Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 30
 16. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● matur og krabbamein ● MJÚKT VIÐBIT Á BRAUÐIÐ Í viðbiti með olíum geta verið transfitusýrur. Ef not- aðar eru olíur sem eru hertar að hluta (partially hydrogenated) í viðbitið má gera ráð fyrir trans- fitusýrum. Því er mikilvægt að lesa innihaldslýsingu á umbúð- um. Hert fita er hins vegar ekki sönnun þess að transfitusýrur séu í vörunni, en gera þarf ráð fyrir talsverðu af mettuðum fitu- sýrum. Í smjöri er mikið af mettaðri fitu og smávegis af transfitu- sýrum frá náttúrunnar hendi. Ráðlagt er að minnka neyslu á harðri fitu, bæði mettaðri fitu og transfitusýrum, en nota þess í stað mjúka fitu og olíur. Heimild: Lýðheilsustöð ● MJÓLKURLAUST MAT- ARÆÐI JANE PLANT Met- sölubókin Your Life in Your hands eftir Dr. Jane Plant, próf- essor í jarðefnafræði, hefur orðið mörgum innblástur í baráttunni við krabbamein og sem forvörn líka. Bókina skrifaði Jane eftir að hafa fjórum sinnum háð bar- áttu við brjóstakrabbamein sem endaði með að henni var ekki lengur hugað líf. Við þá harma- fregn leitað Jane allra leiða til sjálfshjálpar og mundi hversu lágt hlut- fall brjósta- krabba- meins er í Kína, eða ein af hverjum hundrað þúsund, á móti einni af hverjum níu í Bret- landi. Skýr- inguna taldi Jane vera litla sem enga mjólkurneyslu Kínverja og hætti í kjölfarið sjálf allri neyslu á mjólkurvörum. Árangurinn lét ekki á sér standa og er skemmst frá því að segja að krabbamein Jane hvarf með öllu og hefur ekki látið á sér kræla síðan. Listar eru til yfir þau matvæli sem þykja koma hvað sterkast inn í matar- æðið til að byggja upp varnir gegn krabbameini. Á listanum er ýmislegt, svo sem spínat, hvítlaukur og appelsínur. Appelsínur eru þegar þekktar fyrir að vera ríkar af C-vítamíni en rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að þær eru mjög ríkar af efnasamböndum sem vinna gegn krabbameini og það sama á við um alla sítrusávexti, en efnin er einmitt að finna í þeim hluta sem gefur ávöxtunum eilítið rammt bragð. Ávextirnir eiga eink- um að vera áhrifaríkir gegn lungna- og magakrabbameini. - jma Appelsínur á topp tíu lista Appelsínur eru ekki síður góðar en vel heppnuð efnaupp- spretta gegn krabbameini.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.