Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 26

Fréttablaðið - 02.03.2010, Page 26
 2. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● karlar og krabbamein Haukur Lárus Hauksson blaða- maður greindist með krabba- mein í blöðruhálskirtli á 49 ára afmælisdaginn og fékk viku síðar þær fréttir að krabba- meinið væri búið að dreifa sér í bein og kirtla. „Horfur voru síður en svo góðar þegar í ljós kom að krabbamein- ið hafði dreift sér. Margir þekkja það eftir að hafa fengið tíðindi sem þessi að lamast hreinlega og aka heim af læknastofunni í gjörsam- lega óhæfu ástandi,“ segir Haukur og segist hafa fundið fyrir doða lengi á eftir. Þar sem meinvörpin höfðu dreift sér kom ekki annað til greina en Haukur færi á lyf. Í fyrstu héldu hormónalyf krabbameininu í skefj- um en svo kom að skipt var yfir í krabbameinslyf. Síðan þá hefur Haukur nokkrum sinnum þurft að skipta um lyf og hefur auk þess fengið geisla á hrygg og höfuð þar sem meinvörpin voru farin að þrýsta á taugar. Í dag er mánuður síðan höfuðið á Hauki var geislað með átta geislum. Haukur segist, á heildina litið, hafa verið tiltölulega lánsamur og ekki fengið miklar aukaverkanir en það sé full vinna að berjast við krabbamein. „Þegar krabbamein kemur inn í líf manns, þá ryðst sjúkdómurinn inn á skítugum skónum og setur allt í uppnám. Sorgin er til að byrja með mjög sterk. Síðan fer maður í það að reyna að grípa um þræði lífsins og ná stjórn á því. Konan mín, Hera Sveinsdóttir, og ég tókum strax þá ákvörðun að tala um allt er varð- ar sjúkdóminn – jafnvel sama hlut- inn aftur og aftur – og það hefur haldið okkur báðum á floti en hlut- verk aðstandenda er ekki síður erfitt og getur verið mjög flók- ið. Þetta er fjölskyldusjúkdómur. Við breyttum einnig mataræðinu, meira grænt til dæmis, og ég tók út allar mjólkurvörur, en ástæðan fyrir því er sú að ég kynntist Jane Plant sem hefur sjálf greinst með krabbamein nokkrum sinnum, en tekið út mjólkurvörur úr matar- æðinu og ekki fundið til einkenna í þrettán ár.“ Jane Plant hefur hald- ið fyrirlestra um sína reynslu víða um heim og hvernig vaxtarhorm- ón í mjólkinni eru talin tengjast hormónakenndu krabbameini. „Manni finnst maður þurfa að gera eitthvað. Það er það sem hefur hjálpað mér; að setjast ekki inn í vonda herbergið sem sjálfsvorkunn er heldur drífa sig af stað og halda haus í baráttunni, þótt auðvitað sé það meira en að segja það. Gríðar- lega mikið framboð er af úrræðum. Góð sálfræðihjálp, ráðgjafarþjón- usta krabbameinssjúklinga, líknar- deildir, hefðbundnar meðferðir og ýmislegt annað. Ég er til að mynda í félagsskap sem kallast Framför og heldur úti heimasíðunni fram- for.is en tilgangur félagsins er að efla umræðuna um þá tegund af krabbameini sem ég er með.“ Að lokum segist Haukur vilja hvetja alla karlmenn til að taka ábyrgð á eigin heilsu. „Konur hafa sterkt net og eru opnari en við þannig að mörgum kemur oft á óvart að í raun er krabbamein í blöðruhálskirtli algengara en brjóstakrabbamein. Karlmönnum hættir oft til að kenna sér meins en leita sér ekki hjálpar. Við karl- þjóðin þurfum því að slá í merarn- ar og herða okkur í umræðunni. Við berum sjálfir ábyrgð á eigin heilsu.“ - jma ● SLEPPUM TÓBAKSNOTKUN Tvöfalt meiri líkur eru á að reyk- ingamenn deyi úr krabbameini en þeir sem ekki reykja og nær 90 pró- sent allra krabbameina í lungum má rekja til reykinga. Reykingamenn eru líka í meiri hættu á að fá krabba- mein í munnhol, barka, blöðru, nýru, bris, ristil, endaþarm og blóðfrumur en þeir sem ekki reykja. Þótt nef- og munntóbak sé minna skaðlegt en reyktóbak þá er það jafnvel enn meira vanabindandi. Það getur líka valdið krabba- meinum, ekki síst í brisi. Einnig getur það leitt til þyngdaraukningar og risvandamála. Af þessu má ljóst vera að það besta sem tóbaksnotandi getur gert til að draga úr hættu á krabbameinum og hafa jákvæð áhrif á sína heilsu er að hætta að sjúga í sig tóbak í hvaða formi sem er. „Karlmönnum hættir oft til að kenna sér meins en leita sér ekki hjálpar. Við karlþjóðin þurfum því að slá í merarnar og herða okkur í umræðunni,“ segir Haukur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HREYFING Dagleg hreyf- ing getur komið í veg fyrir alls konar sjúkdóma, þar á meðal sum krabbamein. Umfram allt veitir hreyfing aukna orku og vellíðan. Öll hreyfing er betri en engin og æskilegt að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Hreyfingin þarf að vera þannig að púls og öndun verði hraðari heldur en venjulega, fólk finni fyrir mæði en geti þó haldið uppi samræðum. Með því að stunda erfiðari æfingar og hreyfa sig lengur minnkar áhættan á krabbameinum enn frekar. Hreyfingin getur bæði verið einföld og ódýr. Hún getur falist í að skokka eða hjóla í vinnuna, nota stigana í stað þess að taka lyftuna og skreppa í sund í næstu sundlaug. Um- fram allt að takmarka kyrrsetu og velja hreyfingu sem hentar. Við berum ábyrgð á eigin heilsu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.