Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 12
12 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Engin rök eru fyrir háum vöxtum Seðlabank- ans. Afgangur af vöruskiptum við útlönd er mikill og gríðar- legur slaki er á innlendri eftir- spurn. Það endurspeglast í meira atvinnuleysi en sést hefur hér á landi. Seðlabankinn er hins vegar í pattstöðu enda verður hann að hafa rými til að hækka stýrivexti þegar krónunni verður sleppt lausri. Þetta er álit Skuggabanka- stjórnar Fréttablaðsins, sem ekki er einróma í vaxtaákvörð- un sinni að þessu sinni. Hún ráð- leggur að lækka stýrivexti um allt frá fjórðungi úr prósenti upp í eitt prósent. Það sem helst mælir gegn myndarlegri lækkun stýrivaxta er Icesave-málið og óvissa um erlendar lánveitingar. Skugga- bankastjórnin segir óvissuna of mikla til að lækka stýrivexti hratt. Skuggabankastjórnin segir Icesave-málið hæglega geta dreg- ist langt fram eftir ári og vald- ið því að mikilvæg efnahagsmál verði látin sitja á hakanum. Því verði að koma málinu frá. Skuggabankastjórnin segir mikilvægt að lækka stýrivexti til að koma atvinnulífi á hreyfingu. Á sama tíma þurfi að afnema gjaldeyrishöft í nokkrum skref- um á næstu mánuðum og opna fyrir frelsi í fjármagnshreyfing- um landa á milli innan tveggja ára. Seðlabankinn hefur ekkert gefið út hvenær sú stund renn- ur upp. Þegar það gerist verður Seðlabankinn að hækka stýri- vexti. Hann hefur hins vegar misst af tækifærinu og stend- ur nú frammi fyrir því að stýri- vextir eru of háir á sama tíma og hann þarf að hækka þá frekar á næstu árum til að forðast gengis- hrun, að mati Skuggabanka- stjórnarinnar. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 9,5 prósentum. Bank- inn greinir frá vaxtaákvörðun sinni á morgun. jonab@frettabladid.is Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Stefnir - Ríkisvíxlasjóður. Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf / 10% innlán Stefnir - Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. Seðlabankinn í pattstöðu Mikilvægt er að Seðlabankinn lækki stýrivexti og komi atvinnulífinu í gang. Á sama tíma verður bankinn að geta hækkað stýrivexti þegar gjaldeyrishöft verða afnumin. Þetta er mat Skuggabankastjórnarinnar. Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst: „Það þarf að lækka vexti hér á landi sem fyrst til þess að koma atvinnu- lífinu hraðar af stað. En óvissan er einfaldlega of mikil til þess að svigrúm sé til einhverrar vaxtalækk- unar af viti.“ Vaxtaákvörðun: 25-50 punkta lækkun stýrivaxta. Sambærileg lækkun innlánsvaxta. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar: „Allar vísbendingar um framvindu og horfur í efnahagsmálum styðja mynd- arlega vaxtalækkun. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stýrivextir eigi að vera komnir niður í 6-7 prósent fyrir mitt þetta ár miðað við verðlagshorf- ur.“ Vaxtaákvörðun: 100 punkta lækk- un stýrivaxta. Sambærileg lækkun annarra vaxta. Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningar- deildar Arion banka: „Seðlabankinn hefði átt að lækka stýrivexti í stað þess að hækka þá í átján prósent árið 2008. Hann verður að hafa svigrúm til að hækka þá aftur.“ Vaxtaákvörðun: Stýrivextir lækki um 50 punkta en vextir viðskipta- reikninga um 25 til 50 punkta. VIÐSKIPTI Þeir sem tekið hafa gengistryggð lán munu ekki missa rétt sinn vegna aðgerða stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna. Þar á meðal er niðurfærsla fjármögnunar- fyrirtækja á bílalánum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu um helg- ina kynnti Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra forsvarsmönnum fjármögnunarfyrir- tækjanna fjögurra hugmyndir ráðuneytisins um aðgerðir gegn skuldavanda. Hugmyndirnar eru enn í vinnslu og verða kynntar síðar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrir mánuði að lán tengd erlend- um gjaldmiðli væru ólögmæt. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Björn Þorri Viktorsson lögmaður varaði þá fólk við að breyta erlendum gengislánum sínum í krónur á þeim forsendum að það kunni að verða af hugsanlegri höfuðstólslækkun. „Aðgerðir stjórnvalda nú breyta í engu þeim ágreiningi og munu aldrei verða til að taka betri rétt af lánþegum sem tekið hafa lán, fari svo að dómstólar komist að niður- stöðu í samræmi við kröfur lánþega. Óþarfi er því að óttast að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda hafi neikvæð áhrif á réttarstöðu skuldara,“ segir í tilkynningunni. - jab Lánþegar missa ekki rétt sinn verði höfuðstólslækkun bílalána að veruleika: Í lagi fyrir skuldara að breyta myntkörfulánum ÁRNI PÁLL ÁRNASON Félagsmálaráðherra kynnti for- svarsmönnum fjármögnunarfyrirtækjanna hugmyndir stjórnvalda til að vinna á skuldavanda heimilanna fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRAFTAVERK Þessi fílsungi fæddist 10. mars í dýragarði í Ástralíu, en talið var að hann myndi fæðast andvana. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Markús Sigurbjörns- son hæstaréttardómari tjáir sig ekki um gagnrýni Þórðar S. Gunnarssonar, forseta lagadeild- ar Háskólans í Reykjavík, á störf Markúsar sem prófdómara á námskeiði fyrir þá sem vilja afla sér réttinda sem héraðsdómslög- menn. Í Fréttablaðinu í gær sagði Þórður meðal annars að það bryti í bága við vandaða stjórnsýslu- hætti og hæfisreglur að Markús, sem eiginmaður forseta lagadeild- ar Háskóla Íslands, sinni starfi prófdómara. Þorsteinn Davíðsson, formaður prófnefndarinnar, sagð- ist í gær eiga eftir að ráðfæra sig við aðra nefndarmenn um hugs- anleg viðbrögð við fullyrðingum Þórðar. - gar Prófdómari um gagnrýni: Svarar ekki deildarforseta 40 tillögur að nýjum skóla Fjörutíu tillögur bárust í opinni hönnunarsamkeppni um nýtt hús- næði Framhaldsskólans í Mosfells- bæ. Nýbyggingin á að verða 4.000 fermetrar en skólanum hefur verið fundinn staður við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. MOSFELLSBÆR Auka þjónustu við ferðamenn Hafnarstjórn og menningar- og ferða- málanefnd Hafnarfjarðar ætla að taka höndum saman um uppbyggingu á þjónustustarfsemi við skemmtiferða- skip sem koma til bæjarins. HAFNARFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.