Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FÆÐINGAR Á ÍSLANDI árið 2009 voru 4.939 og fjöldi barna var 5.014, þar af 4.993 lifandi fædd. Fjölgun hefur orðið á fæðingum, þó hefur fæðingartíðni (fæðingar á 1.000 íbúa) á landinu ekki aukist. landlaeknir.is. „Einhverjar í hópnum tóku sig til og leigðu sal og hóuðu svo í fleiri sem þær vissu að höfðu einhvern tímann spilað eða hefðu áhuga. Reynsla var þó ekkert endilega eitthvert skilyrði,“ segir Þóra María Guðjónsdóttir um tildrög þess að hópur kvenna á besta aldri tók sig saman fyrir nokkr-um árum og fór að æfa fótbolta einu sinni í viku.Í hópnum eru fjórtán konur sem hafa mismikla reynslu af fót-bolta. Þóra, sem starfar á starfs-mannasviði Landsvirkjunar, æfði líkt og margar fótbolta með Val á sínum tíma en lagði skóna áhilluna vegna i langt skeið þegar hún fór að æfa með hópnum árið 2006. „Þær voru búnar að spila eitthvað saman þegar ég kom á mína fyrstu æfingu. Ég var pínulítið stíf en það var hrikalega gaman að byrja aftur. Þetta var samt ekkert risa-stökk, ég hef alltaf stundað ein-hverja hreyfingu. Ég viðurkenni þó alveg að ég fékk harðsperrur eftir fyrstu æfingu.“ Spurð hvað fjölskyldunni finn-ist um fótboltadelluna, segist Þóra fá góðan stuðning. „Allir heima hjá mér eru sáttir og börn-unum þykir þetta é ir eru í einhverjum íþróttum eins og skokki.“ Þóra segir algengt að gamlir fótboltamenn hittist til að spila og taki auk þess þátt í skipulögðum viðburðum allt árið um kring. „Það eru alltaf einhver mót í gangi, eins og Pollamótið fyrir norðan. Yfir-leitt taka nokkur kvennalið þátt og þar hittast stundum gamlir sam- og mótherjar sem hafa ekki sést í mörg ár og endurnýja þannig kynni sín af vellinum. Konurnar mættu þó vera duglegri St ákarnir e Sigur skiptir ekki öllu máli Þóra María Guðmundsdóttir æfði knattspyrnu með Val á níunda áratugnum. Hún fór aftur að spila fyrir nokkrum árum með hópi hressra kvenna á besta aldri og hefur sjaldan skemmt sér betur. Þetta er alls ekki eins brjálæðislegt og þetta var, við erum vaxnar upp úr því,“ segir Þóra, sem er farin að æfa fótbolta af fullum krafti í góðra vina hópi eftir nokkurt hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni* Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐALáttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. Golfl ausnir Viltu koma þér í form fyrir golftímabilið?Nýtt einstaklingsmiðað námskeið, sérsniðið að golfíþróttinni.Hentar þeim sem vilja hámarka árangur sin íbetra form b www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval „Við þurfum að velta því fyrir okkur hvað það er sem Íslendingar verða að gera á næstu tíu til fimmtán árum,“ segir Jón Steindór Valdimarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir nauðsynlegt að þjóðin framleiði sig út úr þeim vandræðum sem nú blasa við. „Ég er á þeirri skoðun að það sé mjög skynsamlegt fyrir ungt fólkað velta þ í f Að sögn Jóns Steindórs ríður nú á að horfa til framtíðar í þess-um efnum sem öðrum. „Við þurf-um að velta því fyrir okkur hvað það er sem Íslendingar verða að gera á næstu tíu til fimmtán árum. Um 2.000 manns bætast við hinn virka atvinnumarkað á hverju ári og í þessu mikla atvinnul iú skilningi verður að taka við.“Jón Steindór segir að þjóðarbú-ið verði að afla tekna og nauðsyn-legt sé að þjóðin framleiði sig út úr þeim vandræðum sem nú blasa við. Framleiðsla á vörum sem þarfn-ist bæði hugvits og handverks séuþar efstar á bl ði Ö tryggja að þegar næsta Marel eða sambærilegt fyrirtæki verður til eigum við fólk til að sinna þessum hlutum. Þess vegna held ég að líta verði á verk- og tækninám sem nám framtíðarinnar. Þar verða tækifin þ í þ Tækifærin eru í verknámi Smáralind 18. og 19. mars 2010 iðn- og verkgreina Íslandsmót Á fundi með nokkrum hagsmuna-aðilum var ákveðið að Þór Pálsson í Iðnskólanum í Hafnarfirði, Björn Ágúst Sigurjónsson frá Rafiðnað-arsambandinu og Ólafur Jónsson frá IÐUNNI fræðslusetri myndu sjá um framkvæmd keppninnar í ár. Þessi framkvæmdastjórn hafði samband við Smáralind í lok sept-ember og spurðist fyrir um að fá að halda keppnina í Vetrargarðin-um. Starfsfólk Smáralindar tók vel á móti stjórninni og var ákveðið að velja dagana 18. og 19. mars fyrir keppnina. Undibúningur keppninnar Þetta er í áttunda sinn sem keppnin fer fram og hefur hún aldrei verið umfangs- meiri en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2010 — 63. tölublað — 10. árgangur ÞÓRA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Endurnýjar kynni sín af fótboltavellinum • heilsa • gæludýr Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK Íslenska framleiðslufyr- irtækið Icelandic Cowboys Entertainment hefur ásamt þýskum framleiðend- um nýlokið við fram- leiðslu á fimm þátta röð um Ísland. Umsjónar- maðurinn heitir Willi Weitzel og er að sögn Heimis Jónassonar, framleiðanda hjá Icelandic Cowboys Entertainment, hinn þýski Sveppi; margverðlaunuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. „Willi segir ekki eitt orð um Icesave eða fjármála- krísur,“ segir Heimir en í þátt- unum er áherslan á ævintýra- eyjuna Ísland. