Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 18
18 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Árni Stefánsson skrifar um heilbrigðismál Ágæta Álfheiður.Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/ eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tann- réttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanleg- ur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum þeirra. Um áramótin tóku gildi þrjár reglugerðir þínar um endurgreiðslu vegna tannrétt- inga. Í umfjöllun um reglugerðirn- ar í útvarpsviðtali í morgunþætti Bylgjunnar þann 3. febrúar sagð- ir þú meðal annars „… og það sem við gerðum nú um áramótin eða ég var að stórauka þátttöku ríkisins í tannlækningum og tannréttingum barna sem að fæðast með alvarlega galla, skarð í vör/góm, mikla tann- vöntun og þess háttar.“ Jafnframt sagðir þú: „...mér finnst það brýnast að þeir ein- staklingar sem fæðast með galla í munnholi eða lenda í slysum, fái sömu þjónustu og þurfi ekki að borga fyrir hana úr eigin vasa eins og þeir sem brjóta fót eða fæðast með aðra galla …“ og orðrétt bendir á að „stærsti reikningurinn sem ég hef séð vegna tannréttinga barns með meðfæddan galla er 5 milljón- ir króna sem foreldrar hafa þurft að greiða úr eigin vasa og þetta er auðvitað ekki boðlegt“. Í ljósi þessara orða skýtur skökku við að í reglugerðunum er skýrt kveðið á um það að end- urgreiðsla sjúkratrygginga vegna vinnu tannréttingarsérfræðinga og kjálkaskurðlækna vegna víkkunar efri góms barna með skarð í góm fyrir beinígræðslu sé kr. 138.600 og hámarksend- urgreiðsla fyrir tannrétt- ingarmeðferð barna með skarð í vör og góm sé ein- ungis ákveðin kr. 554.000. Jafnframt þessu „verð- ur“ tannréttingameðferð- inni að ljúka á innan við 3 árum. Nú spyr ég: 1) Samkvæmt nýrri reglugerð þinni, sérðu annað fyrir þér en foreldrar með sambærilegt tilvik og þeir sem horfðu á 5 milljóna reikning vegna tannréttinga muni nú horfa á eigin kostnað upp á 4,3 milljónir króna? Þá má jafnframt benda á þá staðreynd að heildar- verðbólga síðustu 3 ára hefur verið um 34% og því hefur verð aðfanga og þjónustu hækkað verulega. 2) Hvernig getur þetta talist stór- aukin þátttaka ríkisins? 3) Það má nefna mjög mörg dæmi þess að tannréttingar barna með skarð í vör og gómi hafi tekið mun lengri tíma en 3 ár, jafnvel 11-15 ára ferli sem byggir á náinni samvinnu kjálkaskurðlækna, lýta- lækna, talmeinafræðinga og tann- réttingasérfræðinga. Hvernig rök- styður þú þá ákvörðun að í nýju reglugerðinni er endurgreiðsla háð því að heildartími tannréttingar- meðferðar fari ekki yfir 3 ár og kynnir reglugerðina sem verulega réttarbót? Sé þetta skjaldborgin sem vel- ferðarstjórnin ætlar sér að slá um börn með skarð í vör og góm og for- eldra þeirra barna tel ég einsýnt að margir myndu kjósa að standa fyrir utan hana enda voru réttindi margra betur tryggð með gamla kerfinu og endurgreiðsluhlutfall- inu eins dapurlegt og það var nú samt. Séu nýju reglugerðirnar settar með góðum vilja sýnist mér þær, því miður, bera vott um van- þekkingu á viðfangsefninu. Félags- og velferðarsamfélag verður ekki einungis skapað með orðum heldur einnig með athöfnum. Það er til skammar að agnar- smár minnihlutahópur barna með fæðingargalla, sem er enn alvar- legri en ella vegna sýnileika, skuli sífellt verða hornreka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Annað hvort vegna áhugaleysis ráðherra eða þess að kerfið virðist ekki ná því sem það telur „ásættanlega“ samn- inga við tannréttingasérfræðinga og talmeinafræðinga. Hér er ekki um neinar „Icesave“ upphæðir að tefla. Hér er einfaldlega beðið um það að mannréttindi barna með áberandi fæðingargalla séu tryggð án tillits til fjárhags foreldra. Til- fellin eru það fá að líklega myndi árlegur viðbótarkostnaður vera í kringum 10 milljónir eða rétt um einn tíuþúsundasti hluti af kostn- aðinum við heilbrigðiskerfið sam- kvæmt fjárlögum 2010 til að setja þetta í samhengi! Tveir síðustu forverar þínir í starfi lofuðu að koma þessum rétt- indamálum í lag en stóðu ekki við það. Gríptu nú daginn og nýttu til góðra verka! Það sem þarf til er einföld ákvörðun þín um að kostnaður við þessar nauðsynlegu meðferð- ir flytjist frá foreldrum til hins almenna heilbrigðis- og sjúkra- tryggingakerfis. Ég er fullviss um það að sátt væri um slíka ákvörðun í samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Breiðrabrosa. Opið bréf til heilbrigðisráðherra UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnars- son svarar Sigurði Líndal Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að setja fram skoðun mína á málinu og rökstutt hana í mörgum greinum og pistlum und- anfarið ár. Ég tel ótvírætt að lög um innstæðutryggingar mæli fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Þau lög eru innleiðing á löggjöf Evrópusam- bandsins. