Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 74
42 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Bræður! Nú þegar við gleðjumst yfir inngöngu nýs meðlims er sérstak- lega sárt að tilkynna að einum ykkar verður vísað úr félaginu í kvöld! Mig grunar að einn félagsmaður sé með ranga sýn á hlutina! Einn okkar hneigist meira að glimmeri og glamúr en eðlilegt getur talist! Ari maskari! BLESS! En...? Maður bjóst svosem við þessu! Jú, hann er heila eilífð að koma sér úr þessari dragt! Íkorna- veiðar? Já. Hvað notarðu sem beitu? Bestu kasjú- hnetur sem völ er á. Skemmtikvöld frummanna Klassískt barnalán Ókei... hver faldi skóna mína inni í skáp?? Fyrir tíma uppistandsins BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Ég er tvöfaldur dreifari – fæddur á Sauðárkróki, bjó þar til fjögurra ára aldurs og flutti svo til Selfoss þar sem ég bjó í 18 ár. Sumir myndu ganga svo langt að kalla mig sveitavarg og mér finnst það ekki leiðinlegt – þvert á móti kann ég ágætlega að meta þá göfugu nafngift. Ég hef búið í Reykjavík síðustu fjögur ár og það er eitt sem stendur upp úr: Aksturs- hæfileikar borgarbúa. GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN hafa orðið til þess að snjór fellur afar óreglulega í höfuðborginni. Á vet- urna líða oft heilu vikurnar – jafn- vel mánuðirnir – áður en við sjáum snjókorn á himni, en þegar fyrsta kornið fellur tekur það yfirleitt allt gengið með. Þá er voðinn vís í Reykja- vík og fólk virðist gleyma því að snjó fylgir hálka og í hálku eykst hemlunarvegalengd bíla. FYRSTU fréttir sem berast eftir snjókomu í Reykja- vík eru alltaf eins: „Fjöldi árekstra á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlu- mýrabrautar í morg- un“, „dekkjaverkstæði yfirfull“ og „lögreglan bendir fólki á að fara gætilega“. Löggan er meira að segja byrjuð að biðja fólk um að vera ekkert „að þvælast úti í snjónum á bílunum sínum“. Ekki nóg með það, þá gleymir fólk líka hvernig á að leggja bíl- unum sínum. Gott dæmi um það er að smábílar taka aldrei eins oft tvö stæði og þegar það snjóar. Það er eins og bíl- stjórar fari í kerfi þegar hvítu línurnar hverfa og láti bílinn renna í stæðin á handahófskenndan hátt. RINGULREIÐIN sem skapast á snjóþung- um dögum í Reykjavík er algjör og það er í raun ótrúlegt að borgarbúar skuli gera tilraun til að keyra í snjó, miðað við árangur síðustu ára. Eins og hugrakkir apar sem reykja vindla og gera annað sem er ætlað fólki, þá eru snjóaksturs- tilraunir Reykvíkinga dæmdar til að mistakast. ÞAÐ er glatað að þurfa að predika þess- um landsbyggðarboðskap í blaði sem er dreift í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu, en ekki til dæmis á Sauðárkróki. Fallega Sauðárkróki. Einhver þarf samt að segja ykkur þetta og þar sem ég er ekki ein- faldur, heldur tvöfaldur dreifari – sveita- vargur í Reykjavík, þá er skylda mín að láta ykkur vita að þið eruð ömurlegir bíl- stjórar. Lærið að keyra, aparnir ykkar. Lærið að keyra Menningarstarf í Kópavogi Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna / viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum. Styrkþegum ber að skila greinargerð um nýtingu styrks eigi síðar en 6 mánuðum eftir úthlutun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 7. apríl nk., ásamt fylgiskjölum. Eyðublöðin fást í Þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2, og á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til verkefna / viðburða í Kópavogi tvisvar á ári, í nóvember og maí en styrkir til félaga og stofnana í formi rekstrarstyrkja eru veittir einu sinni á ári, í maí. Umsóknum skal skilað til: Lista- og menningarráð Kópavogs Starfs- og verkefnastyrkir Fannborg 2 200 Kópavogi Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri menningarmála, Linda Udengård í síma 570- 1500 eða linda@kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.