Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 23
„Þetta verður viðamikið Íslands- mót iðn- og verkgreina, því í fyrstu fannst mér Vetrargarðurinn hljóta að vera alltof stór fyrir keppnina, en á endanum varð ég að útfæra at- burðinn yfir á ganga Smáralindar og stóra svæðið framan við Hag- kaup,“ segir Thelma Guðmunds- dóttir, innanhússarkitekt hjá Arkís, sem á heiðurinn að sýning- arsvæði Íslandsmótsins í Smára- lind. Thelma er einnig menntuð í útstillingahönnun, en þetta er í fyrsta sinn sem hún hannar um- gjörð heillar sýningar. „Það hefði vissulega verið gaman að koma að hönnun svæða hverrar iðngreinar líka, en nú er undir þeim sjálfum komið að gera sitt svæði áhuga- vert, aðlaðandi og smekklegt.“ Thelma segir margt þurfa að hafa í huga þegar jafn ólíkar iðn- greinar og til dæmis skrúðgarð- yrkja, hársnyrting, bakstur og bíl- iðngreinar koma saman. „Tísku- og matvælaiðnaður draga að sér flesta áhorfendur og því þarf sérstaklega rúmgóð svæði fyrir áhorfendur þeirra. Þá þurfti að gæta þess að málmsuða væri ekki við hlið snyrtifræðinnar og að iðngreinar sem notast við eld og hættuleg efni séu við flóttaleiðir. Vitaskuld eru svo allir með útsog og viðeigandi varúðarráðstafanir þar sem það á við,“ segir Thelma sem hlakkar til að sjá heildarút- lit iðnnemanna sjálfra sem útbúa bílaverkstæði, hárgreiðslustof- ur og bakarí í sínum hólfum, rétt eins og um alvöru vinnustaði væri að ræða. - þlg „Við þurfum að velta því fyrir okkur hvað það er sem Íslendingar verða að gera á næstu tíu til fimmtán árum,“ segir Jón Steindór Valdimarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Thelma Guðmundsdóttir innanhússaarkitekt og útstillingarhönnuður hjá Arkís, hannaði keppnis- og sýningarsvæðið í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Virkir vinnustaðir í Vetrargarðinum Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir nauðsynlegt að þjóðin framleiði sig út úr þeim vandræðum sem nú blasa við. „Ég er á þeirri skoðun að það sé mjög skynsamlegt fyrir ungt fólk að velta því fyrir sér að hasla sér völl á sviði ýmis konar verk- og iðnnáms,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. Að sögn Jóns Steindórs ríður nú á að horfa til framtíðar í þess- um efnum sem öðrum. „Við þurf- um að velta því fyrir okkur hvað það er sem Íslendingar verða að gera á næstu tíu til fimmtán árum. Um 2.000 manns bætast við hinn virka atvinnumarkað á hverju ári og í þessu mikla atvinnuleysi sem nú er þarf að íhuga vel hvar þetta fólk getur fengið vinnu. Án þess að gera lítið úr þeim atvinnugrein- um, þá er ólíklegt að fleiri fari um borð í fiskiskip eða stundi búskap. Framleiðsla og þjónusta í víðum skilningi verður að taka við.“ Jón Steindór segir að þjóðarbú- ið verði að afla tekna og nauðsyn- legt sé að þjóðin framleiði sig út úr þeim vandræðum sem nú blasa við. Framleiðsla á vörum sem þarfn- ist bæði hugvits og handverks séu þar efstar á blaði. „Össur og Marel eru sígild dæmi um fyrirtæki sem sameina þetta tvennt. Við þurf- um að eignast fleira fólk í kring- um slíka framleiðslu, fólk sem kann að smíða og stjórna flóknum vélbúnaði, stálsmiði, rennismiði og þar fram eftir götunum, til að tryggja að þegar næsta Marel eða sambærilegt fyrirtæki verður til eigum við fólk til að sinna þessum hlutum. Þess vegna held ég að líta verði á verk- og tækninám sem nám framtíðarinnar. Þar verða tækifær- in, því þau verða hreinlega að vera þar ef við ætlum að fara fram á við sem þjóð,“ segir Jón Steindór. Hann segir Íslandsmót iðn- og verkgreina hafa mikið gildi, bæði fyrir þá sem sýna hæfni sína og ekki síður þá sem ekki eru öllum hnútum kunnugir í fögunum sem kynnt eru. - kg Tækifærin eru í verknámi Smáralind 18. og 19. mars 2010 iðn- og verkgreina Íslandsmót Á fundi með nokkrum hagsmuna- aðilum var ákveðið að Þór Pálsson í Iðnskólanum í Hafnarfirði, Björn Ágúst Sigurjónsson frá Rafiðnað- arsambandinu og Ólafur Jónsson frá IÐUNNI fræðslusetri myndu sjá um framkvæmd keppninnar í ár. Þessi framkvæmdastjórn hafði samband við Smáralind í lok sept- ember og spurðist fyrir um að fá að halda keppnina í Vetrargarðin- um. Starfsfólk Smáralindar tók vel á móti stjórninni og var ákveðið að velja dagana 18. og 19. mars fyrir keppnina. Fyrsti fundur með fagaðilum greina sem keppa var haldinn 25. nóvember. Þar mættu fulltrúar fimmtán greina, sem fengu upplýs- ingar um húsnæði og dagsetning- ar fyrirhugaðrar keppni. Svo var haldinn annar fundur með fagað- ilum 15. desember. Þar kom fram áhugi allra á að vera með. Ákveð- ið var að fá innanhússarkitekt til að raða greinunum í Vetrargarð- inn þegar ljóst var að hann væri tæplega nógu stór. Hópurinn hefur hist reglulega frá miðjum janúar til skrafs og ráðagerða. Þegar allt var komið varð að færa keppni í húsasmíði niður á fyrstu hæð svo rúm væri fyrir allar greinar. Upplýsingum um keppnina var dreift til grunnskólanemenda höf- uðborgarsvæðisins með hjálp menntasviða sveitarfélagana. Þetta er í áttunda sinn sem keppnin er haldin og er hún sú stærsta til þessa. Gott samband hefur verið við tengiliði allra greina sem er lykilatriði við fram- kvæmd viðburðar sem þessa. Að hverri grein kemur fjöldi fólks, sem vinnur við uppsetningu keppn- innar, útbýr verkefni fyrir kepp- endur, og dæmir verkefni og frá- gang að lokinni keppni. Vill fram- kvæmdastjórn skila þakklæti til allra sem unnið hafa að því að gera þessa keppni að veruleika. Undibúningur keppninnar Þetta er í áttunda sinn sem keppnin fer fram og hefur hún aldrei verið umfangs- meiri en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.