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins, ásamt tilgreindum bókunum og við- aukum, hafi lagagildi hér á landi og að skýra skuli lög og reglur til sam- ræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-lönd- unum um þau mál sem samningur- inn nær til. Íslendingar undirgeng- ust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bank- ans. Þetta er kjarninn í Icesave- deilunni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sumum innstæður sínar að fullu bæði í orði og verki með beinni ábyrgð ríkissjóðs og fjárframlög- um. Þau hafa með samningum og formlegum bréfaskriftum viður- kennt greiðsluskyldu að lágmarki til á innstæðum í erlendum útibú- um íslensku bankanna. Þau reyndu á síðustu stundu fyrir bankahrunið að fá Icesave-innstæðurnar felldar undir ábyrgð breska tryggingar- kerfisins. Það var óþarfi ef engin lagaskylda hvílir á Íslendingum. Það var líka óþarfi að tryggja allar innstæður á Íslandi að fullu ef engin lagaskylda og ábyrgð er á opinberum aðilum. Það var þá líka óþarfi að breyta leikreglum eftir á og gera innstæður að forgangskröfu í þrotabú. Það er gert á kostnað ann- arra kröfuhafa. Þeir tapa hundruð- um milljarða króna, sem þeir hefðu annars fengið. Íslensk lög eiga að gilda eins um alla sem undir þau falla. Jafnræðisreglan er bund- in í stjórnarskrá lýðveldisins. Út frá þessum skilningi málsins legg ég mat á það sem best er að gera fyrir land og þjóð í þessu erfiða og að mörgu leyti ógeðfellda máli. Sigurður Líndal fór fram á að ég færði rök fyrir því áliti mínu að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viður- kennt að greiða lágmarks- trygginguna á Icesave- innstæðunum. Það gerði ég fúslega. Hann kaus þá að krefja mig um rök fyrir annarri fullyrðingu sem hann lagði mér í munn. Þrátt fyrir það ákvað ég að leitast við svara henni af bestu getu í stuttu máli. Viðbrögð Sigurð- ar eru mér veruleg vonbrigði. Þau eru ekki skoðanaskipti. Útúrsnún- ingur, orðhengilsháttur og afflutn- ingur eru ekki framlag til umræðu og hjálpa ekki lesandanum til þess að komast að upplýstri niðurstöðu. Sigurður Líndal gerir lítið úr eigin ævistarfi og bregst þeirri skynsemi sem hann hefur áratugum saman leitast við að fá verðandi lögfræð- inga landsins til þess að tileinka sér. Verst þykir mér þó þegar hann bregður mér um heilindi og ber á mig annarlegar hvatir. Því vil ég ekki sitja undir og mótmæli því harðlega. Sigurður Líndal verður sér mjög til minnkunar með brigsl- um sínum. Þá eru menn orðnir algerlega rökþrota þegar gripið er til þess að segja að „er hulin ráð- gáta hvað honum gengur til“. Það er hvorki Sigurði né neinum öðrum hulin ráðgáta. Mér gengur það til að leiða málið til bestu og skynsam- legustu niðurstöðu fyrir íslenska þjóð sem völ er á miðað við mála- vöxtu. Það er mér ekki hulin ráð- gáta hvað Sigurði gengur til með þessum ummælum sínum. Hann er að sá efasemdum um heilindi og grafa undan trúverðugleika þess sem orðin beinast að. Sigurður er að vega að persónu og draga mörk milli þjóðarinnar og hennar. Þetta hafa aðrir verið að gera síðustu daga og vegið að fólki sem hefur verið áberandi í umræðunni og er svipaðrar skoðunar og ég. Umræð- an er með þessu komin á ómerki- legasta og lágkúrulegasta stig sem unnt er að ná og Sigurður Líndal leggur sitt af mörkum svikalaust. Hann gerir sjálfum sér meiri óleik en mér finnst að hann eigi skilið. Honum ber engin skylda til þess að standa við hlið helstu lýðskrum- ara stjórnmálanna og á ekki heima í þeirra hópi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Líndal vegur að persónu ÁRNI STEFÁNSSON KRISTINN H. GUNNARSSON GROUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.