Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 22
 16. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● matur og krabbamein Þegar Unnur Guðrún Pálsdótt- ir, eða Lukka eins og hún er köll- uð, tók ákvörðun um að lifa heil- brigðara lífi fannst henni hvergi vera hægt að finna nógu hollan og hreinan mat. Hún ákvað því að taka til sinna ráða og stofna veisluþjónustuna HaPP sem býr eingöngu til mat úr hreinu og fersku hráefni. „Mér blöskraði líka hvað heilbrigðiskerfið leggur litla áherslu á hollt mataræði og fannst ég þurfa að leggja mitt af mörk- um en HaPP hefur það metnaðar- fulla markmið að auka heilbrigði Íslendinga.“ Lukka segir matinn sem fólk setur ofan í sig skipta gríðarlega miklu máli. „Líkaminn er stöðugt að endurnýja sig og það hefur mikla þýðingu úr hverju hann hefur að moða. Spítalamatur er til að mynda oft til þess fallinn að halda fólki lengur á sjúkrabeðnum heldur en hitt og verðum við sem leggjum upp úr hollu mataræði og heilbrigðiskerfið að fara að vinna betur saman. Það er nauðsynlegt að setja plástra þegar fólk er búið að skera sig en við verðum líka að reyna að koma í veg fyrir að það fari sér að voða.“ Lukka held- ur matarfyrirlestra og -námskeið á vegum Krafts og Ráðgjafamið- stöðvar Krabbameinsfélagsins auk þess sem hún býður upp á einstakl- ings- og hóparáðgjöf hjá HaPP. Hún hefur kynnt sér viðfangs- efnið í þaula og var meðal annars fengin til að vera talsmaður mat- reiðslubókarinnar Bragð í barátt- unni sem Framför, stuðningsfélag karla sem hafa greinst með blöðru- hálskirtilskrabbamein, létu þýða. „Bókin hefur að geyma dýrmæta fræðslu og frábærar uppskrift- ir og hefur opnað augu margra,“ segir Lukka. En hefur hún sjálf fengið krabbamein. „Nei, en móðursyst- ir mín fékk heilaæxli og dó úr krabbameini fyrir tíu árum. Eftir að læknarnir höfðu gefið henni sex mánaða lífslíkur lifði hún í sex ár með breyttu mataræði og heil- brigðari lífsstíl. Ég held að það hafi kveikt svolítið í mér.“ Lukka segir ekkert samasem- merki á milli hollustu og mein- lætalífs og ber maturinn henn- ar þess glöggt vitni. Hún og starfsfólkið gefa hugmyndaflug- inu gjarnan lausan tauminn og státa meðal annars af grænmet- is-sushi sem er engu öðru líkt. „Okkur fannst sushi alls stað- ar eins og ákváðum að breyta að- eins út af vananum. Þetta er matur sem almennt þykir hollur en engu að síður nota flestir hvít grjón. Við notum bæði hvít, svört og brún grjón en þau brúnu eru að mínu mati bæði holl og bragðmeiri. Þá notum við hnetur, hörfræ, svört sesamfræ, marineraða sveppi, spínat, aspas og ber svo dæmi séu tekin og hefur það fallið vel í kram- ið. Sushi-ið er, eins og annar matur hjá HaPP, hugsað út frá næringar- gildinu, en Lukka segir svörtu ses- amfræin til að mynda afar kalkrík og berin full af næringarefnum. HaPP býður sem fyrr segir upp á fyrirlestra og fræðslu en einn- ig veislumat og matarpakka. „Fólk getur ýmist verið hjá okkur í gjör- gæslu og fengið allar máltíðir dagsins eða á göngudeild og valið þær máltíðir eða millimál sem henta.“ - ve Hreint og úthugsað fæði Lukka segir líkamann stöðugt vera að endurnýja sig og að það skipti miklu máli úr hverju hann hefur að moða. Starfsfólki HaPP fannst sushi víða eins og ákvað því að bregða út af vananum. Blaðið er að mestum hluta þakið með grjónum. Sósurönd sett þvert yfir grjónin. Grænmeti, hnetum eða ávöxtum raðað í mjóa ræmu og rúllað upp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lukka notar meðal annars hnetur og sesamfræ en svörtu sesamfræin eru til að mynda gríðarlega kalkrík. Í rúllurnar má nota þá ávexti og það græn- meti sem hugurinn girnist en hér á eftir fara nokkur dæmi: Hráefni: Noriblöð Soyablöð Hvít sushigrjón Svört sushigrjón Sesamfræ Pecan-hnetur Macadamia-hnetur Jarðarber Bláber Brómber Hindber Spínat Klettasalat Ferskar kryddjurtir Snjóbaunir Sellerí Agúrka Gulrætur Léttsteiktir Sveppir Sósur: Cashew-hnetumajones 1 bolli cashew-hnetur 1,5 bolli vatn (eða rejuvelac) Sjávarsalt Jarðarberjasósa 1 bolli jarðarber 3 msk. ólívuolía 3 msk. lime-safi ¼ tsk. cayenne-pipar Mögulegar samsetn- ingar: Sushirúlla í nori með svörtum hýðisgrjónum, agúrku, snjóbaunum, jarðarberjum, hindberj- um, hvítum sesamfræj- um og gulrótum. Sushirúlla í túr- merikkrydd- uðu soyablaði með bláberj- um, jarðarberjasósu, svörtum sesamfræjum, myntu og klettasalati. Sushirúlla í spínat- soyablaði með fetaosti, hökkuðum macadami- an-hnetum í sesamolíu, snjóbaunum, léttsteikt- um sveppum og kórí- ander. Lýsing: Veljið nori eða soyablað og setjið á bambus- mottu. Þekið 3/4 hluta blaðsins með grjónum. Veljið eina af sósun- um og setjið rönd af henni þvert yfir grjónin. Raðið svo grænmeti, kryddjurtum, hnetum, fræjum eða ávöxtum í mjóa ræmu og rúllið upp. Skerið í jafna bita. Grænmetis- og ávaxtasushi Lukka segir sushi með berjum bragðast afar vel og berin eru full af hollustu. ● VERNDANDI FÆÐA Matur hefur mismunandi virkni í líkamanum og geta sumar fæðutegundir haft verndandi áhrif gegn krabbameini, góð áhrif á ónæmiskerfið eða verið uppspretta nauðsynlegra næringarefna. Hér á eftir fara nokkur dæmi: Ber eins og bláber, hindber, jarðarber og brómber innihalda sýrur sem geta hindrað virkni próteina sem eru nauðsynleg fyrir myndun krabba- meins. Kryddjurtir eins og túrmerik, mynta, kóríander og fleiri innihalda virk efni sem hafa bólgueyðandi áhrif og hamlandi áhrif á æxlisvöxt. Sveppir innihalda fjölsykruna lentínan og hafa örvandi áhrif á ónæmis- kerfið. Þetta á sérstaklega við um austurlenska sveppi eins og shiitake-, maitake-, enokitake- og ostrusveppi. Svört sesamfræ og grænt grænmeti er sérstaklega kalkrík fæða. Heimild: HaPP-veisluþjónusta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.