirs Sigurjónssonar „Íslendingar”. Ennig stendur þar yfir sýningin Póst- kortaár sem listakonurnar Vera Sölva- dóttir og Jarþrúður Karlsdóttir hafa sett upp sem og sýning á verkum eftir lista- konuna Yst. Opið alla daga kl. 11-17 og enginn aðgangseyrir á miðvikudögum. ➜ Leiklist 20.00 Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir nýtt íslenskt leikrit, Blóðsystur, í Leikhúsinu við Funalind 2 í Kópavogi. ➜ Síðustu forvöð Í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 fer senn að ljúka myndlistarsýningu Geirharðs Þorsteinssonar arkitekts. Opið virka daga kl. 9-16. Þrándur Þórarinsson sýnir verk í veit- ingahúsinu Geysir við Aðalstræti 2. Opið alla daga kl. 11.30-23. Sýningu lýkur á sunnudag. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Erlingur Jóhannsson fjallar um niðurstöður rannsóknar á lífsstíl 7-9 ára barna í erindi sem hann flytur hjá Háskólanum á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð (st. 201). > Ekki missa af … Á síðasti ári kom út bók Unu Margrétar Jónsdóttur, Allir í leik: Söngvaleikir barna. Í dag klukkan 17 flytur hún fyrirlest- ur á vegum Félags þjóðfræð- inga á Íslandi á aðalsafni Borg- arbókasafnsins í Tryggvagötu. Þar fjallar hún um íslenska leikjasöngva á borð við „Fram fram fylking“ og „Bimm bamm bimm bamm“. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. NORRÆNA HÚSIÐ Forsala á midi.is Cornelis Vreeswijk kvöldskemmtun í tali og tónum Guðrún Gunnars - Aðalsteinn Ásberg Gunnar Gunnarsson - Jón Rafnsson 24/2 kl. 21:00 26/2 kl. 21:00 27/2 kl. 21:00 6/3 kl. 21:00 12/3 kl. 21:00 Takmarkaður sætafjöldi Nýtt leikverk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins á laugar- daginn. Eins og í hinu vinsæla leikriti Belgíska Kongó, sem Borgarleik- húsið frumsýndi árið 2004, leikstýrir Stefán Jónsson Hænuungunum og Eggert Þorleifsson leikur aðalhlutverkið. „Á sínum tíma tók ég þátt í því verk- efni, að búa til stutt leikrit hjá Borg- arleikhúsinu og það áttu bara að vera nokkrar sýningar,“ segir Bragi. „Svo varð leikritið miklu vinsælla en búist var við. Óhjákvæmilega fór maður þá að hugsa um það hvort maður ætti ekki að skrifa annað leikrit. Mér finnst það líka fínt inn á milli – af því maður situr alltaf einn við skriftir – að vinna með leikur- um og leikstjóra. Maður lærir á því, það er sérstaklega hjálplegt upp á persónusköpun. Stundum finnst mér heldur ekki svo mikill munur á leikritunum og sögunum. Sumar af þeim skáldsögum sem ég hef gefið út upplifi ég til dæmis frekar sem leikrit eða smásögur. Það væri að minnsta kosti ekki mikið mál að gera leikrit úr þeim.“ Undirmeðvituð tenging við hrunið Í Hænuungunum leikur Eggert Þorleifsson djassáhugamanninn Sigurhans, sem kallar til aukahús- fundar þegar nokkrum kjúklingum er stolið úr frystikistu þeirra hjóna í sameigninni. Á einum stað í leik- ritinu segir hann: „Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum, hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni.“ Eru Hænuungarnir sem sé svokallað „viðbragð við hruninu“? Það koma vöflur á Braga, en svo segir hann: „Einn þráður leikrits- ins er þjófnaður og það má alveg tengja við það sem hér hefur verið að gerast. Sumt snertir ástandið óbeint. Flatskjár kemur við sögu, en það var ekki útgangspunkturinn að fjalla um hrunið. Kannski er það bara óhjákvæmilegt. Maður er með hálfan hugann við hrunið allan daginn. Tengingin við það ástand er því líklega eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni. En við látum það í hendurnar á áhorfend- um hvort þeir tengi það þannig.