Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 40
20 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Á síðasta ári voru tekjur af sölu tónlistar á Netinu í Bretlandi í fyrsta sinn meiri en sem nam tekjulækkun af sölu á geisla- og mynddiskum í verslunum. Þetta er skýrt dæmi um þá þróun sem hefur átt sér stað víða um heim þar sem netsala hefur fært sig upp á skaftið á kostnað hefðbundinnar geisla- og mynddiskasölu. Sala á tónlist á Netinu fór úr 12,8 millj- ónum punda í 30,4 milljónir á sama tíma og sala á geisla- og mynddiskum dróst saman um 8,7 milljónir. Alls voru keypt- ar 16,1 milljón hljómplatna á Netinu og hlaðið niður í Bretlandi árið 2009, sem er rúmlega 50 prósentum meira en árið á undan. Stefgjöld fyrir netsölu jukust um tæp 73 prósent og fóru í 30,4 millj- ónir punda. Robert Ashcroft hjá PRS Music, sem eru samtök tónlistarmanna- og útgef- enda í Bretlandi, er ánægður með þessa þróun. Hann vill þó ekki full- yrða að viðsnúningurinn sé kominn til að vera. „Samt sem áður bendir allt til þess að næsta áratuginn muni tekj- ur aukast á löglega stafræna mark- aðnum og einnig notkun á breskri tónlist í öðrum löndum,“ sagði Ashcroft. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn í Bretlandi að staf- rænar smáskífur seldust betur en hefðbundnar plötur. Rúmlega 150 milljónir smáskífna seldust á meðan plötusala féll úr 134 niður í 129 milljónir. Upptökugengið Stop Wait Go; bræðurnir Pálmi Ragn- ar Ásgeirsson og Ásgeir Orri Ásgeirsson, og vinur þeirra Sæþór Kristjánsson hafa mörg járn í eldinum um þessar mundir, koma meðal annars mikið við sögu á væntanlegri plötu Haffa Haff. „Sæþór er vinur okkur bræðranna úr grunnskóla svo „we go way back“, eins og maður segir,“ segir Pálmi, sem er fæddur 1989. Hinir eru 1990 módel. „Sæþór og Ásgeir voru í hljómsveit sem hét Kicks og gaf út nokkur lög á Netinu. Þannig fréttu Nylon-stelpurnar af okkur og þá byrjaði þetta allt. Við erum búnir að vinna með þeim síðan áður en þær komust á samninginn úti. Höfum samið og tekið upp með þeim í eitt og hálft ár núna. Þetta efni hefur verið að fá góðar við- tökur úti og núna er verið að vinna að því að koma þessum lögum út. Vonandi gerist það á þessu ári eða næsta.“ Vinnan með The Charlies er bara hluti af verkefnalista Stop Wait Go. „Við erum að semja og „pródúsera“ titillagið á nýju Haffa plötunni, Freak, auk flestra nýju laganna þar. Kannski verðum við með eitt, tvö lög á plötunni hans Friðriks Dórs. Við þekkjum hann úr Versló. Svo var Friðrik Ómar að hringja og hefur áhuga á að gera Gaypride-lagið í ár með okkur.“ Pálmi segir ýmsa tónlistarmenn hafa haft áhrif á þá. „Max Martin og Dr. Luke og þessir gaurar hafa áhrif þegar við erum að semja og svo eru „pródúserar“ eins og The-Dream, Tricky Stewart, The Clutch og sænskir gaurar sem heita Bloodshy & Avant, sem gerðu Blackout-plötuna hennar Britney Spears.“ Pálmi segir samstarf Stop Wait Go ganga smurt, þeir semja og útsetja í kross. Það er framsækni í þessari deild poppsins. „Lög eru alltaf eins, það skiptir ekki öllu máli á hvaða tíma þau eru samin,“ segir hann. „Hins vegar er það útsetningin og „pródúseringin“ sem tekur framförum og breyt- ist með tímanum. Það er það sem er mest spennandi við þetta núna. Allt þetta nýja sánd.