Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.02.2010, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27. febrúar 2010 17 UMRÆÐAN Sigursveinn Magnússon skrif- ar um tónlist Góður vinur stöðvaði mig á götu fyrir nokkru algjörlega flaumósa. Rifjaði upp nýlega tónleika þar sem unglingar höfðu flutt 9. sinfón- íu Beethovens í tvígang fyrir fullu húsi hér í Reykjavík. „Hvað er að gerast?“ sagði hann. „Fyrir aðeins fáeinum áratugum, þótti það stór- virki að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía skyldu ráða við að flytja þetta öndvegis- verk og nú gera börnin okkar sér leik að því að flytja þessa stóru hljómkviðu. Eru þau svona miklu gáfaðri og tónvissari en við, for- eldrarnir? Svo fór ég að hugsa málið,“ hélt hann áfram. „Hvaðan kemur allur sá skari æskufólks sem er skapandi í músík. Af hverju blómstra hátíðir á borð við Síðan fór ég suður, Ice- land Airwaves, Músíktilraunir, Skrekkur, Söngva keppni skólanna, Evro vision, Ungsveit Sin- fóníunnar, Sinfóníuhljómsveit tón- listarskólanna, Norðurlandameist- arar í djassi, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ungfónían, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norður lands, Íslenska óperan, ekki er hér rúm til að nefna ótal hópa sem kenndir eru við „krúttkynslóð“ og flytja tónlist víða um heim. Tón- listarhátíðir: Þjóðlagahátíð á Siglu- firði, Myrkir músíkdagar, Berjadag- ar, Reykholtshátíð, Sumartónleikar í Skálholti, Djasshátíð í Reykjavík, Djasshátíð Austurlands, Lista- sumar á Akureyri, Tónlistarstarf á Hólum í Hjaltadal, á Klaustri, Við Djúp, Kirkjulistahátíð, Lista- hátíð í Reykjavík, þúsundir syngj- andi radda í skólum og kirkjum, sem lyfta andanum og telja í okkur kjark á tímum erfiðleika og and- streymis.“ Svona lét vinur minn dæluna ganga og geystist yfir þetta víða svið. En hvað hefur breyst? – Ekkert sprettur af engu. – Árið 1966, er stórvirki Beethovens var fyrst flutt og Ísland kvaddi sér hljóðs á þessu sviði heimsmenningarinnar, var blekið rétt að þorna af nýrri laga- setningu Gylfa Þ. Gíslasonar um fjárhagslegan stuðning við tónlistar- skóla, en þar með hófst menningar- sókn, sem enn sér ekki fyrir endann á. Það var þetta sem félagi minn reyndi að átta sig á. Allt of fáir sjá þessa atburðarás í samhengi. Fyrir tilstilli lagasetningar Gylfa og síðar Vilhjálms Hjálmarssonar urðu til tækifæri til menntunar í hljóðfæra- leik og söng og með árunum varð til fjöldahreyfing sem ber uppi þessa miklu grósku. Hvert væri menn- ingarstig okkar ef framsýni þess- ara frumkvöðla á hinu menningar- pólitíska sviði hefði ekki notið við? Tónlistarskólar um allt land helga sér laugardaginn 27. febrúar til að kynna starf sitt. Á heimasíðum þeirra má fræðast nánar um dag- skrá á hverjum stað. Sækjum þá heim og gleðjumst með kennurum og nemendum yfir góðum árangri. Til hamingju með daginn. Höfundur er tónlistarskólastjóri. Til hamingju, tónlist SIGURSVEINN MAGNÚSSON UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttir skrifar um samskipti Íslands og Banda- ríkjanna Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Banda- ríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari mála- leitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutning- ur okkar fram- sóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráð- herra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrin- um. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollending- ar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska rík- isstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda her- liði sínu þarna eingöngu af undan- látssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollend- ingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hol- lendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þess- ar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómat- ísk samskipti Íslendinga við Banda- ríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðins- sonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Conn- an, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfs- menn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifull- trúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Bandarískir draumar VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR + Fáið meiri upplýsingar um hvað er hægt að sjá og gera í Glasgow með því að fara inn á: www.seeglasgow.com TILNEFND AF LONELY PLANET Í FYRRA SEM EIN AF BESTU OG SKEMMTILEGUSTU BORGUM Í HEIMI GLASGOW GLÆSIBRAGUR Á SKOSKA VÍSU Njótið þess að versla við frábærar verslunargötur. Skoðið sérstæða og undurfagra húsagerðarlist og söfn á heimsmælikvarða. Kynnist víðfrægum veitingastöðum, æðislegum krám og börum. Skemmtið ykkur með vingjarnlegu fólki í borg þar sem alltaf er eitthvað spennandi að gerast og efnt er til ýmiss konar hátíða og viðburða allan ársins hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.