Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 76
44 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hljómsveitin Reykjavík! efnir til Kvölds nýjunga og frumsýn- inga í Batteríinu í kvöld. Reykja- vík! mun þar stíga á svið í fyrsta skipti á þessu ári. Mörg ný verk verða frumflutt og spannar tónsviðið allt frá gleðipoppi til dauða- glundurs. Hljómsveitin Florita verður frumsýnd, en í sveitinni leiða saman þefhesta sína fjór- ir náungar úr nýhættum hljóm- sveitum, þeir Benedikt og Pétur fyrrver- andi Skátar og Úlfur og Albert úr Swords of Chaos. Kontrabassaleikarinn og tón- smiðurinn ástsæli Borgar Magna- son mun einnig gleðja gesti með því að ausa úr sköpunarbrunni sínum. Rúsínan í þessari tón- leikapylsu er dúettinn Legend, sem í eru Krummi Björgvins- son og Halldór Björnsson, en þeir voru saman í Esju. Húsið opnar kl. 22.30, en fyrsta sveit stíg- ur á svið kl. 23. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. > Ekki missa af … Á sunnudaginn eru tvöföld sýningarlok í Hafnarborg. Þá lýkur sýningu Ragnars Kjart- anssonar á framlagi hans/ Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009, The End/Endalokin. Maður í Speedo-sundskýlu er þar nokkuð áberandi. Einnig lýkur sýningunni Ljósbrot, sem er innsetning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur. Sunnudagskvöld kl. 20 Vetrarferðin eftir Franz Schubert verð- ur flutt í Íslensku óperunni af þeim Jóhanni Smára Sævarssyni, bassa, og Kurt Kopecky, píanóleikara. Þessi áhrifamikla ljóðatónlist verður flutt í leikinni útfærslu, sem gefur verkinu ferskan og spennandi blæ. Aðeins þessi eina sýning er ráðgerð á verkinu. Hér gefst frábært tækifæri til að hlýða á Jóhann Smára Sævarsson. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. Leikhópurinn Ég og vinir mínir stefnir á Vestur-Íslendingaslóðir um miðjan maí með leiksýninguna Húmanímal, sem sló í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu á síðasta ári. Hópnum hefur verið boðið á lista- hátíðina Núna/Now í Winnipeg í Kanada þar sem sýnt verður á ensku, en hópurinn heimsækir einnig bæina Gimli og Riverton þar sem styttri útgáfa verður sýnd á íslensku. Leikhópurinn þarf að ferðast með 160 kíló af fötum með sér vegna þess að á leik- myndinni hangir mikið magn af litríkum vandlega litaflokkuðum fötum. Þar sem parið Dóra Jóhannsdóttir og Jörundur Ragnarsson eiga von á sínu fyrsta barni um það leyti sem sýningarnar verða í Kan- ada munu Valgerður Rúnarsdóttir dansari og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari hlaupa í skarðið fyrir þau. Húmanímal vestur DÓRA JÓHANNSDÓTTIR Í Húmanimal. Nýjungar á Batteríi KRUMMI er í Legend. Cornelis Vreeswijk kvöldskemmtun NORRÆNA HÚSIÐ Forsala á midi.is 27/2 kl. 21:00 6/3 kl. 21:00 12/3 kl. 21:00 Í KVÖLD Norræna húsið 25 norrænir listamenn sýna bókverk í sýningarsal Norræna hússins. Sýningin er opin alla daga frá 12-17 nema mánudaga. Mánudagur 1. mars. 2010 kl. 12:00 Höfundahádegi: Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður, og Bergljót Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræða um nýútkomna bók Hauks, Andlitsdrætti samtíðarinnar. Allir velkomnir. Matur í bókmenntum og matreiðslubækur sem bókmenntir. Allir velkomnir. Jazzsveitin Dynamo ásamt Peter Laugesen og Einari Má Guðmundsyni. Miðaverð 1.500 kr. HVÍTU Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson SVART Á Nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar er komið út ÍSLENSK MENNING A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Í dag kl. 17 mun Nýlista- safnið opna starfsemi sína í nýjum húsakynnum að Skúlagötu 28 þar sem kex- verksmiðjan Frón var áður til húsa. Af þessu tilefni kemur út bókin Nýlistasafn- ið / The Living Art Museum 1978-2008, sem er 360 bls. og Tinna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri safnsins ritstýrir. Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af hópi myndlistarmanna. Nýló hefur verið starfandi æ síðan sem meginstofnun hér á landi fyrir tilraunalistir. Samtímis var stofn- að Félag um Nýlistasafnið, sem rekur safnið, en í því eru tæplega 300 félagar, innlendir og erlend- ir. Haldnar hafa verið um 600 sýningar í safninu, með þátttöku um 1.900 listamanna. Þar af hafa um 200 viðburðir verið haldnir í safninu auk þess sem safnið hefur komið nokkuð að listútgáfu. Nýjasta húsnæðið er fimmta staðsetning Nýlós. Fyrsta húsnæði safnsins var í bakhúsi á Vatnsstíg 3b, safnið var um skamman tíma rekið í geymslukjallara í Þing- holtsstræti 6, þá að Vatnsstíg 3, svo í mun betra húsnæði á Laugavegi 26 og er nú flutt á Skúlagötu 28. Dagskráin í dag verður í léttari kantinum. Kveðjur verða fluttar, listamenn muna snúa plötum, bók Tinnu verður kynnt og 32 félag- ar og vinir Nýlistasafnsins munu flytja stutta tileinkun fyrir hvert ár í sögu félagsins. Starfsemin verður svo keyrð í gang. Fyrsta sýningin í nýju safn- húsnæði verður opnuð fimmtu- daginn 11. mars. Það er sýning á verkum úr safneign Nýlistasafns- ins, sem stýrt er af öllum meðlim- um stjórnar þess. Laugardaginn 13. mars stendur Nýlistasafnið að gjörningahátíð nemenda í mynd- listardeild Listaháskóla Íslands, undir stjórn Erlings Klingenberg myndlistarmanns, og er það verk- efni dæmi um mikið og farsælt samstarf stofnananna tveggja um árabil. Gott er að fylgjast með gróskumikilli starfseminni á www. nylo.is. - drg Nýló í gamalli kexverksmiðju VIÐ OPNUN Í NÝLÓ 1980 Í dag opnar Nýlistasafnið á Skúlagötu 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.