Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 38
18 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég hélt bara ekki að þetta væri hægt! Leeds á leið niður úr The Wankership! Takk! Ég er búinn að ná þessu! Hvað er eigin- lega fyrir neðan The Wan- kership? The Garbageship? Ekki byrja aftur, það er komið nóg! The Retard- ship? The Bag- Ladyship? The Shadyship? The Uselessship? Við náum okkur aftur á strik! Við spilum fljótlega aftur í Evrópu! Já... í æfingaferð? Kannski komið þið til Íslands? Aldrei að vita nema þið fáið æfingaleik við Selfoss? LA LA LA LA Búinn að pakka í bakpokann og hlaða iPodinn... Ég er tilbúinn fyrir skóla- setninguna. Þú misstir eitthvað. „Leslisti sumarsins“. Æ já. Þú ert að grínast... Hvað er opið lengi í bóka- búðum á sunnudögum? Æ nei. Hérna, haltu á systur þinni meðan ég næ í bleyjur. En hún gæti, hvað ef hún... Æ í guðanna bænum! Fljótur! Þetta er nýr hattur! Tal- stö ðin Í LOFTINU Góóóóða kvöldið gott fólk, ég heiti Hinrik og stjórna stefnumótaþætt- inum. Í kvöld ætla ég ausa úr viskubrunninum um það hvernig fólk ræktar ástina og lætur sambandið endast... Lís a An na Ma gga Júl ía Nín a Brí et Lóa LÖGREGLAN í Reykjavík hafði sérstak- lega á orði að síðasta helgi hefði verið með friðsælasta móti í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir að mikill fjöldi fólks hafi þar verið saman kominn til að skemmta sér. Friðsældina má auðvitað rekja beint til þess að nokkur hundruð þeirra sem voru í bænum fóru á Nasa í fertugsafmæli hjá glaðasta manni á Íslandi. Hver nennir að fara í slag eftir að hafa sungið Þú komst við hjartað í mér og fundið fyrir ljúfum regnbogastraumum sem Páll Óskar Hjálmtýsson geislar frá sér á sviðinu? ÉG hélt alltaf að Páll Óskar væri einn af þeim sem eru svo heppilega skap- aðir að líkamar þeirra offramleiða endorfín. Hann hefur alltaf virk- að á mig sem einlæglega ánægð- ur með lífið og sáttur við sjálfan sig. Jafnvel þegar hann skreið um sviðið á Eurovision og strauk á sér klofið fyrir Íslands hönd. Ég hélt þetta væri allt saman hluti af fyrirfram ákveðnu plotti, hann hefði einfaldlega gaman af því að hneyksla og hrista upp í leiðin- legu fólki með kassalaga hausa. Í HRESSILEGA opinskáu við- tali í helgarblaði Moggans umturnar Páll Óskar hins vegar hugmynd minni um hann sem hamingjusama hommann. Hann lýsir því hversu týndur hann var í eigin höfði fyrir tíu árum, á sama tíma og hann gaf útvarpshlustendum ráð um ást og kynlíf sem Dr. Love. Hvernig hann ánetjaðist hommaklámi eftir ítrekaðar ástarsorgir og svo hvernig hann náði sér upp úr öllu saman með því að leita sér hjálpar og vinna í sjálfum sér. Nú loksins sé hann aftur farinn að fíla sjálfan sig í botn og hættur að þjást af efasemdum um sjálf- an sig. HAMINGJUSTEFIN voru fleiri í Sunnu- dagsmogganum. Í sama blaði var viðtal við hamingjukennarann Tal Ben-Shah- ar. Hann kennir einn vinsælasta kúrs í sögu Harvard um jákvæða sálfræði og ferðast um heimsbyggðina til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Bókin hans, Meiri hamingja, rokseldist þegar hún kom út hér og komst á metsölulista fyrir jólin. Það er greinilegt að margir Íslendingar, rétt eins og aðrir jarðarbúar, þrá að koma böndum yfir hamingjuna. EN skilaboðin eru skýr: hamingjan fæst ekki með því að rembast eftir henni. Frægð og frami gerir mann ekki ham- ingjusaman og heldur ekki þykkir bunkar af fjólubláum peningum. Hamingjan fæst með því að njóta augnabliksins. Svo ein- falt! En samt svo fjári flókið. Mýtan um hamingjusama hommann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.