“ Verður þá hægt að tengja allt sem listamenn skrifa næstu árin sem einhvers konar viðbrögð við hruninu? „Með góðum vilja er alltaf hægt að tengja það sem hentar hverju sinni. Eflaust eigum við eftir að sjá fullt af bókum og leikhúsverk- um sem taka á þessu. Ég er sjálfur ekki hrifinn af því þegar er verið að fjalla um þetta á yfirlýstan hátt, þótt það geti heppnast mjög vel, eins og til dæmis í Ufsagrýlum eftir Sjón. Þar er fjallað beint um hrunið en á mjög grófan og grót- eskan hátt, sem mér finnst virka mjög vel.“ Harmrænn farsi Hænuungarnir er kynnt sem „bráð- fyndið og ísmeygilegt verk“. Bragi segir erfitt að staðsetja verkið innan ákveðinnar leikhústegund- ar. „Ég hef samt fengið á tilfinn- inguna að þetta sé einhvers konar farsi. Farsi lýtur ákveðnum lög- málum sem ég hef ekki kynnt mér neitt sérstaklega, en mér finnst verkið samt vera farsi, kannski harmrænn farsi af því það liggur ákveðin dramatík undir.“ Verkið gerist í Hlíðunum. „Hlut- ar leikritsins gerast í tveimur íbúðum í einu, fyrir húsfund og á honum,“ segir Bragi. „Leikmyndin (eftir Börk Jóns- son) er skemmtileg og öðruvísi. Við sjáum inn í íbúðirnar í gegnum brotinn vegginn. Ég skal ekki segja um samtölin og átökin í verkinu, en umgjörðin er mjög svo hversdags- leg.“ Auk Eggerts Þorleifssonar leika í Hænuungunum þau Kristbjörg Kjeld, Friðrik Friðriksson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. drgunni@frettabladid.is Aftur saman í Hænuungunum EGGERT „SIGURHANS“ ÞORLEIFSSON, STEFÁN JÓNSSON LEIKSTJÓRI OG BRAGI ÓLAFSSON LEIKSKÁLD Hænuungarnir verða frum- sýndir á laugardaginn: Einhvers konar harmrænn farsi, segir höfundurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Út er komið nýtt hefti af Rit- inu, tímariti Hugvísindastofn- unar Háskóla Íslands. Þar eru atburðirnir sem dunið hafa á Íslendingum á síðustu miss- erum greindir og gegnum- lýstir. Heftið hefur að geyma sjö frumsamdar greinar, eina þýðingu og myndaþátt. Bryddað er upp á ýmsum vinklum. Til að mynda bregð- ur Guðmundur Jónsson ljósi á helstu kenningar síðustu alda um kreppur í kapítal- ísku þjóðskipulagi og Krist- ín Loftsdóttir beinir sjónum að þeirri áráttu Íslendinga að telja sjálfa sig gædda ein- hvers konar náðargáfu sem aðrar þjóðir geti aðeins rennt öfundaraugum til. Hún flett- ir í leiðinni ofan af hrokanum sem Íslendingar virðast löng- um hafa verið illa haldnir af. Ein greinanna er á léttari nótum. Í henni gera Hildi- gunnur Ólafsdóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir grein fyrir könnun sem þær gerðu á skemmtanamenningu Íslendinga. Gegnumlýst hrunEgilsstaðir á laugardaginnGamanleikurinn Heilsugæslan eftir Lýð Árnason lækni var frumsýndur í október á síðasta ári. Hann hefur notið mikilla vinsælda og verið sýndur yfir 30 sinnum um land allt. Nú er röðin komin að Aust- firðingum því verkið verður sýnt í Slátur- húsinu á Egilsstöðum á laugardaginn kl. 20 og 22. Verkið gefur áhorfandanum sýn inn í völundarhús heilbrigðiskerfis- ins og öll hlutverk eru í höndum þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur. RITIÐ Skoðar hrunið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.