“ Fyrsta verkefni Stop Wait Go sem heyrist opinberlega, „Freak“ með Haffa Haff, fer í spilun eftir sirka mánuð en svo ættu fleiri lög að hrúgast inn. drgunni@frettabladid.is Láta Haffa Haff hljóma vel STOP WAIT GO Pálmi, Ásgeir og Sæþór – með The Charlies og Haffa á verkefnaskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heather Mills, fyrrverandi eigin- kona Sir Pauls McCartney, þurfti að sætta sig við að gervifótur henn- ar var settur í sprengjuleitartækið á Heathrow-flugvelli um helgina. Málmleitartæki gaf frá sér hljóð þegar Heather fór í gegnum leit- arhliðið og var það rakið til gervi- fótarins. Þurfti hún því að bretta upp buxnaskálmina á meðan fótur- inn var skoðaður og gegnumlýstur. Engin sprengja fannst. „Heather var brjáluð en sagði ekkert. Hún virtist niðurlægð að þurfa að þola þetta fyrir framan aðra farþega,“ sagði einn viðstaddra við Daily Mirror. Talsmaður Heath- er tók það fram að aldrei hafi verið hætta á að hún þyrfti að taka af sér gervifótinn til skoðunar. Gervifótur Heather tek- inn í sprengjuleit NIÐURLÆGÐ Heather Mills var tekin í sprengjuleit á Heathrow-flugvelli. NORDICPHOTOS/GETTY Leikstjórinn James Cameron ætlar að endur- sýna stórmynd sína Titanic á hvíta tjaldinu í þrívídd. Stefnt er á sýningar eftir tvö ár þegar hundrað ár verða liðin síðan skipið sökk. Titanic kom út árið 1997 við gríðarlegar vinsældir og sópaði til sín Óskarsverðlaunum. Greinilegt er að vinsældir þrí- víddarmyndar Camerons, Avat- ar, hafa komið þessari hugmynd af stað en Titanic verður einmitt endursýnd í sumar með atriðum sem komust ekki fyrir í upphaf- legu útgáfunni. Titanic sýnd í þrívídd JAMES CAMERON Stóraukin netsala í Bretlandi LEONA LEWIS Lewis er ein af vinsælustu ungu söngkonum Bretlands í dag og hefur tón- list hennar selst vel á Netinu. FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna 12 12 12 L L L L L L L L L L L L 10 THE BLIND SIDE kl. 8 - 10:30 AVATAR 3-D kl. 10:20 ALICE IN WONDERLAND kl. 8 THE BLIND SIDE kl. 5:20 - 8 - 10:40 ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 5:40(3D) - 8(3D) - 10:20(3D) ALICE IN WONDERLAND kl. 5:40 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 BROTHERS kl. 8 BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 8 - 10:40 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 5:50 BJARNFREÐARSON kl. 5:50 THE BLIND SIDE kl. 5:50D - 8:10D - 10:50D ALICE IN WONDERLAND 3D kl. 5:50(3D) - 8:10(3D) - 10:30(3D) SHUTTER ISLAND kl. 8 - 10:50 INVICTUS kl. 5:30 Síðasta sýn. helgi TEKJUHÆSTA MYND SÖNDRU BULLOCK FYRR OG SÍÐAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR 600 600 600 600 600 600 600 600 Gildir ekki í Lúxus 600 NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 12 10 16 16 14 L 10 THE GREEN ZONE kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE GREEN ZONE LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.40 LEGION kl. 8 - 10.15 SHUTTER ISLAND kl. 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.45 íslenskt tal AVATAR 3D kl. 4.40 Síðustu sýningar SÍMI 462 3500 12 10 12 14 L THE GREEN ZONE kl. 8 - 10.30 THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 PRECIOUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 MAMMA GÓGÓ kl. 6 Síðustu sýningar SÍMI 530 1919 10 16 16 10 L THE GOOD HEART kl. 5.50 - 8 - 10.10 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5.50 - 8 - 10.10 LEGION kl. 8 - 10.15 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 NIKULÁS LITLI kl. 6 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 12 16 14 16 THE GREEN ZONE kl. 8 - 10.10 FROM PARIS WITH LOVE kl. 8 - 10 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5.20 SHUTTER ISLAND kl. 5.20 Þ.Þ. - Fbl T.V. - kvikmyndir.isÓ.H.T. - Rás2 T.Þ.Þ. - DV Ó.H.T. - Rás2 H.G. - Mbl. ★★★ S.V. - MBL ★★★ Ó.H.T. - Rás-2 ★★★ -Dr. Gunni, FBL FRÁ LEIKSTJÓRANUM PAUL GREENGRASS KEMUR EIN BESTA SPENNUMYND ÁRSINS HEIMSFRUMSÝNING EMPIRE ROGER EBERT 116.000 GESTIR! - bara lúxus Sími: 553 2075 GREEN ZONE kl. 5.45, 8 og 10.15-P 12 FROM PARIS WITH LOVE kl. 5, 8 og 10 16 SHUTTER ISLAND kl. 7 og 10 16 IT’S COMPLICATED kl. 5.35 12 ÞRIÐJUDAGUR TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR T.V. -KVIKMYNDIR.IS Á.J. -DV S.V. -MBL Ó.H.T. -RÁS2 T.V. -KVIKMYNDIR.IS FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN POWERSÝNING KL. 10.15 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.