Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 46
26 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. margskonar, 6. tveir eins, 8. til sauma, 9. örn, 11. tveir eins, 12. þekjast ryði, 14. brestir, 16. pot, 17. hyggja, 18. stroff, 20. org, 21. hljóm- sveit. LÓÐRÉTT 1. fyrir ofan, 3. í röð, 4. hugarró, 5. hár, 7. kælir, 10. starf, 13. op, 15. hvolf, 16. einatt, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. ff, 8. nál, 9. ari, 11. ll, 12. ryðga, 14. snark, 16. ot, 17. trú, 18. fit, 20. óp, 21. tríó. LÓÐRÉTT: 1. ofar, 3. mn, 4. sálarró, 5. ull, 7. frystir, 10. iðn, 13. gat, 15. kúpa, 16. oft, 19. tí. „Ég er að gera samning hérna út af upp- töku á plötu,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson, sem er staddur í Los Angeles. Síðastliðið föstudagskvöld spilaði hann á hinum virta tónleikastað The Baked Potato ásamt eigandanum Don Randi, fyrrverandi píanista Franks Sinatra, og hljómsveit hans Quest. Þessir færu hljóð- færaleikarar koma til Íslands í ágúst til að taka upp plötu með Geir. Einnig nota þeir tækifærið og spila á Djasshátíð Reykjavíkur. „Hugmyndin er sú að þetta verði gefið út hérna í Ameríku,“ segir Geir, sem er ákaflega þakklátur fyrir þetta tækifæri. „Ég fór í þetta verkefni bara rólegur og var ekki að biðja um neitt meira. Svo eftir konsertinn kemur maður til mín sem heit- ir Don Graham, sem er einn af mörgum upptökustjórum í Hollywood. Svo var fundur daginn eftir og tekin ákvörðun um að taka upp þessa plötu. Mér var bara boðið þetta og ég þáði það náttúrulega.“ Söngkonan Anna Mjöll sem hefur verið búsett lengi í Los Angeles var á meðal gesta á tónleikunum. „Þegar hún mætti þá leið manni betur fyrir konsertinn,“ segir Geir, sem tók tónleikana upp. Á nýrri heimasíðu hans, Geirolafsson.is, verður hægt að hlýða á hvernig til tókst. Kvöldið eftir söng hann síðan á þorrablóti Íslend- inga í Los Angeles og þar var Don Randi, sem hefur unnið með honum undanfarin ár, heiðursgestur. - fb Geir Ólafsson gerir plötusamning í LA Á THE BAKED POTATO Geir Ólafsson ásamt Don Randi & Quest á hinum virta tónleikastað The Baked Potato í Los Angeles. Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London eru væntanlegir til Íslands í tengslum við Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að mæta á sýningu íslenska tískuvörumerkisins E-label í Kaaber-húsinu á föstudagskvöldið. Ásta Kristjánsdóttir, einn af eigendum E- label, staðfestir þetta í samtali við Frétta- blaðið. „Vonandi sjá þeir einhverja fleiri hönnuði til að koma á framfæri í verslun sinni,“ segir Ásta en E-label hefur gert það gott í Top Shop-versluninni þar. Stórstjarn- an Beyonce Knowles gerði sér meðal ann- ars ferð í verslunina ekki alls fyrir löngu og keypti þá leggings frá merkinu. Ásta segir mikla stemningu fyrir Reykja- vik Fashion Festival, um hundrað og fimmtíu manns leggi nú nótt við dag við undirbúninginn og flestir þeirra eru í sjálf- boðavinnu. „Ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikil gróska í íslenskri hönnun og þetta er rétti tíminn til að koma henni á framfæri,“ segir Ásta. Fjöldi erlendra blaðamanna hafa boðað komu sína á hátíðina enda mikill áhugi á því sem fram fer á Íslandi um þessar mundir vegna efna- hagskreppunnar frægu. „Facehunter, tísku- bloggarinn frægi, ætlar að koma sem og blaðamenn frá Dazed and Confused, Obser- ver og breska Elle,“ útskýrir Ásta. Heilmikil tónlistarhátíð er haldin í kring- um tískuhátíðina og hefst hún á fimmtudags- kvöldið. Mesta spennan er þó eflaust fyrir komu kanadísku tónlistarkonunnar Peaches en hún hefur, að sögn Ástu, valið sér eina átta kjóla til að koma fram í. Nánari upplýs- ingar um hátíðina má finna á heimasíðunni rff.is. - fgg Fulltrúar Top Shop á leið til Íslands Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín NJÓSNAÐ Fulltrúar frá útibúi Top Shop í London hafa boðað komu sína á Reykjavik Fashion Festival. Þeir ætla að sitja á fremsta bekk á föstudagskvöld þegar E-label sýnir sitt nýjasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrsta og annars árs nemar í Kvikmynda- skóla Íslands eru nú að leggja lokahönd á verkefni sín. Kvik- myndagerðarfólk framtíðarinnar fékk það verkefni að undirbúa svo- kallaðan „pilot“ eða prufuþátt fyrir sjónvarp. Þeir fá til liðs við sig þjóðþekkta leikara og leikstjóra. Meðal þeirra sem leggja hönd á plóg þetta árið eru Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir. Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, var í ítarlegu viðtali við breska stórblaðið Inde- pendent á sunnudaginn. Þar greinir hann meðal annars frá því að eftir vinsældir lagsins Hoppípolla hafi liðsmenn Sigur Rósar nánast flúið vinsæld- irnar og haldið sig heima á Íslandi. Jónsi segist hins vegar í dag sætta sig betur við þetta og hefur blaðamaður á orði að söngvarinn geti meira að segja haldið uppi sam- ræðum á ensku, það sé af sem áður var. Ljósmyndarinn Rebekka Guðleifs- dóttir er stödd í New York þessa dagana, en sýning á myndum hennar var haldin í galleríi á Manhattan um helgina. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkr- um vikum vann hún til verðlauna í ljósmyndakeppni samtakanna Artists Wanted og var þemað sjálfsmyndir. Ferðalag Rebekku gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þegar hún kom út hætti síminn hennar að virka og í þokkabót kom hún að læstum dyrum gistiheimilisins. Henni var hleypt inn af gesti, en þegar hún náði í starfsfólkið var henni tjáð að hún ætti ekki pantað fyrr en daginn eftir. Allt blessaðist þó að lokum og margir komu á sýning- una um helgina. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er Tokkata og fúga, orgelverkið mikla eftir Bach og svo Ingibjörg Þorbergsdóttir, þegar ég er í stuði.“ Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsóknaskóla Íslands. „Willi segir ekki eitt orð um Ice- save eða fjármálakrísur,“ segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Framleiðslufyrirtæki Heimis, Icelandic Cowboys Entertainment, hefur nýlokið framleiðslu á fimm þátta röð um Ísland ásamt þýskum framleiðendum. Þættirnir fjalla um ævintýraeyjuna Ísland og bera yfirskriftina „Leiðangurinn til Íslands“. Stjarna þáttanna heitir Willi Weitzel og er að sögn Heim- is hinn þýski Sveppi; margverð- launuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðvun- um Kinderkanal og ARD og ferð- ast í kjölfarið um sjónvarpsstöðv- ar þýska málsvæðisins. „Þættirnir eru gott dæmi um mjög vandað sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna og eru bæði fræðandi og hafa mikið skemmt- anagildi,“ segir Heimir og bætir við að verið sé að skoða að gera 90 mínútna kvikmyndaútgáfu af þáttunum. „Þetta eru eins konar ævintýra- og vísindaferðaþættir. Willi ferðast um framandi slóð- ir, spyr spurninga sem fólk þyrst- ir í að fá svör við, eins og um það hvers vegna eldgos séu svo tíð á Íslandi eða af hverju íslenska vatnið sé svona gott. Willi vill fá að vita hvernig Íslendingar hita upp húsin sín, skoðar hvali, hittir huldufólk, fer á hestbak og baðar sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo gerir hann vísindatilraunir á einfaldan hátt sem útskýra hvern- ig veröldin virkar.“ Þáttur Willa hefur verið sýnd- ur í þýsku sjónvarpi í átta ár og var valinn sjónvarpsþáttur ársins í sínum flokki á Adolf-Grimme- Preis sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Þýskalandi á dögunum. Heimir tók að sér hlutverk í þáttunum á Íslandi og leikur besta vin Willa. Hann er sem sagt fyrir Willa það sem Villi er fyrir Sveppa, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki geta dæmt um frammistöðu sína, en hafa skemmt sér mjög vel í hlutverkinu. „Þeir orðuðu við mig að gera nokkra þætti með þeim úti,“ segir Heimir og bætir við að það myndi hann gera til gamans. „Það myndi örugglega skapa mér fullt af góðum samböndum til að ná fleiri verkefnum til Íslands.“ Heimir efast ekki um að þætt- irnir verði góð landkynning og laði þýska, svissneska og austur- ríska ferðamenn að í stórum stíl. „Með sérlega jákvæðri umfjöllun um allar þær gersemar og ævin- týri sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is HEIMIR JÓNASSON: WILLI WEITZEL ER HINN ÞÝSKI SVEPPI Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland WILLI OG STROKKUR Willi Weitzel nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og er marg- verðlaunaður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.