Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 27. febrúar 2010 ➜ ALLT SAMHENGI VANTAR Í MÁLIÐ Svavar fór fyrir samninganefndinni sem náði samningum um Icesave í júní í fyrra. Hann hefur orðið fyrir hörðum árásum eftir þann samning. Svavar segir þeim spurningum ekki hafa verið svarað hvað hefði gerst ef málið hefði verið klárað strax. Ljóst er að atvinnuleysi væri mun minna, vextirnir lægri og geng- ið hagstæðara. Hagspá ASÍ, sem kynnt var á fimmtudag, hefði litið mun betur út. Þá telur hann málið ekki hafa verið sett í samhengi þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. „Þjóðaratkvæðagreiðslan út af fyrir sig getur verið ágæt, en hún þarf þá að vera um heild, ekki eitt atriði af mörgum. Icesave-málið er eitt atriði af mörgum í efnahagsvél- inni. Það að leggja það fyrir þjóðar- atkvæði eitt og sér, það er eins og að leggja tekjuhlið fjárlaga sér og gjaldahlið sér fyrir þjóðina. Auðvitað mundu allir hafna tekju- hliðinni, af því að menn vilja ekki borga skatta. En menn myndu segja já við gjaldahliðinni af því menn vilja gjarnan fá skóla og sjúkrahús og vegi.“ sína og allt það. Nú þarf að spyrja alla flokka, hvernig sjáið þið afkomu fólksins fyrir ykkur í þessu landi?“ Svavar segir grundvallaratriði þess að hægt sé að koma á afkomu- tryggingu að efnahagslífið kom- ist á réttan kjöl. Ekki sé hægt að skilja á milli velferðarkerfisins og efnahagslífsins, auðveldara sé auðvitað að fjármagna velferðina sé efnahagslífið í blóma. „Það þarf að setja upp heildar- stefnu fyrir þjóðina um það hvern- ig afkomutrygging einstakling- anna og þjóðarinnar til frambúðar verður tryggð. Ég vil, sem kjós- andi, spyrja flokkana, hvað eruð þið með? Einn ríkisbanka Svavar telur skynsamlegt að starfrækja einn ríkisbanka hér á landi. Það muni tryggja saman- burð í rekstri og virkni í fjárfest- ingu. Þá þurfi að velta því fyrir sér hvort bankarnir eigi sjálfir að kaupa hluti í atvinnulífinu. Það sé óheimilt í Danmörku og því settar skorður í Þýskalandi. „Ég tel óhemju mikilvægt að það verði tekið á því að sparifjáreig- endur geti treyst því að farið sé eðlilega með peningana þeirra. Ég tel að Íslendingar eigi að ákveða að taka þátt í alþjóðlegum trygginga- sjóðum banka og sparifjáreigenda. Kapítalið er alþjóðlegt, það er nú gömul saga, en vinnuaflið á í raun heldur engin landamæri. Vill alþjóðasáttmála Svavar telur að á næstu tíu til tuttugu árum þurfi að koma á fót þremur alþjóðlegum samningum um grundvallaratriði. „Í fyrsta lagi samning gegn fátækt þar sem auðæfum heimsins sé skipt jafnar. Það þarf að tryggja að Afríkuríki geti selt vörur sínar hömlulaust á markaði okkar auð- kýfinganna, sem við Íslendingar tilheyrum. Að koma á fót alþjóð- legri fríverslun en þó með eftirliti þannig að ekki sé hægt að hindra eðlileg samskipti í þágu ríkra landa. Þá þarf að koma á fót sáttmála í friðar- og öryggismálum og í þriðja lagi sáttmála um umhverfismál. Maður þarf að sjá fyrir sér ver- öldina á næstu tíu til tuttugu árum með þessum þremur regnhlífar- samningum og innan þeirra séu aðrir þættir og bandalög svæða, til að mynda. Ég hefði viljað sjá að flokkarnir hér heima kæmu sér upp alþjóða- stefnu í efnahags-, umhverfis- og friðar- og öryggismálum. Að þeir hugsi sín mál þannig og kynni þau.“ Svavar segir þetta geta verið tengt afkomutryggingu á þann hátt að horft verði til einstaklinganna og þess hver eru til dæmis þeirra umhverfisspor. Nýja hugsun Hugmyndir Svavars eru kannski útópískar, segir hann, en menn verði einfaldlega að sjá eitthvert ljós, sýna neista framtíðarinn- ar. Flokkarnir þurfi að svara því hvernig á að komast úr kreppunni til framtíðar. „Það gerum við ekki með því að segja, nú byggjum við hér 23 álver. Það er gamla hugsunin eins og var hér eftir stríð. Það einkenndist í mismælum frambjóðanda Alþýðuflokksins í Eyjafirði sem sagði: Okkar stefna er nýsköpunartogara á hvert heim- ili. Þá hugsuðu menn ofan frá og að ríkið gæti bara reddað þessu öllu og keypt togara. Það sama á við um að byggja álver. Blaða- menn, sem ganga atvinnulausir, gætu eins sagt: ríkið gefur bara út dagblað, stækkum Lögbirtinga- blaðið. Það er ekki sú aðferð sem mér hugnast. Ég vil nota markaðsþjóð- félagið eftir reglum sem eru lýð- ræðislega ákveðnar af sanngjörnu og öflugu framkvæmdarvaldi. Og við þurfum Fjármálaeftirlit sem þorir að vera Fjármálaeftirlit og Seðlabanka sem þorir að vera Seðlabanki.“ Mán. - föstud. 10 - 19. Laugardaga 10 - 18. Sunnudaga 12 -18 Í Intersport Bíldshöfða er opinn um helgina! ÞOR Svavar segir að Fjármálaeftirlitið þurfi að þora að vera Fjármálaeftirlit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.