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðv- unum Kinderkanal og ARD og verða sýndir á sjónvarpsstöðv- um á þýska málsvæðinu. - afb / sjá síðu 26 Ísland í þýskum þáttum: Þýskur Sveppi skoðar Ísland WILLI WEITZEL Vill ekki verða forseti Páll Óskar Hjálmtýs- son er fertugur í dag. TÍMAMÓT 16 Topshop á leiðinni Útsendarar Topshop í London koma á sýningu E-label á Reykjavík Fashion Festival. FÓLK 26 Frelsi eða fjötrar „Margt bendir til þess að sitjandi ríkisstjórn telji hagsmunum okkar og velferð best borgið með því að haft sé vit fyrir okkur”, skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 14 SKÍÐUM OFAR Skíðafólk lætur fréttir af vorkomu sem vind um eyru þjóta á fleygiferð niður brekkur Hlíðarfjalls á Akureyri. Gott færi var í fjallinu í gær; tólf skíðaleiðir og fimm lyftur voru opnar og sjö brekkur höfðu verið troðnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Sá sérstaki snýr aftur Jose Mourinho kemur aftur á Stamford Bridge í kvöld með lið sitt Inter. ÍÞRÓTTIR 22 ÍSLANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA Keppnin sú umfangs- mesta til þessa Sérblað um Íslandsmót iðn- og verkgreina FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. RIGNING Í dag verða suðaustan eða austan 5-13 m/s, hvassast NV-til síðdegis. Væta S- og V-lands og N- og A-lands síðdegis. Hiti 0-8 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 5 6 2 1 0 Heildarlisti 03 - 09.03.10 ORKUMÁL Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á mikilvægum framkvæmdum á þessu ári geng- ur treglega, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Skuldabréfaútboð fyrirtækisins á innlendum mark- aði hefur skilað innan við helmingi þess fjár sem lagt var upp með að safna. Stórir lífeyrissjóðir halda að sér höndum. Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem er þriðji stærsti lífeyris- sjóður landsins, er einn þeirra. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins og stjórnarformaður Gildis, segir að þrennt liggi til grundvallar ákvörðunar sjóðsins um að kaupa ekki skuldabréf Orkuveitunnar. „Fyrst var það spurningin um endurfjármögnunarþörf fyrir- tækisins. En aðallega var það sú ákvörðun Orkuveitunnar að taka arð út úr fyrirtækinu á þessu ári og að fyrirtækið hefur ekki hækk- að orkuverðið þrátt fyrir að öll til- efni séu til þess.“ Vilhjálmur segir að Gildi sé almennt að auka kröfur sínar varðandi skuldabréfakaup en vill ekki tjá sig frekar um málið. Eigið fé Orkuveitunnar er innan við fimmtán prósent og hefur hríð- fallið úr 109 milljörðum árið 2007 í tæpa 40 milljarða árið 2009. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins telur stjórn Gildis 800 milljóna króna arðgreiðslur óskiljanlegar í þessu ljósi. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í september að ráðast í skulda- bréfaútboð. Fyrirtækið leitaði til lífeyrissjóðanna um kaup á bréf- unum en afraksturinn var hugsað- ur til að fjármagna virkjanafram- kvæmdir og til að klára fráveitur á Vesturlandi, Álftanesi og Kjal- arnesi sem hófust fyrir hrun. Alls ætlaði fyrirtækið að afla tíu millj- arða króna með þessum hætti. Fimm milljarðar tæpir eru í hendi og eftir því sem næst verður kom- ist keyptu Lífeyrissjóður starfs- manna ríksins og Lífeyrissjóður verslunarmanna bréf fyrir um tólf- hundruð milljónir hvor sjóður. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, vildi lítið tjá sig um málið. Hann sagði útboðið enn opið og hvergi útséð með niðurstöðu. Hjörleifur sagði jafnframt að fyrirtækið væri ágætlega fjár- magnað næstu mánuðina og staða útboðsins hefði engin áhrif á fram- kvæmdaáætlanir fyrirtæksins á næstunni. - shá OR gengur illa að safna fé Efasemdir um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að einn stærsti lífeyrissjóður landsins tók ekki þátt í skuldabréfaútboði fyrirtækisins. Enn vantar fimm milljarða til að ná takmarki útboðsins frá í haust. HEILBRIGÐISMÁL Sjö ára gömul stúlka innbyrti tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin um helgina vegna mistaka í Árbæjarapóteki. Málið hefur verið kært til Lyfja- stofnunar. Móðir stúlkunnar þakkar sínum sæla fyrir að lyfið var ekki skað- legra en raun ber vitni, en því var ávísað vegna blöðrubólgu sem stúlkan fékk í síðustu viku. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að kannað verði hvað fór úrskeið- is og síðan verði óskað eftir við- brögðum frá lyfsala. Lyfjastofnun fer ekki með réttindamál sjúklinga en Rannveig segir að ef lyfsali sé staðinn að ítrekuðum mistökum geti hann verið sviptur leyfinu eftir áminningu. Kristján Steingrímsson, lyfja- fræðingur í Árbæjarapóteki, harmar mistökin og segir að allt verði nú gert hjá versluninni svo að slíkt endurtaki sig ekki. - kóþ / sjá síðu 6. Móðir kærir alvarleg mistök í Árbæjarapóteki til Lyfjastofnunar: Barn fékk tífaldan lyfjaskammt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.