Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 76

Fréttablaðið - 27.02.2010, Side 76
44 27. febrúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hljómsveitin Reykjavík! efnir til Kvölds nýjunga og frumsýn- inga í Batteríinu í kvöld. Reykja- vík! mun þar stíga á svið í fyrsta skipti á þessu ári. Mörg ný verk verða frumflutt og spannar tónsviðið allt frá gleðipoppi til dauða- glundurs. Hljómsveitin Florita verður frumsýnd, en í sveitinni leiða saman þefhesta sína fjór- ir náungar úr nýhættum hljóm- sveitum, þeir Benedikt og Pétur fyrrver- andi Skátar og Úlfur og Albert úr Swords of Chaos. Kontrabassaleikarinn og tón- smiðurinn ástsæli Borgar Magna- son mun einnig gleðja gesti með því að ausa úr sköpunarbrunni sínum. Rúsínan í þessari tón- leikapylsu er dúettinn Legend, sem í eru Krummi Björgvins- son og Halldór Björnsson, en þeir voru saman í Esju. Húsið opnar kl. 22.30, en fyrsta sveit stíg- ur á svið kl. 23. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. > Ekki missa af … Á sunnudaginn eru tvöföld sýningarlok í Hafnarborg. Þá lýkur sýningu Ragnars Kjart- anssonar á framlagi hans/ Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009, The End/Endalokin. Maður í Speedo-sundskýlu er þar nokkuð áberandi. Einnig lýkur sýningunni Ljósbrot, sem er innsetning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur. Sunnudagskvöld kl. 20 Vetrarferðin eftir Franz Schubert verð- ur flutt í Íslensku óperunni af þeim Jóhanni Smára Sævarssyni, bassa, og Kurt Kopecky, píanóleikara. Þessi áhrifamikla ljóðatónlist verður flutt í leikinni útfærslu, sem gefur verkinu ferskan og spennandi blæ. Aðeins þessi eina sýning er ráðgerð á verkinu. Hér gefst frábært tækifæri til að hlýða á Jóhann Smára Sævarsson. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. Leikhópurinn Ég og vinir mínir stefnir á Vestur-Íslendingaslóðir um miðjan maí með leiksýninguna Húmanímal, sem sló í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu á síðasta ári. Hópnum hefur verið boðið á lista- hátíðina Núna/Now í Winnipeg í Kanada þar sem sýnt verður á ensku, en hópurinn heimsækir einnig bæina Gimli og Riverton þar sem styttri útgáfa verður sýnd á íslensku. Leikhópurinn þarf að ferðast með 160 kíló af fötum með sér vegna þess að á leik- myndinni hangir mikið magn af litríkum vandlega litaflokkuðum fötum. Þar sem parið Dóra Jóhannsdóttir og Jörundur Ragnarsson eiga von á sínu fyrsta barni um það leyti sem sýningarnar verða í Kan- ada munu Valgerður Rúnarsdóttir dansari og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari hlaupa í skarðið fyrir þau. Húmanímal vestur DÓRA JÓHANNSDÓTTIR Í Húmanimal. Nýjungar á Batteríi KRUMMI er í Legend. Cornelis Vreeswijk kvöldskemmtun NORRÆNA HÚSIÐ Forsala á midi.is 27/2 kl. 21:00 6/3 kl. 21:00 12/3 kl. 21:00 Í KVÖLD Norræna húsið 25 norrænir listamenn sýna bókverk í sýningarsal Norræna hússins. Sýningin er opin alla daga frá 12-17 nema mánudaga. Mánudagur 1. mars. 2010 kl. 12:00 Höfundahádegi: Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður, og Bergljót Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræða um nýútkomna bók Hauks, Andlitsdrætti samtíðarinnar. Allir velkomnir. Matur í bókmenntum og matreiðslubækur sem bókmenntir. Allir velkomnir. Jazzsveitin Dynamo ásamt Peter Laugesen og Einari Má Guðmundsyni. Miðaverð 1.500 kr. HVÍTU Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson SVART Á Nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar er komið út ÍSLENSK MENNING A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Í dag kl. 17 mun Nýlista- safnið opna starfsemi sína í nýjum húsakynnum að Skúlagötu 28 þar sem kex- verksmiðjan Frón var áður til húsa. Af þessu tilefni kemur út bókin Nýlistasafn- ið / The Living Art Museum 1978-2008, sem er 360 bls. og Tinna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri safnsins ritstýrir. Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af hópi myndlistarmanna. Nýló hefur verið starfandi æ síðan sem meginstofnun hér á landi fyrir tilraunalistir. Samtímis var stofn- að Félag um Nýlistasafnið, sem rekur safnið, en í því eru tæplega 300 félagar, innlendir og erlend- ir. Haldnar hafa verið um 600 sýningar í safninu, með þátttöku um 1.900 listamanna. Þar af hafa um 200 viðburðir verið haldnir í safninu auk þess sem safnið hefur komið nokkuð að listútgáfu. Nýjasta húsnæðið er fimmta staðsetning Nýlós. Fyrsta húsnæði safnsins var í bakhúsi á Vatnsstíg 3b, safnið var um skamman tíma rekið í geymslukjallara í Þing- holtsstræti 6, þá að Vatnsstíg 3, svo í mun betra húsnæði á Laugavegi 26 og er nú flutt á Skúlagötu 28. Dagskráin í dag verður í léttari kantinum. Kveðjur verða fluttar, listamenn muna snúa plötum, bók Tinnu verður kynnt og 32 félag- ar og vinir Nýlistasafnsins munu flytja stutta tileinkun fyrir hvert ár í sögu félagsins. Starfsemin verður svo keyrð í gang. Fyrsta sýningin í nýju safn- húsnæði verður opnuð fimmtu- daginn 11. mars. Það er sýning á verkum úr safneign Nýlistasafns- ins, sem stýrt er af öllum meðlim- um stjórnar þess. Laugardaginn 13. mars stendur Nýlistasafnið að gjörningahátíð nemenda í mynd- listardeild Listaháskóla Íslands, undir stjórn Erlings Klingenberg myndlistarmanns, og er það verk- efni dæmi um mikið og farsælt samstarf stofnananna tveggja um árabil. Gott er að fylgjast með gróskumikilli starfseminni á www. nylo.is. - drg Nýló í gamalli kexverksmiðju VIÐ OPNUN Í NÝLÓ 1980 Í dag opnar Nýlistasafnið á Skúlagötu 28.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.