Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 27. febrúar 2010 31 ÓVENJULEG Það myndu ekki allar konur sem eru að detta inn á fimmtugasta aldursárið pósa svona fyrir ljósmyndar- ann. En Sigríður Klingenberg kærir sig kollótta um hvað aðrir gera og ætlar að halda áfram að leika sér eins og barn svo lengi sem hún lifir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA komist yfir sín eigin, og verið óhamingjusöm alla tíð. Hún svipti sig lífi fyrir nokkrum árum, þá 63 ára gömul. „Frá því að mamma mín var tólf ára gömul vildi hún ekki lifa. Hún vildi vera á himnum og syngja á sléttunum.“ Í skilaboðum til fjölskyldu sinn- ar skildi hún eftir sig þetta ljóð: Ég leið er orðin á lífinu, ég þrái frið og ró, ég sé ekki lengur birtuna, það er langt síðan ég dó.“ Vildi verða predikari Sjálf ætlaði Sigríður alls ekki inn á neinar dulspekibrautir, heldur dreymdi hana um að verða pred- ikari. Á meðan hún var að koma börnunum sínum til manna og konu vann hún við almannatengsl, meðal annars fyrir Íslensk-Amer- íska. Þá leyfði hún performernum í sér að blómstra, mætti búninga- klædd og syngjandi í matvöru- verslanir með kynningar og rok- seldi. „Mottóið þá og nú er að vera góð við hvern einasta sem ég kem nálægt. Mig langaði að snerta hjörtu fólks og setja góða orku út í andrúmsloftið. Maður fær það allt saman til baka.“ Hún var þó alltaf af og til að spá fyrir vinkonum sínum og smám saman leiddist hún lengra inn á brautir spákonunnar. Predikarinn sem hana dreymdi um að verða fær líka að njóta sín í því starfi, því hún hjálpar fólki að láta sér líða betur með breyttu hugarfari og tjáningu. Hún þekkir það sjálf að hafa leyft neikvæðum hugsunum að taka yfir líf sitt. „Þegar ég var átján ára var ég svakalega þung- lynd. Ég lenti í svo mikilli ástar- sorg að ég vildi ekki lifa. Og ég gerði tilraun til þess að lifa ekki. Þá var mér gefin Dale Carnegie- bókin Lífsgleði njóttu. Ég át hana gjörsamlega upp til agna og hún gaf mér splunkunýja orku til að takast á við lífið.“ Fókusar á það jákvæða Sigríður varð heilluð af Dale Carn- egie og hefur síðan mikið unnið í sjálfsstyrkingu. Hún er meðal ann- ars á meðal þeirra mörgu kvenna sem skipuleggja Leiðtoganámskeið fyrir konur, frí námskeið sem 450 konur víðs vegar um land hafa þegar tekið þátt í. Fyrir nokkrum árum gaf hún út sjálfsstyrkingardisk, með stutt- um og jákvæðum skilaboðum um hvernig megi bæta líf sitt með breyttri hugsun. „Þegar fólk fók- usar á veikindi fær það meiri veik- indi. Og það er til dæmis hræðilegt að blogga um sjúkdómana sína – ég bið fólk frá því. Þá fókusar fólk á sjúkdóminn allan daginn í stað þess að fókusa á að vera frískt. Fyrir mörgum árum var ég sjálf alltaf veik og með það á heilanum. En ég breytti orðaforða mínum og því sem ég hugsa. Ég læt út úr mér falleg orð og hlæ að sjálfri mér. Í dag er ég eins frísk eins og nýfædd. Mér hefur aldrei liðið eins vel, að verða fimmtug. Ég elska aldurinn og ég ætla að hafa brjálað fimm- tugspartí. Mottóið mitt er: Taktu ekki lífinu of alvarlega, þú kemst ekki lifandi frá því.“ Les í sálir í gegnum augun Sigríður spáir í bolla og spil, ræður í drauma og les í steina, svo eitt- hvað sé nefnt. En fyrst og fremst segist hún lesa í sálir í gegnum augun. „Við erum öll sálnalesar- ar og notum augun til að komast að hlutum um fólk. Mín aðferð er nákvæmlega sú sama, nema ég er búin að þróa hana aðeins lengra en flestir aðrir. Það andlega rennur í blóðinu okkar allra, en það hverf- ur frá okkur eftir því sem við fjar- lægjumst náttúruna. Jörðin er móðir okkar og steinsteypan ruglar kerfið okkar. Við eigum að faðma trén, tala við jörðina og leggjast á hana. Við megum ekki vanmeta kraftinn frá náttúrunni.“ Fulltingi lögfræðiþjónusta hefur hlotið nýtt nafn og nefnist nú ADVEL lögfræðiþjónusta. Samhliða nafnabreytingunni verður sérfræðiþjónusta við fyrirtæki og stofnanir breikkuð og efld. Lögfræðistofan Fulltingi ehf. var stofnuð árið 2001. Fyrirtækið óx hratt og fyrir röskum tveimur árum var starfseminni skipt milli eigenda í tvö sjálfstæð fyrirtæki með mismunandi starfssvið: Fulltingi lögfræðiþjónustu og Fulltingi slysa- og skaðabótamál. Nafnabreytingin nú undirstrikar fullan aðskilnað þessara tveggja lögmannsstofa en alþjóðlegt Advel - lögfræðiþjónusta ehf. • Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • Sími 520 2050 • Fax 552 2050 Lögfræðiþjónusta www.advel.is yfirbragð heitisins ADVEL speglar aukna áherslu fyrirtækisins á þjónustu á alþjóðlegum vettvangi. ADVEL lögfræðiþjónusta veitir fyrirtækjum, opinberum stofnunum og almenningi alhliða lögfræðiráðgjöf og er starfseminni skipt í þrjú starfs- svið: Fyrirtækjasvið, Alþjóðasvið og Almennt svið. Starfsmenn ADVEL lögfræðiþjónustu eru 17 talsins, þar af 10 héraðsdómslögmenn og tveir hæstaréttarlögmenn. Fulltingi lögfræðiþjónusta fær nafnið ADVEL Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.